Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 17

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Page 17
Í5 HEÍMÍLI komið henni á fót, Guðsteinn klæðskeri Eyjólfsson, Sigurjón Jónsson, bóksali og Tómas Jónsson, snikkari, bróðir hans. Húsrúm er fremur litið, en öllu er þar vel fyrir komið. í einu herbergi eru tæki til uð hreinsa föt, í öðru litunartæki, í þriðja herberginu eru fötin pressuð. Þarna má hreinsa ullarföt, bómullarföt og silki, einnig húsgögn, sem klædd eru plussi. Fólk út um land getur hagnýtt sér þessi þægindi með þvi að láta póstinn flytja fatnaðinn til og frá, þann tíma, sem skipin ganga í kring um landið. Þriðjungur mannkynsins er talið að lifi að meslu leyti á hrísgrjónum. Japanar húa til pappír, sem hægt er að þvo eins og léreft. Sextíu og átta sár voru talin á frönskum hermanni, sem lagður var inn í sjúkrahús í París einu sinni á stríðsárunum. Ekki var samt maðurinn talinn í neinni lífshættu, og má þar sannarlega heimfæra máltækið, að »ekki verður ófeigum i hel komið«. í sumum héruðum í Japan auka slúlk- urnar á fegurð sína með þvi að gylla í sér tennurnar. Franskur hermaður, sem kallaður var i striðið, átti hund, af Foxterrierkyninu. Þeg- ar hann fór, skyldi hann hundinn eftir heima. En hvutti undi sér ekki vel og lagði af stað að leita hans, og hætti ekki fyr en hann hafði upp á húsbónda sínum, innan um allar miljónirnar á vígvellinum. — Þessi sami hermaður særðist í orusl- unni við Marne og lá hjálparlaus á vig- SBLAÖIÓ vellinum. Þá gerði hið trúfasta dýr hverja tilraunina á fætur annari til þess að gjöra sjúkradeild herfylldngarinnar aðvart, en illa ætlaði það að ganga. Þó fór svo að lokum, að þeir fylgdu hundinum eftir og á þann hátl bjargaði hann lífi húsbónda síns. Hjón ein í borginni Lille á Frakklandi áttu 17 syni, sem allir voru i stríðinu; ekki er þess getið hvort þeir komu allir lifandí heim aftur. Hefði öllum her Evrópu, eins og hann var 1914, verið komið fyrir á einum stað, í þéttum hermannaröðum, ásamt tilhej'r- andi vígbúnaði (hestum og fallbyssum), þá hefði sú milda herfylking náð yfir 1300 mílur. Og ef nú allur þessi her hefði svo gengið fylktu liði, þá hefði liðið heilt ár, þangað til sá síðasti kom aftur á þann stað, sem sá fyrsti stóð á, þegar lagt var af stað. Eitt sinn var verið að draga seðla um húsdýr á hlutavelfu; var þá hrópað upp Nr. 13 leitt svin /« Pá gellur við feit og digur slátrarakona mjög glöð: »Það er eg«. Auglýsing. Stúlka, sem kann að sjóða og passa börn, getur fengið vist í Úlfagötu 2. Indverskur spekingur segir: Sá kvenmað- ur, sem segir: »Eg vil ekki giftast«, hún segir álíka satt eins og köttur, sem segði: »Eg hefi andsfygð á að veiða mýs«. Sterkur hiti. I Kongó er hitinn svo mik- ill, að menn verða ætíð að gefa hænsnun- um ismola við og við, því annars verpa þær eintómum harðsoðnum eggjum.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.