Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 16

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 16
VIÐ, ÞESSIR LÆRÐU Það var daginn, sem allt snerist við, dag- inn þegar verkstjórinn kom á skrjóðnnm og keyrði hcegt. „Fjandinn, hvað er að núna,“ liugsaði ég, „'hefur hann drepið mann?“ Hinir gláptu líka eins og ég. Núna tók hann beygjuna hjá brúnni á öllum fjórum hjólunum. Nei, það var eitthvað að. Við lögðum frá okkur verkfærin og geng- um niður að veginum, verkstjórinn kont náfölur út úr „bílnum“ og blés þungan. Svo fór hann upp á pallinn og bað okkur að hjálpa sér með sprengiefnið . . . Ég hafði verið að vinna þarna í hálfan mánuð og var að gefast upp, nýkominn úr skólanum og allur í harðsperrum og sina- drætti um nætur. Við vorum að hreinsa skurð fyrir nýja vatnsleiðslu, 5 kílómetra langan, hér um bi! metra á dýpt. Vinnan var samt ekki það versta, það voru karlarn- ir, sem ég vann með. Ég var í þeirra augum óæðri vera, því að ég var í skóla. „Þessi lærði ', eins og ég var kallaður, fyrirlitlega. Þess vegna var framtíðarstarf mitt sem búð- arloka eða skrifstofublók. Og ée fékk að heyra það, dylgjurnar voru of augljósar. Svo voru þeir svo ósvífnir að spyrja, til hvers ég „væri að læra þetta allt?“ Hvað átti ég að segja? Útskýra fyrir þeim sínus, lógaritma og konstanta? I æðislegum flýti reyndi ég að finna skynsamlegt svar, en fann ekkert. „Það er nú alltaf gott að kunna margt“, sagði ég og reyndi að vera glað- legur. Þá var ekki spurt frekar, en þýðingar- miklar augnagotur vitnuðu um hugsanirn- ar. — „Er nokkur ykkar, sem kann að fara með sprengiefni?" spurði verkstjórinn. Karlarnir litu hver á annan og hristu hausana. Ég vissi, að þeir voru allir ógur- lega hræddir við sprengiefni, kunnu ótal hryllingssögur af mönnum, sem misst höfðu sjón, limi eða lífið við sprengingar. Þá var það, að ég rétti úr mér og sagði: „Láttu mig sjá um þetta, stjóri.“ Frá þeim degi hafði ég þá í vasanum, ég heimtaði leiðslur, hnall, bor, benzín, olíu, hvellhettur og annað, samkvæmt leiðbein- ingum, sent fylgdu með. Þetta var gott sprengiefni, alveg hættulaust (en það sagði ég auðvitað engum), ég heimtaði hærra kaup og tók mér við og við hádegisblund í vinnutímanum, þó nóg væri að gera. Ég fór að lesa eðlisfræðina upp aftur og brilli- eraði nú sem óðast fyrir körlunum, enda skriðu þeir nú fyrir mér og smjöðruðu fyr- ir vizku minni og hæfileikum. I hvert skipti sem ég þurfti að sprengja, og það var oft, rak ég þá hæst upp í ljall, skjálfandi af hræðslu, sjálfur var ég eins nálægt spreng- ingunni og ég framast þorði. Einn daginn voru þeir að skoða sprengiefnið, þegar ég kom frá miðdegisblundi. Ég hljóp að þeim. „Passið ykkur, þetta getur sprungið framan í ykkur.“ Djöfull urðu þeir hræddir. Svo fór ég að fylla holu nteð sprengiefninu. „Þetta þolir ekki minnsta högg,“ sagði ég og hamaðist við að þjappa því saman af öll- um kröftum. Þeir hörfuðu frá. Ein túba varð afgangs hjá mér, og ég henti henni til baka í kassann rétt hjá þeim; þá tóku þeir til fótanna. Við drukkum kaffi saman, 02: einu sinni spurði einn þeiiæa: „Hvað ætli séu nú mörg tonn af rnold og grjóti komin upp úr þess- um skurði?“ Ég þóttist reikna í huganum: „Svona 5000 tonn“, sagði ég. Karlarnir gláptu, ég herti á: „Og hvað ætli vatnsleiðslan gæti afkast- að miklu, ef hún væri virkjuð? Ja, látum okkur sjá, svona 100 kílówött". Þetta hafði ég raunar reiknað út lieima með gífurlegri fyrirhöfn. Þetta var nóg. „Það er munur að vera 64 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.