Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 11

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 11
PEBE (BARNASAGA FYRIR FULLORÐNA). „Ég segi ykkur satt, hann er alveg stór- merkilegur. Frá því í gær hefur hann lært ljölda orða og jafnvel heilar setningar, og ég er þess fullviss, að hann hefur mikla skynsemi til að bera.“ Búandkarlarnir litu til skiptis á Gronna gamla og páfagaukinn, og svipur þeirra lýsti efasemdum og jafnvel tortryggni, en þá lagði páfagaukurinn kollhúfur og sagði. „Mikla skynsemi til að bera.“ „Ég hef ekki ennþá sagt ykkur, hvernig mér barst hann í hendur',, hélt Gronni áfram. „í gærmorg- un, þegar ég var að leggja af stað út á ak- urinn, heyrðist mér bankað á útidyrnar. Ég var ekki viss, en fór samt fram, og hvað haldið þið að ég hali séð. Á tröppunum sat Pebe, og livort sem þið trúið mér eða trúið mér ekki, þá er það sannleikur, að ég sá stóran stork fljúga burt.“ „Hversvegna Iieit- ir liann Pebe?“, spurði einn búandkarlanna. „Já, það er nú það einkennilegasta af því öllu sarnan," Gronni lækkaði röddina, eins og hann væri að segja frá leyndarmáli. „Hann kynnti sig. Ég spurði um nafn, og þá sagði hann blátt áfram Pebe. Þið kann- ski trúið mér ekki, en það get ég svarið.“ „Pebe, það get ég svarið," sagði páfagaukur- inn lágróma. Og nú trúðu allir búandkarl- arnir. Þeir virtu Pebe fyrir sér með lotn- ingu, þar sem liann sat í gluggakistunni og horfði spekingslegur yfir bleika akrana og undursamleg sólarlagslitbrigðin. „Er hann ekki dásamlegt furðuverk?“, sagði Gronni, en enginn svaraði honum, því svona löguð- um spurningum þarf ekki að svara. Pebe varð brátt frægur, og frægð hans óx með degi hverjum, og til þess að Pebe fengi ein- livern skerf þess vísdóms, sem í dag er mest í hávegum hafður, keypti Gronni Þúsund spakmæli, og las úr þeirn á hverju kvöldi fyrir Pebe, er var hinn námfúsasti. Svo, þeg- ar gestir komu í heimsókn, settist hann í gluggakistuna og ruddi úr sér spakmælum um lífið og tilveruna, um leið og hann virti fyrir sér akrana, sem nú voru að taka á sig blæ haustsins. Spekin gróf um sig í djúpi hjarta þeirra, er á liann hlýddu. Og þegar þeir koniu aftur til síns heima, sögðu þeir öllum frá þessum stórmerkilega páfagauk. Margir trúðu, en þó voru alltaf einhverjir vantrúaðir, og héldu þeir sömu því fram, að Pebe bergmálaði aðeins það, sem hann hefði heyrt aðra segja. Ut af þessu spruttu deilur, og var jafnvel skrifað urn það í blöðin, bæði með og rnóti. Það varð til þess, að vísindin skárust í leik- inn, og prófessor nokkur, gáfaðasti maður norðan Alpafjalla, var fenginn til að skera úr um það, hvort Pebe hugsaði eða hugsaði ekki. Hann kom einn góðan veðurdag í steikj- andi sólarhitanum með reg'nhlíf og klof- stígvél og hóf þegar rannsóknir sínar. Yfir- heyrði hann Pebe í sjö daga, liugsaði sig um í aðra sjö daga og kvað þá upp úr um það, að Pebe væri skynsemi gædd vera. Hann hugsaði, en það svo mjög frumlega, að enginn gæti skilið hann nema djúpvitur og hálærður maður. Svo fór prófessorinn og gleymdi regnhlíf- inni sinni. Árið leið, og þegar hér var komið sögu, gat Pebe þrusað heilar ræður um hrossarækt og mjólkurbú, en það fannst Gronna sár- grætilegt, að allur lærdómur hans varð ekki til neinna nota, og braut hann heilann mik- ið um það, hvernig hann gæti haft fjárhags- legt gagn af Pebe. Hann skrifaði því kvik- myndafélögunum og sótti um leikarastarf fyrir Pebe, en fékk það svar, að kvikmynda- MUNINN 59

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.