Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 15
HEIMILISBL AÐIÐ 109 þekti í’ödd Tagars. Þessa hásu og grimd- arlegu rödd myndi hann geta þekt meðal þúsunda. Hún skipaði fyrir á báða bóga. öll æfi höfðingjans hafði farið í það, að slá niður tjöldum og taka þau upp aft- ur og líta eftir, að klyfjar og farangur væri í lagi. Þegar mesti asinn hafði lagt sig, gekk fljótt og greiðlega að ferðbúa sig. Litla hendin. sem Caverly hélt utan um, var nú orðin þvöl og köld. Hann þrýsti hana ofurlítið í uppörfunarskyni, en fékk aðeins mjög'dauft svar. Unga stúlkan var þó ennþá á lífi. Honum var ekki alveg ljóst, hvort hann ætti að gleðjast yfir þessu eða ekki. Ef til vill hefði jjað verið henni fyrir beztu, að hún væri dáin. Jafn- vel þótt þau fyndust ekki að þessu sinni, stóðu þó allar þeirra hörmungar og mann- raunir fyrir dyrum. Nú var búið að leggja á úlfaldana og klyfja þá> og þeim síðan skipað á fætur. Caverly heyrði skipanir þessar og gat af þeim ráðið í það, sem hann ekki sá. Alt í einu heyrði hann úlfaldana fara að hreyfa sig úr stað, og skildi hann af traðk- inu, að nú voru þeir að skipa sér í sína venjulegu lestar-röð. Svo lögðu þeir af stað. Hjarta hans sló óþarflega hratt og sterkt. Þeir héldu á stað — raddirnar fjarlægðust og deyfð- ust, hófatakið dofnaði — þeir héldu á brott! Hljóðið fjarlægðist og varð daufara með hverri sekúndu. sem leið. Caverly lá kyr og hrevfingarlaus og fann greinilega, að titringurinn í jörðinni smá minkaði stöð- ugt. Hann hlustaði gaumgæfilega, unz úlf- aldalestarhljóðið heyrðist aðeins sem fjar- lægur og hverfandi niður. Og loksins breiddist auðnarkyrðin og algerð þögn aftur yfir alt umhverfið. — Eyðimerkur- þögnin grúfði aftur yfir sandhæðunum. Hann beið enn lengi, lengi eftir, að hann þóttist viss um> að þeir væru allir á brott. En loksins var þolinmæði hans á enda. Iiann lyfti höfðinu og tók léreftið frá andlitinu. Kyrðin og tunglsljósið heilsuðu honum. Hin ægilega kyrð, sem öllu gat leynt. Hann settist upp og hristi af sér sand- inn og skreiddist svo á fætur. Fætur hans voru kaldir og dofnir upp að knjám, og hann fann engan lífsvott í þeim, þó hann stigi í þá og stappaði þeim niður. Ekkert líf var að sjá, eins langt og augað eygði á hinu óskemtilega leiksviði milli sand- hæðanna. »Bó!« sagði hann og laut niður. Hann gróf í sandinn og fann hendi hennar og handlegg. Svo sópaði hann sandinum burtu og' lyfti ungu stúlkunni upp úr gryfjunni. Það var víst bezt að sjá ekki hin blóð- ugu spor, sem Tagar hafði látið eftir sig. Hún ætti að minsta kosti ekki að sjá þau. Hann reisti hana á fætur, og áður en hálfblinduð augu hennar höfðu getað greint nokkuð umhverfis sig, hafði hann snúið henni við, svo hún sneri andlitinu að hæztu sandöldunni. Hann tók utan um hana og studdi liana upp sandölduna og dálítið ofan eftir hinu megin. Þar hneig hún niöur á sandinn og horfði hálfringluð út yfir sofandi eyðimörkina. Caverly horfði hvössum augum út að sjóndeildarhring. Hin breiða slóð eftir úlf- aldahófana lá eins og dökk braut í bugð- um út yfir sandöldurnar, en ræningjahóp- urinn var horfinn með herfang sitt út yfir yztu öldurnar. Hvergi var líf né hreyfingu að sjá> eins langt og augað eygði. _ »Eg geng sem allra snöggvast ofan að tjaldstæðinu aftur,« sagði hann. »Verið þér kyrr hérna á meðan. Og látið mig undir eins vita, ef þér skylduð verða ein- hvers vör. Eg kem aftur, eins fljótt og ég get.« Unga stúlkan andaði nú aftur rólega og jafnt. »Carl Lontzen?« sagði hún. Það voru fyrstu orðin, sem hún sagði, eftir þjáningarvistina í sandgröfinni. »Hann skildi yður eftir, góða mín!« Á augabragði komu harðir og gremju- legir drættir um munn hennar, og hún beit fast saman tönnunum. »Gerið svo vel, að láta vera að kalla mig góða mín,« svaraði hún. Hún starði í suðvestur og sagði svo við sjálfa sig, án þess að taka nokkurt tillit til Caverly: »Hann hlýtur að hafa fallið, eða hann hefir verið handtek- inn.« »Yður skjátlast. Hann komst undan. Og á þessu augnabliki ríður hann einhvers- staðar úti á eyðimörkinni og lemur úlf- aldann sinn áfram, eins og hann frekast getur. Hefði hann verið drepinn eða hand- tekinn, þá værum við ekki hérna. Ef þér hugsið yður dálítið um, munuð þér eflaust komast að sömu niðurstöðu.« Caverly hélt nú af stað ofan í dældina,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.