Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 20
114 HEIMILISBLAÐIÐ Kceri Lynn frcendi! Nú þegar ég hefi verið ekhja í ncerri Því þr'jú ár, og hefi. þrátt fyrir ýtrustu filraunir, ekki getað felt mig við það, finst mér ég verða að leita réiða hjá þér. Þú hefir ekki séð mig siðan fyrir stríð, og ég hefi ekki séð þig síðan þú komst lieim með veikt bakið. Auðvitað er mér Ijóst hvern- ig þér muni líða síðan.-Jeg vona því að þú getir lcent mér, hvernig ég á að komast í gegnum mína erfiðleika. Þú skalt ekki halda að ég cetli að gráta framan í þig. F.g er fyrir löngu komin yfir það. Mér finst eiiiungis, að mér mmidi aukast þrótt- ur við að vera hjá þér eina eða tvcer vikur. Bak mitt er bogið og veikt, ég bý-st við að þitt sé sterkt úg beint, þó það léti ásjá í sjúkrahúslegunni í Frakklandi. Viltu t.aka á móti mér? Ég cetla. að koma á miðvikudaginn þann H, með síðdegislest- imm kl. Ú,i2. Æfinlega þín, Namcy.« Honum kom til hugar að senda henni skeyti um að koma ekki, en hann vissi, aö það var illa gert. Maður varð að taka svona smá óþægindum jafnframt stóru erfið- leikunum. Þegar Pat aftur kom inn, eftir nokkra dvöl á ganginum, sendi dr. Bruct, hann til þess að kaila á ráðskonuna. frú Coon. Fyrirskipanir sínar gaf hann í hryssingslegum róm, sem honum var óeðli- legur. Systurdóttir mín, frú Ramsey, kemur á miðvikudaginn, 14., og dvelur hér í viku. Þér hafið herbergi til handa henni, þér ráðið hvaða, mér stendur það á sama. Frú Coon brá við þetta, Hún var lítið betri í háttum sínum en gamall piparsveinn. En auðvitað tók hún forlögunum, eins og húsbóndi hennar, án þess að mögla. Klukkutíma seinna heyrði dr. Bruce hana þeyta húsgögnum fram og aftur yfir höfði sér, og vissi að hún væri að gera herberg- ið til reiðu. III. Miðvikudaginn þann 14. sendi dr. Bruce Pat á járnbrautarstöðina kl. 4,42 til þess að taka á móti frændkonu sinni. Pat greiddi sér og burstaði sig allan áður en hann lagði af stað. »Ekki veit ég, hvað ég á að segja við unga hefðarkonu, Major Bruce, herra,« sagði hann. ^ »Mundu að spyrja um farangursmiðann. Ég er hræddur um að hún hafi meira en eina ferðakistu. Þú verður að koma því öllu hingað heim í kvöld, annars kynni hana að vanta það sem hún þarf að nota, og það væri þér kent um.« Pat kinkaði kolli. »Ég skal sjá um það. Þarf nokkuð að laga við bakið á yður áður en ég fer?« »Það fer ekki svo illa. En komstu nú af stað. Klukkan er farin að ganga fimm.« Bruce fylgdi Pat í huganum, þegar hann fór. Það var kalt þetta febrúarkvöld. Opni kolaofninn logaði ekki eins vel og vera bæri, til þess að fagna gesti — ekkju. Hann bjó til mynd af henni í huganum, þegar hún kæmi inn, svartklædd frá hvirfli til ilja, með blæju — einhvers kon ar blæju, auðvitað ekki sams konar gamlar ekkjur bera. Líklega var Þa6‘ blæja, sem færi henni vel og mætti lesa út úr snert af ástleitni. Þessi hugsun var honurn mjög á móti skapi. Eftir að Pat fór, og þar til hann kom aftur með gestinn, greip dr. Bruce ofan í hinar og þessar greinar, en festi ekki vib neinn samstæðan lestur. Koma Nancy, sem var svo óundirbúin, gerði hann órólegan. Hann hafði svo lengi verið einn. Hvernig átti hann að fara með hana — í heila, langa viku? Hann heyrði til þeirra við ytri dyrahurðina, hann langaði mjög mik; ið til að geta nú eins og inaður staðið a fætur og tekið á móti henni eins og' góð- ur frændi. Nú var ekki um annað að gera en að sitja kyr í andstygðar hjólastólnum og stara á dyrnar, sem lágu út í forstof- jna. Svo birtist hún í dyrunum og leit inn- Hann ímyndaði sér að hún myndi líta inn eins og hún horfði inn í dýrabúr — með meðaumkvun. En þar sem hann vildi enga meðaumkvun hafa, hrópaði hann til hennar: »Kom inn — kom inn!« Hún kom inn, og straumur af hress- andi vetrarlofti fylgdi henni. Spá hans sannaðist; hún var í svörtum búningi, með blæju — leit út eins og ekkja, hvar sem á hana var litið — ekkja, sem var á sjón- arsviði innan um hóp söngmeyja, sem skrýddar væru öllum regnbogans litum, myndi þó vekja meiri eftirtekt en allai' hinar skrautklæddu meyjar til samans- Bruce hafði ekki fyr litið á Nancy, en hún vakti hjá honum óbeit. Enginn ung kona hafði rétt til að koma í heimsókn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.