Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 19
HEIJVÍILISBLAÐIÐ
113
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■ ■
S Jf
r
fé S
V V
EFTIR GRACE S. RICHMOND
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
^«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•>
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
I.
Pósturinn var að koma upp eftir gamla
steinlag'ða gangstígnum, sem lá heim að
tígulega, skuggalega múrsteinshúsinu. ,
Hann hafði meðferðis bréfið, sem þessi
saga hefst á, því sendibréf hafa verið fyrst
allra viðburða — ekki þó alveg frá alda
öðli, en að minsta kosti síðan fyrstu póst-
arnir hófu göngu sína um bygðir og bæi.
Pat — Patrick Spense — sem var hár
og grannur, bláeygður og írskur, horfði á
póstinn út um bókaherbergisgluggann. Pat
var hugsandi að sjá. Hann var að óska
þess, að pósturinn kæmi með eitthvað, á
sama stóð hvað það væri, sem beindi huga
húsbónda hans út á við — honum var
SVO mikil þörf á því. Því húsbóndi hans
— og vinur, — dr. Lynn Bruce, (sem Pat
þóttist vita að ætti titilinn Major Bruce),
hafði liðið mjög illa um daginn, þó hann
sæti kyr í hjóla-stólnum, í stað þess að
ganga aftur til hvílu, sem Pat var sann-
færður um að hefði verið betra fyrir hann,
Og hvað getur fremur glatt og hrest held-
ur en skemtilegt bréf?
Pósturinn lagði frá sér bréf og bögla
af ýmsu tagi. Það var sú tíð að póstur
doktorsins var þungur, nú var hann létt-
ur. Eitt bréfið var einkennilegt, fannst
Pat. Það lét hann efst. Honum líkaði illa
svarta, mjóa röndin, sem á því var, en
Pappírinn var þykkur og' utan á það var
skrifað með fastri hendi og' leit út fyrir
að skrifarinn væri ungur. Eldri kona
myndi skrifa svona, var Pat viss um.
Hann fór inn með póstinn og fór svo
út úr stofunni. Doktorinn vildi engan hafa
hjá sér, þegar hann las bréfin sín .. Pat
vissi ekki hvernig á þvi stóð. Hann vissi
ekki hvað gerði doktorinn svo óvenju ön-
Ugan í dag. Síðan um hádegi hafði hann
verið vonlaus um að geta gert honum
uokkuð til hæfis, og nú var klukkan orð-
in fjögur. »Mannskrattinn!« sagði Pat við
sjálfan sig. »Aumingja, kæri, önugi mann-
skratti! Ilamingjan góða flytji honum
eitthvað gott í þessu bréfi. Ekki svo að
skilja, að hann muni nota sér það, þó að
hún gerði það; Hann er sjálfum sér verst-
ur, blessaður maðurinn! En það kynni þó
að taka hug hans, svo hann gleymdi bak-
inu á sér fáeinar mínútur. Það væri líka
eina gagnið, sem það gæti gert honum.«
II.
Doktor Bruce þekti áritunina. Bréfið
var frá systurdóttur hans, Nancy Bruce
Ptamsey í Denver. Hann hafði ekki séð
hana síðan löngu áður en hún giftist Alec
Ramsey. Flugvél Alec Ramsey hafði brotn-
að í Frakklandi fyrir hér um bil þrem
árum — rétt um það leyti, sem Bruce
meiddi sig'. Hann mundi eftir, hvað systur-
dóttir hans var fjörug, ung stúlka með
fremur sérkennileg augu. Systir hans,
Barbara, hafði gefið henni tízku-uppeldi,
því sjálf fylg'di hún tízkunni út í yztu
æsar.
Hann langaöi ekkert til að lesa bréfið;
honum var alveg sama um alt, sem Nancy
hafði að segja. þetta var einn af hans
verstu dögum. Hann hafði lifað fleiri af
því tægi, sem ekki gátu talist góðir. Hon-
um fanst hjólastóllinn sinn nærri því
verri en rúmið hafði verið; hann hataði
koddana í honum; honum var ógeðfelt að
renna sér fram og aftur í stólnum um
bóka-herbergið, þar sem hann hafðist nú
við á daginn, og sem lá við hliðina á svefn-
herbergi og hjóla-stóll voru nú yztu tak-
mörk tilveru hans. og vonlaust um nokkra
bót á því.
Yglisvipur kom á andlit hans við þá
hugsun, um leið og hann tók bréfið og
opnaði það. Honum geðjaðist illa að þykk-
um sendibréfa-pappír; hann hafði óbeit á
svörtum röndum - - hann sá, að þær voru
mjórri nú, en á bréfum Nancy fyrir tveim
árum — sorg hennar hafði að sama skapi
minkað, hugsaði hann með sér.
Hann var nærri þvi búinn að gleyma, að
til væri slík persóna, sem unga frú Ram-
sey — hvaða ástæða var til þess að hann
myndi eftir henni núna?