Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 14

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 14
DAUÐI FANGANS Innan kaldra veggja einn hann gengur alltaf sömu sporin fram og aftur. Fyrir löngu allur er hans kraltur út í sandinn runninn, samt hann gengur. Danðvona hann daga og nætur gengur, í dögun hverfur lífsins hinzti kraftur, sömu sporin aldrei, aldrei aftur innan kaldra veggja framar gengur. — nemo. LOFTKASTALI Sjá borgin rís, svo björt og Itrein og tær. Það bjarmar yfir roðagullin þök frá tindinum, sem teygist blár og skær að turnsins baki. Alheims beztu rök ég bið um hjálp í leit minni að lind, senr líkna nrætti ferðalúnum svein. Mér veitist svar, ég benjar mínar bind og baða sára fætur. Lífsins mein nú læknast, og hin ljósa stjarna skín, sem leið mér sýndi, vonardísin mín. Kristinn Jóhannesson. SET MERKIÐ HÁTT Þótt ungur sért, samt ber þitt höfuð hátt og horfðu djarft og beint að fjallsins egg. Þig dreyma kann um dans og hörpuslátt. Sérð' dyrum lokið upp á hamravegg. En gakk ei inn. Þig ginnir álfaþjóð, sem gulli og dýrum steinum skreytir þig. Þótt gott sé oft að ganga troðna slóð, samt girnstu það að ryðja nýjan stig. Set merkið hátt og hvika hvergi frá, þótt kulið napra hindri þína ferð. Því sæll er hver, sem sannfæringu á, og söm og jöfn er hver hans lífsins gerð. Kristinn Jólmnnesson. 62 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.