Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 16

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 16
ÞANKAR Ef þú rennir augum yfir hina háu stafla námsbóka þeirra, er þú helgar starfskrafta þína að vetrinum, sækir sú hugsun eflaust að þér, hversu menntaður þú munt verða, eftir að hafa numið þessi fræði samvizku- samlega. Þannig hugsa vafalaust margir nemendur þessa skóla. Sú skoðun virðist, því miður, all ríkjandi, að einkunnir í námi séu algildur mælikvarði á menntun við- komandi nemenda. Ekki vil ég samt van- meta samvizkusamleg vinnubrögð í námi, því þegar verkið er unnið verksins vegna, stundargróðinn ekki hafður sem takmark og tilgangur, skapast jarðvegur, sem sam- vizkan hefur plægt. Þar mun dyggðin ávaxta sitt pund á ókomnum árum. En orsakir þess, hversu rangur skilningur er lagður í hug- tökin menntun og menntamaður, tel ég tví- mælalaust, að ekki er gerður greinarmunur á menntun sem slíkri og þekkingu. „Þekk- ingin er undirstaða dyggðarinnar," sagði Sókrates. Eins mætti segja, að þekkingin sé undistaða menntunarinnar, en ekki, að þekkingin sé menntunin. Menntun er hinn andlegi auður, sem þekking og nánr opnar aðeins dyrnar að. Er það hverjum í sjálfs- vald sett, hvort hann gengur inn eða stend- ur fyrir utan sem áhorfandi, áhorfandi að einhverju, sem hann skynjar ekki hvað er. Hvernig skyldi svo ástandið vera í þeim efnum meðal nemenda í Menntask. á Ak? Það er vægast sagt válegt. Um það ber léleg aðsókn að bókmenntakynningum og ann- ATHUGASEMD! Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að for- síðu Munins teiknaði Tómas Ingi Olrich. Hann mun einnig velja liti á blaðið í vetur. Ritstjóm. arri andlegri fræðslu glöggt vitni. Áhuginn virðist fremur beinast að líkamsrækt og öðru veraldlegu. Mjög títt er að heyra til- vitnanir í hið hellenzka orðtak: heilbrigð sál í hraustum líkama. Slíkir menn þurfa ekki að óttast það, að kafna úr mannviti að svo stöddu. Það að leiða hugann að hinum margvís- legu vandamálum mannkynsins og óleyst- um gátum alheimsins hefur efasemdir í för með sér. Ýmiss konar þjóðfélagsfyrirbrigði og trúarkreddur verða séð í nýju ljósi og víkja oft fyrir rökréttri hugsun og rödd skynseminnar. Veldur slíkt oft andlegu upp- námi og er mörgum gjarnt að hafa horn í síðu þeirra, er eiga í slíkri baráttu. Nú kann einhver að spyrja: Er ekki bezt að losna við allt þetta hugans angur með því að leiða slíkt hjá sér? „Þú ert vitlaus, og þér líður vel,“ segir málshátturinn. Nokkuð er þetta sterkt að orði kveðið, en sannleiksneisti liggur þó að baki þessara orða. Sem sjá má stæði mann- kynið ekki á háu menningarstigi, ef allir hefðu tileinkað sér slíkan hugsunarhátt. Er það miður, ef nemendur hér í skóla temja sér slíkt. Nú stendur mannkynið andspænis stærra vandamáli en það hefur í annan tíma þurft að horfast í augu við. Andleg þekking og rannsóknir á sálarlífi hafa fallið í skuggann frá efnishyggjunni, sem gerð hefur verið að takmarki. Mannkynið stendur nú á helj- arþröm. Efnishyggjan hefur færst of mikið í fang, meira en við höfum andlegan þroska til að stjórna. Sameinumst því undir einu merki 05 gön°um ótrauð áfram á vizkunnar braut. Ef allir legðust á eitt, mun heimur- inn aldrei stíga hið örlagaríka víxlspor, og sigur skynseminnar er vís. gjebje. •10 MIININN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.