Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 18

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 18
HEYRT 0G SÉÐ Þátturinn er hafinn. Hinn 4. desember kom á Sal Bernharð Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður, og ræddi um Hannes Hafstein, sem þennan dag átti aldarafmæli, í skemmtilegu og fróð- legu erindi. Síðan lásu Ragnheiður Heið- reksdóttir og Rögnvaldur Hannesson upp kvæði eftir Hannes, og sungin voru nokkur lög við ljóð eftir Hannes. Salurinn stóð í tvo tíma, flestum til mikillar ánægju. Málfundur var á Sal að kvöldi hins 8. des., og var rætt unr setustofuna. Fundar- stjóri var Kristinn Jóhannesson, en fram- sögumaður Rögnvaldur Hannesson. Um- ræður voru með furðu mikilli skynsemi og allfjörugar, t. d. töluðu tvær stúlkur. Síð- astur talaði skólameistari. I fundarlok voru samþykktar fáeinar ályktanir um rekstur stofunnar. Snemma í desember hófst á nýjan leik söngkennsla, eftir að hafa með öllti legið niðri um nokkurra ára skeið. Kennslan fer fram í setustofunni nýju, en frá vígslu henn- ar er sagt á öðrum stað hér í blaðinu. Her- mann Stefánsson annast söngkennsluna, sem nær einungis til efri bekkjanna, og er þar ein stund í viku. Laugalandsboðið \'ar þ. 9. desember. Héldu þá 53 piltar, þar af 39 úr 6. bekk, og 16 stúlkur úr 6. bekk fram í Laugaland í boði íbúa þess staðar. Þess er rétt að geta, að skólameistari og Guðmundur Karl voru með í förinni. Þá er fram eltir var komið, hófst hinn mesti gleðskapur, sem allir tóku virkan þátt í. Heyrzt hefur, að. . . . Að minnsta kosti var mest sungið á heimleið- inni: ,,De var alle sammen. . . .“ Annar málfundur var á Sal kl. 5 þ. 10. des., og var rætt um hið svonefnda sjón- varpsmál, sem mjög er nú á döfinni hér- lendis. Til máls tóku óvenju rnargir, eða alls 15 menn og konur, en umræður urðu þó ekki sem fjörugastar, þar eð nær allir voru sammála um að leggjast gegn fyrirhug- aðri stækkun sjónvarpsstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Það bar til tíðinda hinn 15. desember, að út komu tvö blöð í skólanum sama daginn, Gantbri, 1. (og sennilega eina) tölublað 6. árg., og 2. tbl. Munins. Þetta varð til þess, að menn áttu tiltölulega hægt með að bera þessi tvö blöð saman. Jólavaka var á vegum Hugins á Sal að kv'öldi 15. des. Sr. Birgir Snæbjörnsson pré- dikaði, skólakórinn söng undir stjórn Her- manns Stefánssonar, og Jóna Burgess las upp jólasögu eftir Jón Trausta. Fór það allt liið bezta fram. Ekki var fjölmennt. Jóladansleikur var á Sal laugardaginn 16. des. á vegum 4. bekkjar. Fluttir voru nokkr- ir stuttir leikþættir, og seinna komu tveir jólasveinar í heimsókn, og höfðu þeir í lrammi söng og fíflskaparlæti. Síðan var dansað af kappi. Upptaka á keppni M. A. og Verzlunar- skólans í Spurningakeppni skólanema fór fram á Sal að kvöldi 17. des. Lið M. A. tap- aði. Útvarpað 7. jan. Jólaleyfi var formlega gefið 19. des., en margir fóru raunar heim daginn áður. Kennsla hófst að nýju 5. janúar 1962. Var Salur kl. 9 um morguninn, þar sem skóla- meistari bauð nemendur velkomna úr jóla- leyfi. Æfingar á skólaleiknum, „Lífsgleði njóttu“, hófust 11. janúar, en þann dag kom leikstjórinn, Jónas Jónasson, norður. Laugardaginn 20. jan. var gefið lrí úr síðasta tíma fyrir mat, svo að menn gætu horft á úrslitaleik í blakmóti skólans í leik- fimihúsinu. Menn fjölmenntu og æptu. Nú er þar til máls að taka, að er leið að 66 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.