Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ
119
í húsinu sínu eins og áður — eins og Hans
og Elsa? — Þegar þau fara aftur að búa
í húsinu, þá ætla ég að vera hjá þeim, og
hara beimsækja þig, frænka. — Og þá
syngur mamma aftur fyrir mig: »Ríða,
n'ða- Ranké« og »Sof þú mitt barn«. — Þá
kyssi óg pabba og þá kyssi ég mömmu og
sofna svo vært — heima — heima — hjá
elsku pabba — og tnömmu. — Ö, elsku
mamma, syngur þá fyrir mig —«
»Já, Karen, ó- reyndu að syngja fyrir
hann - fljótt — fljótt — Karen.«
Karen lyfti lítið eitt upp litla, veika
hÖfðinu, og þau tóku sitt utan um hvora
tnögru höndina> sem lá máttvana ofan á
sænginni, og Karen söng lágt, með grát-
titrandi röddu:
»Sof þú, mitt barn,« o. s. frv.
Barnið virtist hlusta. og sneri sér síðan
að foreldrum sínum.
»Karen, Karen, syngdu áfram! Hann
þekkir okkur!«
Brosi brá fyrir á vörum barnsins, og
það festi augun á foreldrum sínum á víxl.
»Búum við í húsinu — mamma — pabbi
- og Henni!«
»Já,« hvíslaði faðirinn. — »nú er Henni
glaður---------Og þú Karen! Við skrök-
um ekki að deyjandi barninu okkar —
við búum saman í húsinu — og ekkert
skilur okkur nema dauðinn — er ekki
svo?«
Hún tók hönd hans og kysti hana. -
»Getur þú fyrirgefið mér Andrés?«
»Já, Karen — nú er alt gleymt. — En
elsku Henni — hvað er þetta!
Krampadrættirnir jukust í litla andlit-
inu og köldum svita sló út um það — -
dauðastríðið var byrjað.
»Mamma — pabbi« — og litla höfuðið
hneig máttlaust niður á koddann - - eng-
ill dauðans hafði unnið kraftaverk sitt —
og engill ljóssins var svifinn á braut með
saklausa barnssál í faðm frelsarans á
himnum. —
Heilög þögn dauðans hvíldi eitt augna-
blik yfir sorgarstaðnum.
Svo lagði Andrés hönd sína á, höfuð konu
sinnar og hún hallaði sér upp að brjósti
hans:
»Við skiljum aldrei framar, Karen.«
»Nei, elsku Andrés. við skiljum aldrei
framar!«
Og ungu hjónin gengu hljóðlega burt frá
sjúkrahúsinu. í sorginni höfðu þau aftur
fundið hvort annað.
Ávextir og notkun peirra.
Lausleg 'þýðing úr ensku tímariti.
Það þurfti áræðni ogdugnað til að stofna
til hins fyrsta alþjóðafundar, á þessum
erfiðu tímum, eingöngu i því skyni, að
ræða um rétta notkun ávaxta, nýrra, nið-
ursoðinna, þurkaðra og í óáfengum vínum.
Fundurinn var haldinn síðastliðið vor í
París, og var hann sóttur af 300 fulltrúum
frá 22 ríkisstjórnum. Tvö alþjóðafélög
sendu einnig fulltrúa á fundinn: Alþjóða-
verkamannafélagið og Alþjóða-landbúnað-
arfélagið. Hve vel tókst með fundarhöldin
og hve vel fundurinn var sóttur, má án als
efa fyrst og fremst þakka áhuga frönsku
stjórnarinnar fyrir málinu. Forsetinn var
formaður fundarins, utanríkismálaráð-
herrann hafði boðað til hans, landbúnaðar-
ráðherrann hélt inngangsræðuna og heil-
brigðimálaráðherrann hélt mjög áhrifa-
mikla fundarslitaræðu.
I ræðum þessara tveggja ráðherra kom
það greinilega í ljós, hve mikií nauðsyn er
á, að notkun ávaxta breytist, bæði frá
heilbrigði- og hagfræðisjónarmiði; þar
kemur eðlilega til greina útrýming áfengis-
gerjunar ávaxtavína. Málið var því aðal-
lega rætt frá fjórum hliðum: almennrar
framleiðslu-, notkunar- og heilbrigði- og
vísindalegri hlið.
Skýrsla prófessors Labbe, sem er kenn-
ari við læknaskóla í París, vakti einkum
mikla athygli. Þeir, sem lesa skýrslu hans
eða hlustuðu á hana, munu ekki efast um
notagildi ávaxta fyrir heilsu manna og'