Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 8

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 8
DREGGJAR Regnið streymir niður, linnulaust. Það seytlar niður gluggarúðurnar, safnast í polla á gangstéttunum. Það rennur niður um svelgi götunnar og sogar nreð sér hálfreykta vindlinga og útbrunnar eldspýtur. Glugginn minn veit út að götunni. Það er fjölfarin gata, ein mesta umferðargata bæjarins. I hvert sinn sem ég lít út um gluggann, sé ég endalausar raðir alls konar bifreiða. Þar eru stórar bifreiðir og litlar, fallegar og ljótar, nýjar og gamlar. Á gang- stéttinni er iðandi iíf: Mikilúðlegir brodd- borgarar með vindil í munni, silfurbúinn staf og pípuhatt. Ungar stúlkur, skríkjandi af fögnuði yfir dásemdum lífsins. Strákar í nýjum buxum, glottleitir og undirfurðuleg- ir, stoltir og feimnir í senn. Ef til vill hvíla augu þeirra á laglegri stúlku, sem gengur á undan þeim; auðvitað þora þeir ekki að nálgast hana. Þetta margbreytilega mannlíf, sem blasir við mér hverja stund, hefur þó engin áhrif á mig, ég má ekki eyða tíma í að horfa á það. Starf mitt er svo mikilvægt, að ég get ekki látið neitt glepja mig frá því. Já, starf mitt er mikilvægt, að minnsta kosti álít égþað sjálfur. Ég glotti í kampinn, þegar ég minnist þess. Ef til vill kæmi sá dagur, að það starf, sem ég leysi af hendi hér, innan þessara veggja, verði nreira rnetið en starf alls þess nafnlausa rnúgs, sem hraðar för sinni á gangstéttunum, berst við regn og storm, æðir í blindni út í regnið, aðeins til þess að skrapa sanran fyrir sínu daglega brauði. Já, kannske yrði ég einhvern tíma fræg- ur, það lrafði mig alltaf dreymt unr. Auð- vitað vissi ég, að sú braut, senr ég lrafði ákveðið að ganga, var þyrnunr stráð. En það skipti engu, ekkert skyldi fá nrig til að vanrækja köllun nrína, ekkert. Mig hafði alltaf dreynrt um að verða skáld, frá því að ég nrundi fyrst til. Fyrstu ritsmíðar nrínar fóru auðvitað beint í rusla- körfuna. Svo fór ég að senda smásögur og Ijóðtil tímarita, en fékk það allt endursent. En ég gafst ekki upp. Allt varð að víkja fyrir skáldskapnunr, námið, starfið, allt. Loks lreppnaðist mér að fá birta eftir mig snrásögu, og þá var ísinn brotinn. Síðan lref ég getað dregið franr lífið nreð því að skrifa í blöð, auðvitað lil’i ég engu kónga- lífi, langt frá því. En samt hefði þetta allt verið í lagi, ef Amor liefði ekki konrið til sögunnar og truflað nrig. Það er undarlegt lrvað ölvíma einnar nætur getur dregið langan dilk á eftir sér. Auðvitað gat ég ekki dregizt nreð kvenmanninn. Ég varð að láta lrana sisfla sinn sjó. En lrvað yrði unr krógann? Ja, lrún gæti séð um hann á einhvern hátt. Annars var Dísa ekki svo afleit, en það er ónrögulegt fyrir skáld að láta bindast á klafa heimilis og fjölskyldu. Nei, skáldin eiga að vera frjáls og óháð, þeirn á að vera heimilt að taka og njóta og sleppa síðan. Annars höfðu ritsmíðar mínar hlotið all- góða dónra, ég þurfti ekki að kvarta yfir því. Nú senr stendur er ég einnritt með bók á prjónunum og stend í samningum við út- gefanda. Hann er ekki meira en svo fús að leggja í fyrirtækið, heimtar tryggingu, aftur tryggingu. Þessir útgefendur eru leið- indafuglar og erfiðir viðfangs. En sanrt geta skáldin ekki verið án þeirra, það var þó hart. Um þessar nrundir lifi ég allgóðu lífi. Ný- lega birtist eftir mig saga í víðlesnu blaði, hún gaf mér góðar tekjur. Auk þess þykir nrér þægileg tilfinning að vita fólk snúa sér við á götu, horfa á eftir nrér, benda og hvísla sín á nrilli: „Þetta er skáldið.“ 32 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.