Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 20

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 20
LAUSAVISNAÞATTU R Enn hefur lausavísnaþátt. Maður einn, sem ekki finnst gæta nógrar lífsgleði lijá menntlingum, sendir þeint þessa ádrepu: Þó að liart sé heimi í og harla lítið gaman, leitumst við að leyna því og lifum kátir saman. Annar heiðursmaður, vel í meðallagi kvenhollur, biður skólabræður sína að muna, að Þeir sem fljóði og fögrum óð fjendur eru svarnir, verða alla ævislóð öðrum leiðigjarnir. Svo bar til núna á dögunum, að maður einn leitaði á fund stúlku nokkurrar. Þeg- ar til kom, varð stúlkan honum ekki svo leiðitöm, sem hann hefði kosið. Greip hann í vandræðum sínum til þess að minna hana á lyrri fundi þeirra: Endurminning ein frá þér á minn liuga sótti. Þig að faðma man ég mér mikil gleði þótti. Þetta dugði þó ekki, svo að maðurinn tók að skýra sinn málstað eftir föngum: Þótt sýni ég þér svik og tál í sollinn reyni að toga, alltaf skal mitt ástarbál á arni hjartans loga. Stúlkan fór að láta undan síga, en mað- urinn leitaði eftir sýnu fastar en áður: Vona minna vænsta dís vökukonan bjarta hefir göfgi, eld og ís og ást í sínu hjarta. Varð nú samkomulagið svo sem bezt get- ur orðið. Hér er svo vísa eftir einn léttlyndan: Þeir, sem ungir elska synd engum haldnir trega, teyga glaðir lífsins lind og lifa bærilega. Þetta er ort til broshýrrar stúlku (þær eru það nú reyndar flestar): Brosið þitt mér birtu veitir, bjarta hrund, í sárum raunum. Mér er sama, hvað þú heitir, hljóti ég það að kvæðalaunum. Hér kemur heilræði, sem maður skyldi halda, að stærðfræðingar gætu lit'að eftir: Lífinu skal lifa svo að leynist hvergi brestir stórir. Leggðu saman tvo og tvo og tryggðu það að komi út fjórir. Þessi vísa á við tíðarfarið, sem er ekki sem bezt: 68 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.