Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 13

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 13
Sveinn Þórarinsson flytur þakkarávarp. yrði þar sem prúðmannlegust og snyrtileg- ust. Skólameistari þakkaði byggingameistar- anum, Stefáni Reykjalín, fyrir ráðsnilld og skörungsskap í starfi og sömuleiðis yfir- smiðnum, Flosa Péturssyni, sem hann kvað hafa unnið skólanum mörg handtök. Þá lauk hann lofsorði á Svein Kjarval arkitekt, er teiknaði stofuna, fyrir srnekk- vísi í öllum frágangi hennar. Því næst tók til máls inspector scholae, Sveinn Þórarinsson. Hann flutti þakkir fyr- ir hönd nemenda og hvatti þá jafnframt til að sýna í verki, að þeir hefðu nægan þroska til að umgangast húsakynni sem þessi. Sam- komunni lauk með píanóleik Jóliannesar Vigfússonar, nemanda í 3. bekk C. Skipuð hefur verið nefnd, er hafi á hencli umsjón með setustofunni og stjórni rekstri hennar. I nefnd þessari eiga sæti: Þórarinn Björnsson skólameistari. Kristján Kristjánsson 6. S. Einar Kristinsson 6. S. Kristján Olafsson 5. S. Sigrún Hannesdóttir 5. A. Þráinn Þorvaldsson 4. S. Ragnar Sigbjörnsson 3. B. R. K. STUNDVÍSI Á seinni árum hefur talsvert verið rætt og ritað um stundvísi eða öllu fremur ó- stundvísi Islendinga. Hún er nú orðin svo mikill löstur á þjóðinni, að okkur er til stórskammar. Útlendingar, sem til landsins koma, hafa gjarnan orð á því, hve óstund- vísi sé áberandi jafnt á æðri sent lægri stöð- um. Er svo komið, að hvers konar samkom- ur eru gjarna auglýstar allt að klukkutíma fyrr en æskilegt er talið að þær hefjist. Enda er reynslan sú, að engurn þykir taka því að mæta fyrr en í fyrsta lagi hálftíma eftir auglýstan tíma. Reyndar eru kvik- mvndahúsin undantekning frá þessu, því að vilji menn ekki missa af neinu, verða þeir blátt áfram að mæta tímanlega. Ætlunin var að minnast örlítið á stund- vísi hér í skólanum, sem líklega má þó telj- ast furðu góð. Reyndar er ekki óalgengt, að nemendur séu að tínast í tíma allt að tíu mínútum eftir að hringt er inn (einkum í fyrsta tíma á morgnana og eftir hádegi). Er slíkt að sjálfsögðu afar óþægilegt fyrir þá, sem þegar eru komnir og byrjaðir að meðtaka vizku kennarans. En það eru fleiri en nemendur, sem eru óstundvísir hér í skóla. Ymsir kennaranna eru allóstundvísir bæði í og úr tímum. Þeir eiga, ekki síður en nemendur, að vera stundvísir, og sízt skulu þeir vera til fyrir- ntyndar í óstundvísi. Það er ekki skemmti- legt að lieyra setningu eins og þessa hjá nemanda, sem orðinn er of seinn í tíma: „Uss, þetta er allt í lagi. Hann X er í þess- um tíma, og hann kemur alltaf of seint.“ Er hér með skorað á kennara að vera stundvísir bæði í tíma og úr þeim, þá þurfa hvorki þeir né nemendur nokkrar uppbót- arfrímínútur. T. T. MUNINN G1

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.