Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ
157
Trúmálevika StúdeDtafélagsins.
(Erindi og umræður).
(Aðsent).
Eg er nýbúinn að lesa þessa bók og hefi
lesið hana gaumgæfilega. En ávalt er eg
les trúmálaerindi, þá leita eg eftir þeirri
mynd af Kristi, sem guðspjöllin 15rsa fyrir
mér, og eins og hún hefir mótastd sálu
minni eða eg hefi fyrir Guðs náð tileinkað
mér hana. Hann er fyrst og fremsl Jrelsari
minn, dáinn fyrir mig mér til syndafyrir-
gefningar og upprisinn mér til réttlætingar.
t*ar næst er hann fyrirmynd mín um rétta
hlýðni við lögmál Guðs eða hvernig eg eigi
að sýna trú mína í verkunum. En af þvi
að eg er sannfærður um það af reynslunni,
að eg geli eigi af eigin krafti né skynsemi
h’úað á’frelsara minn og Drottinn, né breytt
eins og hann breytti, þá trúi eg á heilagan
anda, trúfastan hjálpara minn til trúar og
helgunar. Þess vegna gæti eg þess jafnframt
við lestur hvers trúmálaerindis, hvort leitað
sé aðstoðar heilags anda til að hlýða boð-
um Drottins eða rækja kristilegar dygðir.
Hvað kenna þá nýguðfræðingarnir?
Guð er einn, Jesús Kristur, fullkomnastur
allra manna, hefir kent oss að þekkja hann
sem kærleiksríkan föður. Allir kristnir menn
játa, að Jesús Kristur hafi verið mestur og
beztur atlra þeirra manna, sem á jörðu
hafa lifað og því verið nefndur ímynd hins
ósýnilega Guðs. Hjá honum er guðræknin,
góðleikurinn, guðstraustið og kærleikurinn
í sinni fegurstu mynd, svo að hvergi bei
skugga á. Andi Guðs bjó í honum.
En hvernig fer svo um eftirbreytnina?
Þar ræður kraftur mannsins og skynsemi
úrslitunum. Andi Guðs er i hverjum manni.
Það er samvizkan. Sá, sem vill verða eftir-
breytandi Krists, á að þroska samvizku
sína af eigin ramleik, til þess að geta skynj-
að, hvað er í samræmi við anda eða sam-
vizku Krists. Og svo á hann að haga breytni
sinni eftir þvi, af eigin krafti, Aðstoð heilags
anda, sem sérstakrar guðlegrar persónu, er
hvergi nefnd á nafn. Mennirnir frelsast fyrir
eftirbreytni sína, en ekki fyrir blóð Jesú
Krists. Hér er því greinilega um þrenning-
arafneitun að ræða.
Hvað kenna guðspekingarnir?
Guð er alt og alt er Guð. Jesús Kristur
er maður, kominn úr álögum; aðrir menn
eru guðir í álögum. Kristur er oss hin full-
komnasta fyrirmynd, sú æðsta fylling guð-
dómsins, sem vér þekkjum, í heiminn kom-
inn eingöngu til að hjálpa. En frelsari eða
friðþœgjari er hann ekki. Sérhver maður
frelsast fyrir eftirbreytni sína. Alt á hann
sjálfur að gera. Hann á að sigra sinn verri
mann með samúðartilfinningu, en þá til-
finningu á hann að gefa sér sjálfur, þroska
hjá sér þá andlegu kend, er sér og finnur,
að allar mannssálir eru systur i álögum.
Hann vantar hvorki vit né getu til að gera
lifið hjart; hann á að skapa í sér og öðr-
um viljann og bróðurþelið, til að gera ver-
öldina að Paradís. Hér er ekki um neina
sérstaka guðlega hjálp að ræða, því að hver
maður er sjálfum sér guð. Hann er sinn
eigin frelsari og hjálpari til helgunar og
— eilífs lífs.
Hvað segja svo öndungarnir?
Guð er einn. Jesús Kristur var maður,
óendanlega miklu æðri, en friðþœgjari er
hann ekki. Hver maður á að íriðþægja fyrir
sig sjálfur með því að þroska samvizku
sína, svo að hann geti skynjað, hvort líf
hans er í samræmi við anda Krists og
breytni. Þá er alt fengið. Þá keppir hann
að því marki og þá er honum vis miskunn
Guðs. Um sérstaka leiðsögu heilags anda
er ekki að ræða. Maðurinn fórnar sjálfum
sér eins og Kristur og það verður honum
að endurlausn. Iíristur deyr, eins og hver
annar maður, og upprisa hans er alveg
samskonar og andabirtingar nútímans.
Englarnir við gröfina voru líka andar
framliðinna. B.