Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 30
28 HEIMILAÐIÐLISB ekki Maríu í Betaníu, þó lítilmótleg væri. Þanga'ð sendi hann iðulega njósnara til að komast eftir hverrar trúar hún væri. Sendimenn komu aftur og sögðu hjartnæmilega frá hrumleika hennar og þeim himinfriði, sem byggi í hjarta hennar og hvíldi yfir henni allri. Javan ásetti sér því, að heimsækja hana sjálfur og lokka hana til að segja sér eins og væri um trú sína. Mikil var fyrirlitning hans fyrir kenningu Krists og hann hataði alla kristna menn. Iireysti sú, er þeir sýndu, er þeir píndust og dóu sakir nafns Drottins síns, þótti honum sanna þrályndi þeirra, og vonina himnesku, sem fylti hjörtu þeirra með fögnuði mitt í þjáningu og smán, taldi hann vera brjálsemi og svik, sem illir andar hefðu vakið hjá þeim til að tortíma þeim. Og það var trúa hans að öll ráð væru leyfileg til að útrýma þessari siðspill- ingu. Það var hin mesta gleði hans, ef einhver kristinn maður varð pyndaður til að afneita Kristi og hugði, að með því hefði hann frelsað sálu hans. Svona langt geta hleypidómar og trúarofstæki leitt þá menn, sem vandlæta Guðs vegna til að efla dýrð hans. Þeir Javan og hans sinnar þektu alls eigi þá hógværð og miskunnsemi, sem einkendi líf og kenn- ingu frelsara vors. Nú var ákveðinn sá dagur, er Zadók og föruneyti hans skyldi leggja af stað frá Jórsölum. Og er að þeim degi leið, fyltist Kládía æ meira og meira sárri órósemi og þrá eftir því, að þau kæmust öll heil á húfi út fyrir múra borgarinnar. Hræðsla hennar við Javan fór dagvaxandi, enda þótt hann virtist koma vingjarnlega og frjálslega fram við Amazía og fólk hans, til að eyða órósemi þeirra. Samt fanst Kládíu, að framkoma hans væri honum ekki eðlileg, og vin- semd hans og kæti var uppgerð ein. Það lagðist í hana, að eitthvert illræði væri í bruggi, þrátt fyrir það þótt Þeófílus reyndi að friða og hughreysta hana. Hún saknaði Naómí. Hún hafði svo oft seitt áhyggjurnar frá henni með lífsfjöri sínu og vonar- gleði. En Naómí var nú ekki eins lífsglöð og áður, en traust hennar á Guði hafði vaxið; traustið á föð- urforsjón hans var nú komin í staðinn fyrir þá of- kæti, sem átti rót sína að rekja til æsku hennar og fegurðar, og farsælla ytri kjara og farsælla ytri kjara og meðvitundinni um mikla sálarkrafta og líkama. Sápumolarnir eru skornir suridur og“ settir ofan í flösku; því næst er volgu vatni helt á flöskuna, flaskan hrist nokkrum sinnum, þangað til vatnið er búið að leysa upp sápuna. Þá er fengin lagarkehd sápa; J)á skal hella litlu einu af henni í lófa sinn og þvo sér síðan með henni. Ilafi ein- hver stöðugt flösku við hendina, þá getur hann haldið áfrarn að fylla hana með sápumolum við og við, og hella litlu af volgu vatni í um leið. »Fanney« (2. hefti), önnur prentun, útg. Aðalbjörn Stefánsson, kom út síðastliðið ár. Dregist iiefir að geta uin það í Heimilisblaðinu. Þetta hefti heíir um tíma verið ófáanlegt. Nú er því hægt að fá »Fanney« alla frá upphafi (5 hefti) og er það injög eigu- leg barnabók og hentug til tækifæris- gjafa. Heftinu heflr verið breytt nokkuð. myndum fjölgað og fyrirsagnir prýdd- ar meira en áður var. »Fanney« heflr altaf verið vinsæl barnabók, og verður það ekki síður í þessari endurbættu útgáfu sinni. — Ileftið kostar 1 kr. og fæst í Emaus og fleiri bókabúðum. Þeir, sem vilja fá blöð, sem þá kynni að vanta, sendi afgr. kvartanir sem allrafyrst. Sakir pappírseklu seinkaði útkomu blaðsins. IPjT* Ef þér þurfið að láta prenta eitthvað, þá látið prentsmiðju Ljós- berans gera það. Útgefandi: Jón Helgason. Prentsmiðja Ljósberans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.