Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 28
HEIMILISBLAÐIÐ 122 Metnaður. Eitt aðal skilyrði fyrir heilbrigðu lífi mannanna er metnaður. En til þess að metnaður leiði til gæfu og lífsgleði, þá þarf hann að stjórnast af þekkingu og dóm- greind Sumir halda að metnaður sé synd. Nær sanni væri að halda að vöntun á honum sé synd. LJndir flestum kringumstæðum mun það satt vera, að sú mannpersóna, sem ekki finnur til metnaðar. sé ekki einasta tilþrifalaus og óákveðin, heldur líka í flest- um tilfellum ónýt. Sá maður sem er ákveðinn og fram- kvæmdarsamur, er metnaðargjarn maður, En metnaður hans getur verið hættuleg- ur, ef hann þekkir ekki sjálfan sig. og heldur sig sterkari, heldur en hann í raun og veru er, og svo stefni metnaður hans í ranga átt. 1 hvoru tilfellinu sem er> gerir afvega- leiddur metnaður manninn ófarsælan. Að þekkja sjálfan sig, vera vandur að með- ölum, áformið hreint og skýrt og takmark- ið göfugt, eru undirstöðusteinar undir metnað. sem þess virði er að sækjast eftir. Það er margt, sem metnaðargjarn mað- ur þarf að varast. Eitt af því, og eitt það þýðingar mesta, er skortur á sjálfsþekk- ing. Hann þarf að þekkja sína eigin hæfi- leika. svo að hann lendi ekki út á villi- götur dagdraumanna, sem aldrei rætast. Upplag mannsins getur verið ágætt til þess að vera læknir, en ófært til þess að vera lögfræðingur. I því tilliti mundi vera hið mesta óráð fyrir þann mann að leita frægðar í réttarsölum landsins. Sama er að segja um mann, sem væri upplagður til þess að vera málafærslumað- ur> en ekki sýnt um stjórnmál, hann myndi gera rangt í því að leita gæfu sinnar í verkahring stjórnmálamannsins. Það væri líka jafn óráðlegt fyrir mann, sem ónátt- úraður væri fyrir fjármál, að telja sjálf- um sér trú um það, að hann væri efni í ágætan bankastjóra. Þó gera menn sig seka í þessum yfir_ sjónum daglega. Sjálfsþekking, sem grund- völlur fyrir lífsstarfi mannanna, er þvi miður ekki gerð að almennri reglu í lífinu. Afleiðingin af því er sú. að þúsrnöir manna, sem metnað og framgirni hafa, eru í stöðugum eltingaleik ait sitt lífs- skeið, og hver einasti vonarneisti hverfur þeim, eins ,og mýrarljós væri. Samt er metnaðargirni þeirra réttmæt. En það sem að er> er það, að þéir eru, án þess þ° að vita það, að reyna til að koma því i framkvæmd, sem þeim er ómöguleg't — að ná takmarki án sjálfsþekkingar ne skilnings á sínu eigin upplagi, og reynzlu annara, sem. þegar vel er athugað, get- ur sýnt manni brautina til velgengni og' gæfu. En ef menn skildu nú hitta á hina réttu köllun sína í lífinu, hvað þá? Þá er um að gera fyrir manninn, að athuga vel hvert metnaðargirni hans stefnir, og meðulin- sem hann ætlar sér að nota til þess að ná takmarkinu. Ef að fylling hugsjónamannsins er að finna í krónum og aurum, ef hann þráir að eins peninga, þá mætti hann alveg eins vera án metnaðar, þvr að peningar eða eignir gera engan mann sælan. Jafnaðargeð og ánægja, sem eru ávext- ir uppfyltra vona, eru aldrei eign peninga- mangara eða embættissjúkra manna. Þeir eru settir til síðu manninum, sem velui’ hlutskiftið rétta, til þess að geta enn betui' notið sín í þjónustu meðbræðra sinna. Að vinna sigur og njóta sín, til þess að geta orðið meðbræðrum sínum í lífinu til gagns, það á að vera undirstaðan undir metnaðargirni mannanna. Undir áhrifum þannig lagaðrar metn- aðargirni getur mönnum veizt auður, völd og' virðing, og meira að segja líklegt að þeim veitist það. En þeirra gróði verður mikið meiri — mikið betri, miklu eftir- sóknarverðari heldur en auður og völd.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.