Heimilisblaðið - 01.09.1933, Page 5
HEIMILISBLAÐIÐ
129
síðar, og hrepti eldri bróðir hans oft hegn-
inguna.
Hæfileikar Davíðs virtust benda í pá átt,
er hann þroskaðist, að preststarfið mundi
honum heppilegast, en afstaða frænda hans
til anglikönsku kirkjunnar gerði honum
[>að ómögulegt, en pað var eina kirkjufé-
lagið, sem gat veitt sæmilegt lífsframfæri.
Móðirin vildi gjarnan að- hann yrði læknir,
en pað vildi hann ekki sjálfur, og varð
hann pví 14 ára gamall settur til mál-
færslunáms.
Hann varð pví að standast víst inntöku-
próf til pessa náms, og purftu þeir, er
prófið tóku, að pekkja dálítið í frönsku og
latínu. En þorpskólinn hafði ekki veitt
slíka fræðslu. Frændi hans fékk handa hon-
um nauðsynlegar bækur, og sátu þeir síðan
við lélegt kertaljós, og reyndu að stauta sig
gegnuin málfræði beggja málanna. Fram-
burðurinn hefir sjálfsagt verið skrítinn, en
petta dugðX Lloyd George sat nú á háum
skrifstofustól hjá virtum málfærslumanni í
sex ár, og kyntist pannig ábúðar- og jarða
löggjöf Englands öðrum fremur.
Wera má, að ýmislegt iiefði öðruvísi farið,
hefði hann lært meira í frönsku, en
minna í ábúðarlöggjöf, er eytt hefir meiri
hluta stjórnmálastarfsemi hans. En hefði
hann kunnað meira í frönsku, hefði Evrópu-
kortið máske litið öðruvísi út, er peir Lloyd
George, Wilson og Clemenceau sniðu Evrópu
1919 eftir frönskum sniðum, með amerísku
flúri. En Clemenceau var sá eini, er hafði
bæði málin á valdi sínu, og pað reið bagga-
muninn.
Að loknu námi fékk hann málfærslu-
réttindi og settist að heima í héraði sínu.
Frændi lians hafði sparað eftir megni, til
pess að koma honum áfram, en nú varð
hann að bjarga sér sjálfur. Iiann hafði pen-
inga að eins fyrir nafnspjaldi á hurðina,
en svarta kápan, einkennisbúningur mál-
færslumanna, varð að bíða, pangað til hann
hefði unnið sér svo mikið inn, að hann
Lloyd George og kona hans í garði sínum.