Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 22

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 22
Annáll skólans Skólinn var settur 2. okt kl. 13.30. Skóla- meistari skýrði frá breytingum á kennara- liðinu, og voru þær allmiklar í þetta sinnið. Tveir fastir kennarar hurfu á brott frá skól- anum og báðir til Reykjavíkur. Voru það Skarphéðinn Pálmason og Friðrika Gests- dóttir. Skólameistari þakkaði þeim vel unn- in störf í þágu skólans og óskaði þeim gæfu og gengis í starfinu. Tveir nýir kennarar voru settir, það voru Helgi Jónsson og Frið- rik Sigfusson. Nýir stundakennarar eru: Há- kon Loftsson, sem korninn er aftur úr utan- landsferð, Héðinn Jónsson, Hólmgeir Björnsson, Hörður Kristinsson, Bryndís iÞorvaldsdóttir og Ingibjörg Þórarinsdóttir. Aðalstarf Ingibjargar er þó að vinna á skrif- stofu skólans og hafa umsjón á kvennavist- um. Stundakennarar, sem létu af störfum, voru Þórhildur Steingrímsdóttir, Helgi Hallgrímsson, Kristján Árnason og séra Pét- ur Sigurgeirsson. Nemendur skólans munu vera um 440 í vetur, og skiptist skólinn í 17 deildir og eina brifræðideild. I. bekkur hefur nú verið lagður niður, og er ætlunin að losa skólann við miðskóla- deildina á næstu tveimur árum, einn bekk í einu. I heimavistinni búa nú 177 nem- endur, og munu um 250 manns borða þar. Heimavistarfundur var haldinn fimmtu- daginn 4 .okt. kl. 8.30 e. h. Skólameistari talaði til íbúa heimavistarinnar og greindi frá siðvenjum hennar og lögum. Skýrði hann frá þeirri nýlundu, að nú væri reyk- ingamönnum búið herbergi í kjallara heimavistarinnar og væri Jrað þá eini stað- urnn, sem reykja rná á innan byggingarinn- ar. Einnig hafði verið ákveðin sii breyting, að nú skyldi heimavistunum lokað kl. 10 hvert föstudagskvöld, og væri ætlunin að helga hreingerningum það kvöld. Föstudaginn 5. okt. hóf Hermann Stef- ánsson þrælaverzlun sína. Fyrstur var seldur í ánauð 6. bekkur S og síðan hver af öðrum. Fyrsti dansleikur skólaársins var haldinn í setustofunni sunnudaginn 7. okt. Var það Vistarball og fór vel fram, þótt heldur væri heitt, eins og oft vill verða á dansleikjum í setustofunni. Þriðjudaginn 9. okt. voru sjöttubekking- ar sendir úr byggð, og var Gísli á Sleitustöð- um fenginn til að aka ]:>eim í Mývatnssveit. En það tókst ekki betur en svo, að þeir voru sendir um hæl daginn eftir. Tolleringar hófust svo loks föstudaginn 12. okt. að undangengnum margvíslegum undirbúningi. Fyrstur varð til að fljúga 3. bekkur E. Er líða tók á tolleringarnar, sást, að blóðþorsti manna var heldur mikill, og til tals kom að banna þær, en af því varð Jró ekki, heldur voru þær leyfðar undir eft- irliti, og datt Jrá botninn úr Jreim. Laugardaginn 14. okt. var fyrsti opin- beri dansleikurinn á vetrinum haldinn. Sáu fimmtubekkingar urn hann. Hann hófst kl. 8 með kynningarvist, síðan var tízkusýning, og loks var dansað fram eftir nóttu. Sprikl það, er sumir nefna frjálsíþrótta- mót skólans, var framið dagana 14. og 15. okt. Þar voru sett mörg met, bæði persónu- leg og ópersónuleg. Aðalfundur F.Á.L.M.A. var haldinn 16. okt. og kom fálmurum saman um að veita Magnúsi Kristinssyni formannsstöðuna sak- ir áhuga á málefninu. Önnur félög, svo sem taflfélagið og bridgefélagið, hafa einnig' haldið aðalfundi sína. 18. okt. upphófu menn söng, og var ætl- unin að knýja frarn mánaðar-frí. Haft er fyrir satt, að kennarar hafi einnig sungið. Hringt var á Sal og var samþykkt að hafa mánaðarfrí daginn eftir. Síðan var sunaið út þann tírna. Málfundur var haldinn í setustofunni þann 21. okt. og var rætt um skólamál. Sig- 46 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.