Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Qupperneq 16
Í3EÍM1LISBLAÐIÐ Í4 Hrannaslóð, sögur, Rvík. Bókav. Arinbjarnar Svein- bjarnarsonar. 1921. Hér sendir Sigurður Heiðdal frá sér tóli' smásögur. Þær eru allar dregnar út úr is- lenzku þjóðlífi og íer höf. yfirleítt vel með það efni, sem hann tekur sér hér fyrir hendur að yrkja um. Sögurnar eru látlaust skrifaðar, enginneldhúsrómaanblæryflr þeim og ekkert málskrúðs-hrófatildur, en þetta tvent vili einkenna um of nútiðarskáldskap vorn; ýmsar myndir, sem þar er verið að draga fram úr þjóðlífi voru, eru því eins óskyldar og ólíkar eins og lambið tófunni. Þess vegna er svo ánægjulegt að fá þessar sögur Sigurðar. Sagan »Guðmundur á Grund« á erindi til margra og er alvarleg áminning; er raunalegt, þegar miskilningur rikir milli foreldra og barna, hefi eg þekt dæmi í raunveruleikanum ekki með öliu ósvipað þessu. — Siðasta sagan, »Jón i Litlabæ« er falleg; hún sýnir fátæka dreng- inn viljasterka, og fulltíða manninn, sem kominn er til vegs og virðingar, en sem ekki ofmetnast, heldur man sína fyrri tið, þakkar Guði góðar gjafir og heldur trygð við fátæklega kotið, þar sem hann ólst upp bjá bláfátækri móður. Eg er viss um, að þessar sögur verða vinsælar út um sveitir, en eg er ekki jafnviss um, að þær falli í smekk unga fólkinu i kaupstöðunum, sem helst virðist vilja lesa það eitt, sem gleypa má í dag og gleyma á morgun. Barnasögur og kvœði, eflir Hallgrím Jónsson, kenn- ara. — Bókaverzl. Guðm. Gamalíelssonar. 1921. Margar aí þessum sögum era kunnar áður og hafa náð vinsældum, en hér er nokkrum sögum bætt við og eru þær sum- ar ágætar, t, d. sagan: »Hvor er meiri«. Hallgrími .Tónssyni er vel sýnt um að skrifa sögur fyrir börn, einnig kvæðin eru mjög lagleg og set eg hér eitt til sýnis, »Lœrðu að stýraa: »Unglingur kann ekki að stýra, Ýmsar stefnur knðrinn tekur. Flestir meta farminn dýra fyrst — þegar upp á skerið rekur. Hafðu á bátnum beztu gætur, beygðu ei í kjölfar kinna. Mundu það, að mamma grætur raölvirðu fleyið vona þinna«. Bókin fæst hjá öllum bóksölum og hefir með sér í veganesti hin beztu meðmæli Heimilisblaðisns. j. ii. Veggalmanak hefir hr. S. Á. Gislason, ritstjóri »Bjarma«, gefið út fyrir árið 1922. Þar er ritningarstaður við hvern dag árs- ins, með tilvitnun i Biblíuna; geta menn þarna daglega lesið fyrirhafnarlaust ýmsa fagra, lærdóms- og huggunarríka ritningar- staði; hverjum mánuði fylgir einnig mynd úr æfisögu Jesú Krists. Framan á almanak- inu er mynd af Jesú, þar sem hann er á bæn. — Ef einhverjir kaupendur Heimilis- blaðsins vilja, þá mega þeir snúa sér til mín og eg skal sjá um, að þeir fái alma- nakið; það kostar 2 krónur og þær verða að fylgja pöntun. Annars geta menn pantað það beint frá útgefandanum. ./. II. 1 hverri borg erlendis eru verksmiðjur, sem hreinsa föt og lita. Eru þetta bin mestu þægindi, þvi oft verða menn að kasta hálf- slitnum fötunum; hér í Reykjavík hafa margir sent þau til útlanda til þess að láta hreinsa þau. Nú er komin ein slík verksmiðja hér í Reykjavik og heitir hún »Etnalaug Reykja- víkur« og er á Laugavegi 32 B. Hafa þeir

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.