Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 137 Hún var enn þá blóðrjóð í framan. »Mér dettur það ekki í hug!« mælti hún og stóð upp úr sandinum. »En í hamingjubænum!« greip hann hastarlega fram í. »Þið menningarfólk^ er- uð alveg óþolandi með alla ykkar fordóma og ímynduðu feimni. Haldið þér ekki, að ég hafi annað að gera en að glápa á yð- ur, eða brjóta heilann um það minstu vit- und, þó mér kynni að verða litið á yður? Það er líf yðar, sem hér er um að ræða, og það, sem er meira um vert, en Guð hjálpi mér, ef þér eruð ekki of feimin til að hafa fataskifti!« »Eg var bara að hugsa um drenginn, sem var í tuskunum þeim arna,« svaraði hún með ákefð. Það var andstyggilegur náungi, skitinn og leiðinlegur. Hann minti helst á rottu. Mig langaði bara ekki til að smeygja mér í hans föt — annað var alls ekki um að ræða. Hún beygði sig snögt og ákveðið og reif aðra fótarvefjuna af sér. »Þér þurfið ekki að hæðast að mér. Það er ekki ég, sem er hlægileg. Það eruð þér sjálfur. Ég er alls ekki vansköpuð, ef það er það, sem þér hafið ímyndað yður. Mér er svei mér alveg sama, hver það er sem sér mig.« - Hún reif af sér blússuna. »Réttið mér þá fatatuskurnar!« Það hefði enginn getað séð á svip Caver- ly, að hann þættist nú hafa borið sigur úr býtum. Hann fleygði til hennar tuskum Arabadrengsins, snéri svo baki við henm og fór að tína saman fataplöggin, sem heyrðu til viðhafnarbúningi Sídí Sassí. Fyrst fór hann í hinar sallafínu hvítu buxur, sem þokuðust um hnén og voru festar niðri á leggnum, því næst stígvélin, sem skálmunum var stungið niður í. Þau voru úr mjúku grábrúnu skinni með silf- urþráðarsaumi. Svo fór hann í hárauðu treyjuna og því næst hinn skrautlega jela- bia, svarta silkikápu með djúpum felling- um og fóðraða með silfurgljáandi efni. »Jæja hvernig gengur það?« spurði hann án þess að snúa höfðinu og líta í áttina til stúlkunnar. Hún svaraði ekki, en hann heyrði hreyf- ingar hennar. Hún var augljóslega að strita við að koma fataleppunum sem hag- anlegast fyrir á sér. Caverly lauk við að klæða sig. Hár hans var bæði sítt og úfið og vanhirt á allan hátt, en hann gat skýlt því undir húf- unni, sem féll fast að höfðinu. Bedúínar kalla húfur þessar ma-araka,, og má draga þær alveg ofan fyrir eyru eins og kven- hatta þá, sem Norðurálfu-konur bera á seinni árum. Utan um húfuna batt hann svo rauða höfuðdúknum og batt síðan mitt- isreflinum utan um sig. Hann var hárauð- ur á lit eins og höfuðdúkurinn og svo lang- ur, að hægt var að þrívefja honum utan um sig, og síðan voru kögurendarnir hnýtt- ir á vinstri mjöðminni. Nú var aðeins eftir að binda utan um sig stutta boðsverðið í flauelsslíðrunum og láta það vera vinstra megin en hægra megin átti að stinga einskonar daggarði, flissa, niður með mittisreflinum. Hann snéri sér á hæl dró bogsverðið úr skeiðum og brá því, svo hvein við í loft- inu. Augu hans leiftruðu ískyggilega, og í fyrsta sinn heyrði stúlkan hann hlæja hátt. »Ég er alls ekki svo lélegur skylm- ingarmaður, stúlka mín,« sagði hann í ákveðnum róm. Bo Treves glápti á hann blikandi aug- um, steinliissa og forviða. Það voru sann- arlega merkileg hamskifti, sem hún hér var sjónarvottur að, á fáeinum mínútum var þessi nakni, skinhoraði náungi úr þrælastíunni orðinn að glæsilegasta fyrir- brigði — að höfðingja í höfðingjaskrúða - að hreinum og óblönduðum Bedúína. Hún stóð glápandi með opinn munninn; en alt í einu lokaði hún honum og beit á vörina. Reiðbuxur hennar, blússa og silkinærföt lágu í hrúgu fyrir fótum henn- ar. Hún leit ofan yfir fataleppa sína, sem hún hafði reynt að láta hylja sem mest af líkama sínum. Það var einkonar erma- laus kyrtill eða skyrta, er náði ofan undir kné. En hún vissi augljóslega ekki, hvað hún átti að gera við langa léreftsrenning- inn, sem fylgdi búningnum. »Nei!« Caverly tók af henni rennings- rytjuna. »Undir hendina og upp yfir öxl- ina!« Hann þrívafði renningnum í sauð- band. »Svona og svona! Takið nú vel eftir, hvernig á að gera þetta.« Hann batt end- ana saman í slaufu, fljótfærnislega, en þó fast. Svo steig hann eitt skref aftur á bak og leit á hana rannsóknaraugum og gat varla varist hlátri. Hún var sannarlega meira en lítið skringileg á að líta. Ofurlítil öskubuska, indæl og hrífandi í skitnu fatagörmunum sínum. Fætur hennar og leggir voru berir,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.