Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 10

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 10
Við gröf óþekkta hermannsins Washington í febrúar. SNJOFOL á jörðu og trén blaðlaus, en tekið að hlýna í veðri. Við ökum, sem leið liggur að gröf óþekkta hermannsins. Þar á að fara að skipta um vörð, og það ku vera eftirtektarvert. Washington er fögur borg með mikið af hvítum minnismerkjum, og hér göngum við upp breiðar hvítar tröpp- ur upp að gröfinni. iÞað er reyndar engin gröf, heldur marmarakista á stalli, hvít og fögur. Islendingurinn nemur staðar og lit- ast um, hér er eittlivað nýtt að sjá fyrir liann. Við veitum athygli veru nokkurri, sent gengur bísperrt með byssu um öxl eins og eftir þráðbeinni línu, taktföstum, öruggum skrefum, svo að vart skeikar unr sentimetra, unz komið er að ákveðnum stað. Þar er numið staðar og byssunni skellt niður, svo að hriktir í. Síðan snýr veran sér um ná- kvæmlega níutíu gráður, ber höndina upp að húfuskyggninu og heilsar. Eftir litla stund er aftur snúið um níutíu gráður, svo að samtals eru þær þá luindrað og áttatíu gráðurnar, og innan lítillar stundar endur- tekur sagan sig. Staðurinn er afgirtur með gljáfægðum járnkeðjum, og ég fer að hugsa um, hvort þessi vera sé enn eitt tákn fullkomleika tækninnar, vél í mannslíki, sem gengur eft- ir ómennskum, beinum línum, en einungis beinum. Ég er byrjaður að dást að tækni- undrinu í huganum, þegar veran allt í einu byrjar að tala: „Here lies the unknown soldier in honored glory, knotvn but to God.“ Ég byrja að efast, og geri mér brátt grein fyrir því, að hér er á ferðinni vera af holdi og blóði. ]á, nrikil eru kraftaverk agans, og án lrans væri erfitt að drepa menn á skipulagðan hátt og uppfylla þannig skyldur sínar við Guð og samfélagið. Og hvar er meiri nauð- syn á þráðbeinum línum án minnsta hlykks? Skipanirnar koma að ofan og skulu hitta beint í mark, og vei þeim, sem ekki fylgir línunni, annars er hann kominn í tölu f jandmannanna og skotinn eins og hundur af: sínum samherjum. Og ef vindurinn sveigir braut blýkúlunnar, æ, þá l'er illa, Jr\ í að þá verður líklega ekki hitt í mark. Já, Jretta er nú sannarlega nokkuð, sem maður sá ekki heima. Hugsa sér, svo mikill var vesaldómur íslendinga á liðnum öld- um, að þeir týndu niður þeirri göfugu íþrótt að drepa menn á riddaralegan hátt og eiga í stríði. En nú hafa þeir nóg til fæð- is og klæðis og Jrar að auki komnir í gott samband við umheiminn, svo að við skulum bara bíða og sjá, hvort ekki verður hægt að bæta úr þessu með góðum vilja og tilstyrk góðra manna. Og ekki má gleyrna aganum. Hann vantar nefnilega svo til alveg. Hér þarf greinilega úr að bæta og ala þjóðina upp í góðunt siðum. Fyrst og fremst að kenna henni að hlýða og það skilyrðislaust. Ekki alltaf þetta röfl um hvers vegna og til livers. Það kemur ekkert málinu við, fyrir því verður séð, auk þess sem allar vífilengj- ur tefja tímann. Vertu feginn, að einhver tekur af Jrér óntakið, svo að þú Jrarft ekki lengur að hugsa. Það getur nefnilega leitt menn út á villigötur, og þá er betra að halda sig á mottunni. „Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur,“ segir mál- tækið. En hvar vorum við nti staddir? I menn- ingarríki á tuttugustu öld við gröf hins óþekkta hermanns, sent Guð er sagður hafa velþóknun á. Það er verið að skipta um vörð. Það hriktir í byssununr, þegar þær smella í steininum. Ganga skulu menn eftir beinum línum og stanza á fyrirfram ákveðn- ‘Í4 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.