Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 14
108 HEIMILISBLAÐIÐ Einhver óhamingjusamur lestarmaður kom hlaupandi eftir sandinum og bað séi griða. Óp hans hættu alt í einu. Það var alveg eins og strengur brysti óvænt. Caverly andaði um einu sinni á mín- útu. Hann gat sogið að sér svo mikið loft gegnum léreftið og' sandinn, að það nægði honum nokkurn vegin. Hann mjakaði hendi sinni til hliðar niðri í sandinuim þangað til hann fann litla hendi aflvana, en þó heita. Veik, en róleg þrýsting svaraði hinni þögulu spurningu hans. Það voru því all- ar líkur til þess, að stúlkan gæti líka náð sæmilegum andardrætti. Þetta var nú í sjálfu sér gott. En örlög næstu stundar valt algerlega á örlögum Lontzens. Menn Tagars höfðu auðvitað séð slóð Caverly’s. sem lágu beint að á- fangastaðnum. Þeir vissu því, að Caverly myndi hafa leitað sér athvarfs hér, og þeg- ar þeir fyndu hann ekki, hvorki lífs né liðinn. myndu þeir eflaust halda, að hann hefði sloppið á burt gegnum röð þeirra á fælna úlfaldanum, þ. e. a. s., ef úlfaldi og riddari höfðu þá komist á brott. — En væri nú svo ekki — væri nú Lontzen annað hvort skotinn eða handtekinn — þá var öll von úti. Úr því var öllu lokið. Þá myndu ræningjarnir eflaust ætla, að þræll þeirra hefði falið sig í tjaldbúðunum- og ríiyndu þá leita unz þeir fyndu hann í sandgryfjunni. Caverly varð samt sem áður að liggja kyr í holu sinni og hlusta á þessi ægilegu óhljóð, sem engum manni, — og hvað þá konu gat nokkurn tíma liðið úr rninni. Seint og um síðir þagnaði skothríðin og hljóðin. Upp á síðkastið höfðu þrælar lækk- að mjög í verði. Það gat því tæplega liorg- að sig fyrir Tagar að hafa fyrir því að halda lífinu í fáeinum hálfdauðum föng- um með mat og drykk á hinni löngu leið til Gazim. En þar hafði Tagar aðalað- setur sitt. Og ef til vill höfðu hermenn hans ekki haft stjórn á vígahug sínum heldui' strádrepið alla, bæði særða og ósærða. Nú var öllu iokið. Háværar og hranaleg- ar raddir köstuðu á milli sín ruddalegri fyndni. sem var a. m. k. þúsund ára göm- u.1, en hafði þó varðveitt allan svip sinn- ar fornu villimensku. Digurbarkaleg idátrasköll glumdu víðsvegar úti fyrir. Caverly heyrði greinilega, þegar úlfaldarn- ir ruddust um og' ýttu hver við öðrum. Hann heyrði einnig brakið í knjáliðum þeirra. er þeir lögðust, því nú voru vist sigurvegararnir í óða önn að safna her- fanginu og binda það í klyfjar. Þeir ræningjanna, sem ekki höfðu fario af baki til að hirða herfangið, voru _nu riðnir út á eyðimörkina til þess að tina saman úlfaldana, sem fælst höfðu _o?. hlaupið á brott. Caverly þakkaði í hljóði forsjóninni. að Lontzen hafði komist á bak einum allra fráasta úlfaldanum, en ekki lent á áburðar-dýri. Hefði Lontzen á ann- að borð komist í gegnum óvinahringinn og út á bersvæði, voru litlar líkur til þess. að hann næðist um sinn. Ræningjar þeir, sem eftir höfðu orðið í tjaldborginni. voru nú önnum kafnir viö að skifta herfanginu og ganga frá þvi- Sumir þeirra voru nú að draga upp tjald- hælana. Þeir tóku einnig tjald Sídí Sassi. Caverly heyrði, að stögin strengdust, um leið og hælunum var kipt upp. Nú var tjaldið, sem hafði skýlt þeim, dregið burt- og var þá ekki annað en þumlungs þy^t lag af sandi, sem huldi andlit hans fyi'n’ tunglsljósinu. Hann klemdi ósjálfrátt fast utan um litlu fingurna, er lágu nærri því lífvana í lófa hans. Nú var sú stund komin- _er aðeins var hnífsegg- milli heims og helju. Einn ræningjanna stakk spjóti sínu kæruleysislega niður í sandinn rétt við eyr- að á Caverly. Maðurinn kipti því þegar upp aftur og fór leiðar sinnar, og gekk þá úlfaldi hans beint yfir gröf höfðingja- sonarins. Caverly fann, að einn hófanna, er sokkið hafði djúpt í sandinn, straukst rétt við andlit haps. Hrollur fór um hann. og hann hélt niðri í sér andanum. Mað- urinn, sem lá vinstra meginn við hann, lá ekki rólegri og hreyfingarlausari þessa stundina en Caverly. Ræningjarnir, sem farið höfðu að elta úlfaldana, tóku nú að koma aftur með feng sinn. Til allrar hamingju hafði tjald Sídí Sassí staðið utarlega í tjaldaröðinni. öðrumegin í dældinni, en flestir ræningj- anna héldu til með úlfalda sína í miðri dældinni. Allir úlfaldarnir, sem náðst höfðu, voru nú látnir leggjast, meðan verið var að klyfja þá. Caverly gat heyrt. þegar klyfja- taugunum var fleygt á þá og bundnar á þá klyfjarnar. Hann heyrði líka til rsen- ingjanna, er þeir voru að skiþa úlföldun- um að leggjast eða standa upp. Hann

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.