Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 9

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 9
inrar. Og ég vil taka fram, að æskan í daa; er eins og hún hefur alltaf verið. Alls ekki verri. Hún hefur bara meiri tækifæri núna. Aður urðu unglingarnir að fara að vinna strax.og þeir gátu. Það hafa ávallt verið slæmir ungh’ngar innan um. o o — Hvernig heldurðu, að þér yrði við, ef það kviknaði í skólanum? — Ég held ég tæki því með ró. Ég inundi reyna að setja aðvörunarkerfið af stað og hringja á slökkviliðið. F.n skólinn mundi loga fljótt. — Já, það er hætt við því. En eigttni við nú ekki að snúa okkur að öðru. Þú hefur fengizt við að gera vísur, er ekki svo? —Ójú, áður fyrr gerði ég það, en ég er steinhættur öllu slíku. Ég nenni ekki leng- ur að hugsa. En ég orti aldrei skammavísur, nema þegar ég svaraði nafna í brúarvinn- unni. Ég lofaði honum alltaf að byrja. Nú hugsar Sigurður sig um nokkra stund, en bætir síðan við: — Nei, ég held ég sleppi því að fara með vísuhnoð fyrir þig, eins og kerlingarnar gera, þegar höfð eru viðtöl við þær. En í staðinn geturðu fengið smásögu, ef þú vilt. Bæring liét maður nokkur hér í bæ. Eitt sinn var hann á ferð að kvöldi til og dró á eftir sér sleða. Er hann kom út á móts við Gilið, mætti hann síra Geir Sæmundssyni vígslubiskupi, sem kom neðan af bryggju með son sinn. Strákur var óþekkur og stimp- aðist á móti. „Gott kvöld, síra Geir.“ „Gott kvöld“, anzaði Geir, en hafði um leið nærri misst af stráksa. Þá sagði Bæring: „Það hef- ur hver sinn djöful að draga.“ Það er nú nokkuð liðið á nóttina, og ég verð að draga mig í bólið, ef ég ætla ekki að sofa í öllum tímunum í fyrramálið. En með- an ég hef staðið við á kennarastofunni, hef- ur Sigurður farið eina lerð upp í Heimavist og tvær um skólann. Ég þakka honum fyrir skennntilega stund og býð góða nótt. /■ Ó. SKRJÁF í SKRÆ9UM „Polartrekanten til en given trekants polartrekant er den oprindelige trekant." (Lærebog í Stereometri). „Eldfjallaaska safnast í ólagskipt lög.“ (Jarðfræði). „Dærni 19: Finn hraða kúlunnar í dæmi 18, þegar hún veltur niður skáborðið í dæmi 17.“ (Heimadæmi í eðlisfræði handa 6. S. eftir J. H. J.). „Talið er, að orðið fjpr hafi merkt: rif. ... af sömu rót er firar: menn, senr ætti þá að tákna þá, sem gerðir eru af rifi, sbr. sögnina um Evu í Gamla Testament- inu.“ (ísl. málfræði lianda æðri skólum). „En kat kommer altid ned pá benene." (Fysik IL). „Hvor meget kommer en elev for sent i skole, hvis han retter sig efter stedets lokal- tid?“ (Astronomi). „Mouse: an animal similar to but smaller than a rat. . . .“ „Rat: an animal much like a mouse, but larger." (The Advanced Learner’s Dictionary of Current English). „Kaupmenn eru sjaldan riðnir við stór- brotinn skáldskap.“ (Fornísl. bókmennta- saga). „Um margt mátti clreyma við dimmblátt vatnið og angan frá nýlaufguðum skógi, þegar kvöld og morgunn mættust á sólroðn- um fjöllum." (íslendingasaga). „. . . . þá seldu margir honum syni sína. . . .“ (íslendingasaga). „Flóra, nafn blómagyðjunnar grísku . . .“ (Plöntulandafr.). „Blómagyðjan Flóra.... og Quirinus, verndargoð Rómar, samsvör- uðu ekki heldur neinum hellenskum guð- um.“ (Fornaldarsaga). MUNINN 57

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.