Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 23
MEIMLISBLAÐIÐ 21 að upp frá þessu kvöldi; en hvort við sjáumst aftur hér í heimi eða ekki, þá mun eg ávalt biðja fyrir ykkur, að við mættum hittast í sælla heimi og verða þar öll eitt frammi fyrir hástóli lambsins. Það er eg sannfærður um, Salóme, að Drottinn muni líka ein- hvemtíma eignast hug þinn og hjarta; það er þeg- ar farið að draga úr hleypidómum þínum. Og vor ástkæra Naómí verður áreiðanlega svo-hamingju- söm að geta leitt þig á götu sannleikans“. „Talaðu ekki svona við mig, Þeófílus“, rnælti Sal- óme, „orð þín hafa merkileg áhrif á mig, en eg hefi engan rétt til að heyra það, sem þú segir um þetta efni. Eg er hrædd um, að játning þín leiði til fulls skilnaðar við fjölskyldu föðurbróður þíns. Og Guo gefi, að hún hafi ekki annað alvarlegra í för með sér fyrir þig. Faðir þinn sér það vafalaust, hversu þér er bráðnauðsynlegt, að þú hraðir þér sem mest burt úr borginni. Og það verð eg að játa, að þá fyrsL yrði eg glöð, ef eg vissi af ykkur óhultum einhvers- staðar á löndum. Javan hefir aldrei elskað þig og nú veit eg, að óbeit hans á þér snýst í hatur. „Ekki óttast eg hann“, sagði Þeófílus. „Að vísu kendi nokkurs ofsa hjá honum í samræðum vorum; hann hótaði því jafnvel, að hann skyldi þröngva mér til að sverja frá mér trúna. En yfirvöldin ykk- ar hafa nóg með að skifta sér af uppreistinni í borg- inni og vígbúnaði, svo að ekki vinst þeim tími til trúarbragðaofsókna. Við getum ekki farið úr borg- inni fyr en Rufus hefir leyft, að Kládía rnegi fara með okkur. Hún verður að fara með okkur; annars getur ekkert fengið mig til að hverfa héðan“. „Þeófílus!“ tók Ivládía fram í með ákefð, „þú skalt ekki stofna þér í hættu mín vegna. Fáum við ekki svai' frá föður mínum við bréfi Amazia, áður en þú ert ferðbúinn, þá fer eg með þér undir vernd móður þinnar og bíð svo í Joppe eftir leyfi föður míns til þess að við megum giftast. Þú mátt ekki ætla mér neitt slæmt, þó að eg segi þetta, elsku Judit; en því vil eg bæta við, að mér hefir ávalt staðið uggur af Javan með sjálfri mér, einkum síðan mér varð kunn- ugt að þið Naómí voruð kristin. Og óhult er eg ekki um okkur fyr en við erurn komin þangað sem hann nær ekki til okkar. Eg vildi óska, að okkar hjart- kæra Naómí vildi fara með okkur, til þess að hún gæti fundið öruggan stað í Efesus, unz betri dagar rynnu upp yfir Jórsölum og lokið væri hatri bróð- ur hennar". hefði sig mjög í frammi með skóla- fræðsluna, en benti jafnframt á, að þekking ein og skilningur væri ekki trygging fyrir góðum borgurum, ef gott innræti væri vanrækt eða sið- gæðisþroskinn. »Eg þekki enga krafta- lind aðra en trúna, sem siðgæðið geti komið frá. Að sönnu er ríki og kirkja skilið í landi voru, því að vér vild- mn losa trúarlíf vort úr pólitiskum fjötrum. En landstjórn vor á að vera í samræmi viö skilning þjóðarinnar á trúarbrögðunum. Ef vér leítuðumst ekki við að haga löggjöfinni í sam- ræmi við réttlæti Guðs, þá mundi þjóðin hverfa niður í það ginnunga- gap, þar sem frelsi eg þjóðræði yrði að víkja fyrir einræði og þrældómi«. Evangeliska kirkjan í Ilarzen (á Pýzkalandi) hefir fyrir skemstu gert samþykt um það, að opna kirkjur alla daga jafnt, svo að hverjum, sem vill, sé heimilt að ganga þangað inn og gera bæn sína. Við marga iðnskóla í Prússlandi fer fram eins konar sjálfboðafræðsla í trú- arbrögðum. 289 iðnskólar og 80,000 iðnnemar hafa hagnýtt sér aðgang- inn að þessari fræðslu. Föstugildi (Fastelavn). 1 fyrri daga var sú veizla haldin í 7 daga, Vikan byrjaði þá á »flesk-sunnudegi«, }iá kom »mánudagurinn blái«, þá »hvíti Týsdagur«, þá »ösku-Óðinsdagur« (== öskudagur). Hinir dagarnir þrír heyrðu til »hveitibrauðsvikunni« (sæluvikunni). A sunnudaginn og mánudaginn líka (því hann var oft kallaður »flesk- mánudagur«) voru etnir kjötréttir til þess að gera sig styrkari til að halda »langaföstuna«, sem á eftir fór. — Á »hvíta Týsdegi« átu menn mjólk og hveitibrauð, á »öskudaginn« gengu menn í kirkju í kaþólskum sið; merkti

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.