Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Qupperneq 12
HEIMILISBLAÐIÐ VI. Ungi þrœllinn Bó. Ung'u stúlkunni varð illa hverft við og það sljákkaði sem allra snög'gvast í henni. Yfirlætisbragurinn hvarf af henni og það var auðséð, að uppástunga Caverly hafði algerlega gert hana ruglaða. Hún sat í sandinum með annan fótinn kreptan inn- undir sig og starði út á eyðimörkina hrygg í bragði. Alt til þessa hafði iífið verið svo ánægjulegt og þægilegt, en nú virtist það alt í einu snúa ranghverfunni út. Hún sat alveg' mállaus, ráðþrota, hrygg og þver- úðug. »Þegar ég segi, að þér eigið að vera þræll,« mælti Caverly á ný, »þá þýðir það raunverulega þræll. Það er enginn kátbros- legur grímu-dansleikur, sem ég er að til- kynna yður, heldur fylsta alvara.« »Ég geri það ekki,« mælti hún. »Þér og ég eigum nú fyrir höndum, að dansa á nálaroddi yfir hyldýpisgjá,« multi hann, án þess að gefa nokkurn gaum að mótmælum hennar. »Það verður algerlega að girða fyrir, að okkur geti orðið fóta- skortur. Ef við misstígum okkur minstu vitund, er úti um okkur. Þessir Zoaíar eru tortryggnir að eðlisfari og skarpskygn- ir eins og hræfuglar. Þeir sjá alt, sem fyr- ir augun ber. Og í þeirra augum er þræll þrseh,og ekkert annað.« »ídrei!« sagði hún. »Ég geri þetta ekkirí »Aldrei hefir til verið nokkur Arabi með yðar háralit og yfirbragði. Ég er ekki að slá yður gullhamra, en ég er aðeins að gera yður skiljanlegt, að þér getið ekki gefið yður út fyrir Araba — jafnvel þó þér kynnuð tungumál þeirra, sem þér auð- vitað kynnuð nú ekki. Og eng'inn hvítur maður fær að stíga fæti inn fyrir Gazim, nema hann sé þræll einhvers Araba.« »Hvítur maður getur aldrei lært ara- bisku svo til fulnustu, að hann geti leikið á innlendan mann,« mælti hann. »En það verður nú að hætta á það. Erlendi hreim- urinn í máli Sídí Sassí mundi efalaust hafa hljómað undarlega í eyrum landa hans, eftir að.hann hafði verið svo inörg ár fjarverandi. Ég held nærri því, að ég' geti leikið sannari Bedúína en hann.« »Þér getið auðvitað gert eins og yður sýnist,« mælti Bó Treves. »En ég fyrir minn part vil ég miklu heldur, að Tagar drepi mig. Og þá er öllu lokið.« »Því miður myndi hann ekki drepa yð- ur. Og þér eruð eiginlega ekki líkleg til að gera það sjálf heldur.« Þögn hennar var einskonar samþykki á þessu sviði. »Það eru því engin önnur úrræði,« maslt' hann ákveðið. »Hvað sem öllu líður,« mælti hún, »Þ;l vil ég heldur vera það sem ég er. Ég vil hvorki né get leikið þenna skrípaleik, sem þér stingið upp á. Eg á ekki að vera þræll nokkurs manns.« »Á þrælamarkaði Túareganna er borgað liðlega helmingi hærra verð fyrir ungar ambáttir, en unga þræla,« ■ mælti Caver- ly rólega. Stúlkurnar hafa nefnilega sér- stakt verðmæti.« Ilann horfði fast og einbeittlega í aug'U henni og slepti þeim ekki. »Því verðmæt- ari sem hluturinn er, því betri er hann fyrir eigandann — en það er ekki æfin- lega hið bezta fyrir hlutinn sjálfan.« Nú fölnaði hún alt í einu í fyrsta sinn. Hún greip- andann á lofti, og djúpur roði breiddist frá hálsinum upp yfir alt and- lit hennar. Caverly reis á fætur og tók nú að skilja sundur fatahrúguna, sem hann hafði kon> ið með neðan úr dældinni. Hann rétti henni tvö—þrjú léreftsplögg, er einhverntíma höfðu verið hvít, en nú var ekki sérlega mikið sýnilegt af þeim lit. »Þarna er bún- ingurinn yðar. Þér getið ekki komið inn í tjaldborg Tagars með svo mikið sem eina tætlu af yðar eigin búningi á yður. Þén verðið að fara úr öllum yðar spjörum og 1 þetta hérna.«

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.