Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 21
+ GOTT BOÐ BORGARBÍÓS Á síðastliðnu hausti bauð fram- kvæmdastjóri Borgarbíós, Stefán Ág. Kristjánsson, nemendum MA á kvik- myndasýningu. Áður en sýning hófst gerði hann grein fyrir boði þessu og sagði, að nemendum MA væri heimil notkun Borgarbíós einu sinni í mán- uði til kvikmyndasýninga eða svipaðr- ar starfsemi. Síðan voru tilnefndir fjórir fulltrúar, einn úr hverjum bekk. Nefnd þessi kom síðan saman til skrafs og ráðagerða og ákvað 10 króna gjald inn á hverja sýningu til að standa straum af ýmsum kostnaði. Fyrsta verkefnið var kínversk sirkusnrynd í litum. Þar gat að líta hinar stórkost- legustu æfingar, sem byggðar eru á aldagamaili reynslu og þjálfun kín- verskra listamanna og eru hafnar yfir allan pólitískan áróður. Einnig mátti sjá brosleg atriði, þar sem tamin dýr léku listir sínar. Milli hlátraskallanna í salnunr mátti greina vantrúar-uss hjá áhorfendum, og allir fóru þaðan á- nægðir út. í Reykjavík hefur verið komið til nróts við æskuna með stofnun alls-kvns ungmennasamtaka, svo senr Ungfilm- íu og þeirrar starfsemi, er Æskulýðsráð Reykjavíkur rekur í Tjarnarbæ og gef- ið hefur mjög góða raun. Einnig hafa farið fram gagngerðar endurbætur á veitingahúsinu Lídó til hagræðis fyrir unglingana, þar sem nrjólkurbarir koma í stað vínbara. Væri það vel, ef forráðamenn Akureyrar færu að for- dæmi sunnannranna í þessu efni og veittu akureyrskri æsku sömu skilyrði. Með þetta í huga þakka menntling- ar Stefáni Ágúst framlag lrans og von- ast eftir langri og farsælli samvinnu. M. A. -----------—--------—----------+ I FELULEIK Hrakinn og þjáður ráfa ég um upplýst svið stærðfræðinnar. Ég reyni að fela mig. Ég reyni að smeygja mér út bakdyramegin. En árvökull leikstjórinn hrópar eftir mér: „Þú sleppur aldrei út.“ Ég geng aftur þreyttum skrefum út á upplýst svið stærðfræðinnar og reyni að fela mig. z Þýzka. 5.s.: . . . . vielleict káme er zuruck, nicht allein, sonder zu zweit. Ól. Ól. þýðir: Ef til vill kæmi hann til baka ekki einn heldur tveir. M U N I N N Utgefandi: Málfundafélagið Huginn. Ritstjóri: Rögnvaldur Hannesson. Ritnefnd: Kristinn Jóhannes- son, Bergþóra Gísladóttir, Sig- urður Guðmundsson, Gunnar Stefánsson. Ábyrgðarmaður: Friðrik Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Georg Tryggvason. Prentverk Odds Bjömssonar MUNINN 45

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.