Heimilisblaðið - 01.09.1933, Page 1
XXII. árgangur
Reykjavík, sept — okt 1933
9.—10. tölublað
Sahara-eyðimörkin
Svo nefnist hin mikla eyðimörk i Norður-Afriku. Hún liggur
á milli Atlantshafsins og Nilárdalsins og að norðan nær hún að
Miðjarðarhafinu og Atlas-fjöllunum. I suðri þokast hún stig af
stigi fram að saltheiðunum og gresjunum i Súdan. Venjulega eru
takmörk hennar sett við fljótið Senegal, Timbuktu við Niger
(Svartá), Tintymma-saltheiðina, fyrir norðan Tsad-vatnið og þaðan
gengur hún í boga alt til
Nilar. Flatarmálið er um
6 1/5 miljón ferkm. eða
hér um bil 3/5 af Norð-
urálfunni. Pað er hinn
síblásandi norð-austan-
staðvindur og síþurri um
leið, sem veldur því að
þetta geysi landflæmi er
eyðimörk ein. Fjöll eru
þar um 20% (Air, Ti
besti, Ahaggar), sandeyj-
ar 2% (Oaser), 15%,
grjótauðnir 40%, og
sandauðnir 20—25%. 1-
búar eru taldir um 2y2
milj. Þeir eru flestir
Berbar að kyni og meira
og minna blandaðir
svertingjum (Tuaregarn-
ir). Fyrir vestan kaup-
lestaleiðina Tripolis—
Kuka eru Tibbúarnir í
Tibesti-fjöllunum. En
þar eru líka Arabar, Gyð-
ingar og svertingjar á
vlð og dreif. Arabiska er
þar aðaltunga, allir eru
þeir Múhameðstrúar og
afar fjandsamlegir Norð-
urálfumönnum. En ann-
ars er lltill munur á
Sandeyja-búum, sem
stunda akuryrkju og
fjallabúum og þeim sem
lifa hirðingjalífi um
heiðar og öræfi.