Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 9

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 9
En samt ætla ég mér veglegra hlutskipti en skrifa fyrir þennan lítilsiglda lýð. Eg liafði sett markið hærra, og ég myndi keppa að þeim tindi ,sem við blasti. Ég þríf pappír og penna. Nú er hugur minn fullur af skáldlegum hugmyndum. Penninn rennur viðstöðulaust áfram, og brátt er komið ljóð á pappírinn. Ég velti um stund vöngum yfir því, virði það fyrir mér með velþóknun. Myndi þetta vekja at- hygli? Jú, eflaust. É<í stend á fætur 02: srens; fram o? aftur urn gólfið. Innblásturinn er liðinn hjá. Hu gur minn er einkennilega tómur og ó- skáldlegur. Andinn rnegnar ekki lengur að hefja sig til flugs. Skyndilega birtist mér mynd fyrir liugar- sjónum. I3að er mynd, sem ég þekki vel. Hún er af ungri stúlku, sem heldur á smá- barni á arminum. Augnaráð stúlkunnar er ásakandi, en þó blíðlegt og undarlega seið- andi. I bláu djúpi augna hennar les ég djúpa hryggð, sem er ásökuninni sterkari, þögla spurn: „Hvers vegna yfirgafstu mig? Var ást þín ekki sterkari en þetta, þrátt fyrir allar skáldlegu ástarjátningarnar?" Barnið teygir fram handleggina eins og það vilji faðma einhvern, í saklausum svip þess les ég sömu ásökun, sömu spurn. Sýnin hverfur, nú sé ég ekkert nerna grá- an vegginn. Skyndilega finnst mér allt orð- ið svo viðbjóðslegt. Hugur minn er í upp- námi.hugsanir mínar allar á ringulreið. Ég æði aftur og fram um gólfið eins og vitstola maður. Skyndilega þríf ég handritið, sem liggur á borðinu, tæti það sundur og treð það undir fótum. Með fálmkenndum, ó- styrkum handtökum opna ég skúffu á skrif- borðinu mínu og dreg fram flösku, álímda skrautlegum miða. Ég þeyti tappanum af með ákefð, ber stútinn að vörunum og drekk það, sem eftir er af innihaldi flösk- unnar, eins og ég eigi líf mitt að leysa. Nú eru hugsanir mínar skyndilega skýr- ar og rólegar aftur. Ég stend nokkra stund í sömu sporum og stari fjarrænum augum á tóma flöskuna í hendi mér. Síðan 2;eng ég hægt út að glugganum og opna hann. Svalt kvöldloftið leikur um vanga minn, bless- unarlega svalandi. Ég horfi á flöskuna falla niður á gangstéttina og mölbrotna. Það heyrist einkennilegt brothljóð, sem rninnir á sárt kvein. Glerbrotin sáldrast um gang- stéttina, dreifast út á götuna. Ég horfi um stund þögull. Síðan reika ég frá glugganum, iæt fallast niður á flet mitt og græt. G. St. GAMANKVÆÐI f GÖMLUM STÍL (lag: Fagurt syngur svanurinn) „Guð lét fögur vínber vaxa“, og fór það mætavel. Gamli Nói gerjaði þau við kærleiksþel. Enginn lifir af því að lepja dauðann úr skel. Árin liðu og aldir skriðu, og fór það mætavel. Menn fóru að brugga brenndan drykk við kærleiksþel. Enginn lifir etc. Sitja nú ýmsir „öls við þel“, og fór það mætavel. Fæstir þó munu sopann sötra við kærleiksþel. Enginn lifir etc. Ýmsum bruggar örlög vínið, og fór það miður vel. Veröld fláa fæstum sýnir kærleiksþel. Enginn lifir af því að lepja dauðan úr skel. — eff MUNINN 33

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.