Heimilisblaðið - 01.12.1922, Side 1
Meimilisbiaðið kemur
^ít einusinni í mánuði,
X2 blöð á árí, x6 síð-
■ur í stóru broti. Ar-
gangurinn kostar 5
krónur hér á landi
6 kr. crlendis.
Heimilisblaðið
Afgreiðsla Heimiftr-
blaðsins cr í Bcrg~
staðastræti 27. Hiís
ei opin allan daginn.
Útgefandi blaðsins er
til viðtals kl. i2—x.
Mælið með HeiiRÍlöi
blaðinu við vini yðar.
XI. árg.
Reykjavik í des. 1922.
12. tbl.
777 lesenda Heimilisb/aðsins.
Eg vil hér með vekja athygli yðar, heiðraðir lesendur, á því, að eg hefi byrjað
með bókaverzlun i sambandi við afgreiðslu Heimilisblaðsins og Ljósberans. og heíir
hún eingöngu á boðstólum kristilegar bækur og rit. Þó skal það strax tekið iram, að
verzlunin selur ekki þær bækur, sem véfenga áreiðanlegleik Heilagrar ritningar og neita
höfuðsannindum kristindómsins, þó þær bækur kunni að hafa yfir sér að meira eða
minna leyti kristilega blæju.
Hér fylgir á eftir skrá yfir allar þær bækur, útlendar og innlendar, sem verzlunin
hefir. Vona eg að islenzku bókunum fjölgi bráðlega. Af dönskum bókum hefi eg míkið
úrval og ílestar eftir þekta höfunda. Væri nú óskandi að menn keyptu þessar bækur
og læsu þær, fremur en útlent skáldsögurusl, sem hingað flyzt svo mikið af.
Mig langar þó sérstaklega til að vekja athygli á bókunum frá trúboðsakrinum og
tefisögunum. Það er mál til komið að vér íslendingar förum að kynna oss þá starfsemi
úti i heiminum, sem heitir heiðingjatrúboð. Það mál láta aðrar kristnar þjóðir sig miklu
skifta. T. d. lögðu Bandaríkin síðastliðið ár svo mikið fé fram til kristniboðsins, að ef
vér íslendingar hefðum lagt fram í jöfnu hlutfalli, þá hefði vort framlag orðið 1 miljón
kr. Þar gefa vitanlega margir auðmenn stórar upphæðir, t. d. J. Rockefeller, og sonur
hans var sjálfur austur i Kína að líta eftir trúboðsstarfinu i fyrra, en margir gefa þar
líka smáar upphæðir og af fátækt sinni; en kornið fyllir mælirinn.
Það er undursamlegt að lesa um þá fórnfýsi, sem kemur fram hjá þeim, sem leggja
lif sitt og timanlega vellíðan í sölurnar, til þess að hlýðnast boði Jesú Iírists: »Farið og
gerið allar þjóðir að minum lærisveinum og skirið þær til nafns Guðs föðurs, Sonar
og Heilags anda«. Hámentaðir menn og tiginbornir, sem framtíðin brosir við, yfirgefa
alt og flytja til villimannanna og mannætanna i Afríku, þar sem hverskonar þrengingar
og hættur bíða þeirra, til þess að flytja þeim fagnaðarerindi Jesú Krists.
Heimilisblaðið ætlar framvegis að flytja fréttir frá héiðingjatrúboðinu og greinar
um það mál, ef ske kynni, að það yrði til þess að vekja menn til umhugsunar um mál-
ið og kveikja löngun i brjóstum margra til að styrkja heiðingjatrúboðsstarfið. Og æfi-
sögur trúboðanna, sem hér eru auglýstar, eru ómissandi þeim, sem vilja kynnast
heiðingjatrúboði. Og málið er sannarlega þess vert að menn kynni sér það. Eins og
flestum mun kunnugt, starfar nú islenzkur trúboði, Ólajur Ólafsson i Kína og væri það
nsetnaðarmál fyrir oss Islendinga að láta hann fá nóg fé til starfsins, og blessun Guðs
Oiundi margfaldlega koma yflr oss fyrir það.
Eg óska svo lesendum Heimilisblaðsins gleðilegra jóla og þakka þeim fyrir þetta
®r, sem nú er að hverfa í aldanna skaut,
Jón Helgason,