Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 13

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 13
HEIMILISBLAÐIÐ 11 væri fyrir hana á hælinu. En Láru félst mjög um að kveðja kunningja sina og vini. Eftir það er Jakob Hansen kom heim, þá sagði hann sínum mönnum, hverja ákvörðun prestur hefði tekið; urðu allir allshugar tegnir þeim málalokum og leit- uðust þá við að sýna séra Kursen það á allan hátt. Nú á þessu ári hafði undarlegt samband komist á milli prestsins og sókn- armanna, einmitt það sambandið, sem hann fann að á skorti öll þau 19 ár, sem hann hafði verið þar prestur; nú var það orðið vináttusamband. Það hefði séra Kursen orðið fyrstur manna til að kannast við. Margir höfðu fylgt Láru og sjúkleika hennar með mikilli og verulegri hluttekn- ingu. Og nú er hún ætlaði að fara burl — og flestir litu svo á, að þeir mundu eigi sjá hana aftur — þá var svo mikið að- streymi fólks að prestssetrinu seinustu dag- ana, að eigi liafði sést annað eins i manna minnum. Það var eins og öll sókuin væri komin á ferð og flug. Prestskonan hæddist að þessu öllu; en til allrar hamingju, dró hún sig svo í hlé, að enginn hafði neitt af henni að segja; hún óskaði þess einungis með sjálfri sér, að þessi pestarkind færi af heimilinu, svo fljótt sem unt væri og á allan hátt lét hún Láru finna til þess, hve henni var illa við hana. Kvöldið áður en Lára færi, bað prestur ungfrú Krog að verða samferða til Vejle og um það þurfti hann ekki að biðja hana tvisvar. Með hóglæti sinu og kurteisi hafði hún verið Láru svo innan handar, að henni fanst hún aldrei geta gleymt þvi. Hún var frábær hjúkrunarkona og óttaðist eigi hið minsta eða hngsaði úl i sýkingarhættuna. Pað var þvi svo eðlilegt, að hún færi með Láru. Px-esturinn blygðaðist sín fyrir þessum ungu stúlkum, þegar hann hugsaði til þess, hve kona hans og dóttir höfðu lítið lagt i sölurnar fyrir aðra; þær höfðu alt af fyrst og siðast hugsað um sig sjálfar — verið sjálfum sér næstar. En Lára — hvei'su lílíð hafði hún eigi hugsað um að hlífa sjálfri sér, er um það var að i'æða, að gleðja aðra eða hjálpa þeim! Nú hafði lengi vei’ið inndælt og hi'einl haustveðui', og Láru hafði líka liðið dável og hélt sér vel, þrátt fyrir það, þótt svo margir yrðu til að heimsækja hana. En er vagninn lagði af slað frá prestsetrinu morg- uninn, sem til var tekinn, þá brutust tárin fram; henni félst svo mjög um þá hugsun, að nú væri hún að kveðja fyrir fult og alt. Séra Knrsen hugsaði með sér, þetta er í fyrsta sinni, sem eg hefi séð unga stúlku gi'áta, er hún átti að fara héðan. Frá hús- um og bæjum hér og þai', veifuðu menn síðustu kveðju til hennai', en sérstaklega fi'á einstæða húsinu, þar sem Jósefína dó. Lára leit þangað og veifaði á móti. Lækn- irinn kom út að vagninum og kvaddi. Allir þóttust finna á sér, að hann væri með grátstaf i kverkunum; hann var náfölur og þreytulegur. Hann stóð lengi og horfði á eftir vagninum og rétti ósjálfrátt út hend- ina til að stöðva hann. En þegar vagninn hvarf á bak við búgarð hreppstjórans, þá gekk hann hægt og hljóðlega inn i einver- una heima hjá sér, varpaði sér niður við skrifborðið sitt, brá höndurn fyrir andlit sér og grét. Hjá garði hreppstjóra kom Jöi’gen út til þeirra og bað að lofa sér að fylgjast með til járnbrautarstöðvarinnar. Hann hafði tekið miklum þroska á þessu missii’i. Hann var nú búinn að ferðast um sem framkvæmdarstjóri K. F. U. M. á þess- um slóðum og sagði fjörlega frá. Jörgen fanst hann vei'a meðal fólksins eins og fisk- ui'inn í sjónum og lofaði Láru að skrifa henni og skýra henni greinilega frá rás við- burðanna. Ungfrú Krog var hin eina, sem ekkert lagði til málanna og þótti Láru það undar- legt; en hún sá þá líka jafnfi'amt, að þegar Jörgen kom út að vagninum, þá roðnaði hún við. Var þá eitthvað komið til á milli þeirra?

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.