Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 19

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 19
kvæmt enskum stjórnmálalögmálum hlýtur að reka að því, að Verkamannaflokkurinn fari að komast í stjórn. — iÞú hefur auðvitað ekki farið varhluta af hamaganginum út af Kúbu? — Ég var einmitt staddur í London þá frægu helgi, — hann brosir og fitlar við C. N. D. merkið í jakkahorninu — og lenti þar á ólöglegum útifundi á Trafalgar Square. Fundurinn átti að haldast á laugar- degi, en lögreglan bannaði. Samt fylltist torgið af fólki, og nokkrir hátalaramenn byrjuðu að tala. Lögreglan reyndi að hand- sama þá, en mannfjöldinn þrengdi sér í kring og varnaði þeim aðgöngu. Var kven- fólkið sérlega aktíft. Þröngin var ferleg. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Upp úr þessu var svo haldið oní White Hall, en lögreglan hafði þá myndað varnarlínu yfir þvera göt- una. Réðust menn á hana, og þar upphófust slagsmál, sem enduðu með niðursetu. Þarna handtók lögreglan 150—200 manns og sýndi allmikið brútalitet. Til dæmis var fólk rif- ið npp á hárinu og var blóðugt eftir. Dag- inn eftir var svo geysilega stór mótmæla- ganga, — lögleg — frá Albert Hall niðrá Trafalgar, til að mótmæla kjarnorkuvopn- um. Virðist mér allt benda til þess, að þessi hreyfing væri í miklum uppgangi, ekki sízt nteðal ungs fólks 02; menntamanna. — Hvað er annars að frétta af ntenning- unni? — Enska þjóðin virðist skiptast í tvo hópa hvað það snertir. Annarsvegar eru þeir sem geta tileinkað sér menningar- straumana, en hinsvegar þeir sem standa utangarðs. Virtist mér í fljótu bragði sá hópurinn vera allmiklu stærri. Tíðindi úr bókaheiminum eru þau helzt, að í 1 jóðlist virðist hið nýja form vera ríkjandi. Af gamla skólanum eru víst aðeins þrjú skáld, sem eittlivað kveður að. Þau eru öll nýbúin að gefa út bækur. Annars virðast eftirstríðs- þankar og pessimismi vera ríkjandi, og tölu- vert gætir franskra áhrifa. Mest umtöluðu 'bækur um þessar mundir eru Life at tlre Top, senr er í framhaldi af Roonr at tlre Top og Ævisaga Edens. Nú, hvað viðkenr- ur kvikmyndum, þá stóð hin árlega kvik- myndahátíð yfir í London. Þar hafði ég tækifæri til að sjá eina nrynd franska og síðar tvær afburða góðar myndir, Svo senr í spegli Bergmans og Beitiskipið Ponrtekin eftir Eisenstein. Þær Iröfðu nrikil áhrif á nrig. Annars virtust mér kvikmyndahús nrest sótt til jress að kjá í, því húsnæðisskort- ur er nrikilk í leikhúsinu gekk auðvitað Shakespeare og svo Becket og Brecht. John Osborne og fylgifiskar lrans eru líka töl- verðra áhrifa í ensku leikhúslífi. — Hana, nú má eg ekki vera að þessu lengur, ég þarf að fara að éta. Ef þú vilt fá þetta vanalega um nrismun landanna, þá var sá helztur, að þarna var yfirleitt töluð enska. Og þar nreð slapp hann. Kristinn. Enska, 4.m.: A husky voiced gentleman witlr a rough face, rvdro had been eating out of a sandwich box.... Björn Pálsson: Hás- raddaður rnaður nreð hrukkótt andlit, senr hafði verið étandi úr síldardós. . . . muninn 43

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.