Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 16
140
HEIMILISBLAÐIÐ
svika-son og erfingja, er samt hefir dá-
lítið hugboð um riddaraliðsfræði og eyði-
merkurhernað. Hann getur því í rauninni
verið ánægður með skiftin.«
Hann brosti við og leit upp í bleikt tungl-
ið. »Ég segi betta ekki af gorti, en út úr
bitrustu hjartans gremju. Ef Tagar skyldi
glæpast á mér og viðurkenna mig sem son
sinn, þá mun hann krefjast þess, að ég
leggi af stað og drepi Zaad. Og með liðs-
styrk þorparalýðsins í Gazim er ég smeik-
ur um að mér myndi takast þetta. En hat-
ur mitt beinist ekki að Zaad, heldur að
Tagar.«
Nú gengu þau all-lengi, án þess að mæla
orð af munni. Caverly lét hugann fljúga
og- augu hans störðu sífelt í áttina til silf-
urskærrar línu sjóndeildarhringsins fram-
undan. Unga stúlkan stalst öðru hvoru til
að líta hikandi og órólegum augum á hið
hörkulega andlit hans; en hún sagði ekki
neitt.
Svo sagði hann alt í einu: »Það verst
er, að við hlaupum bæði upp í hringekj-
una, án þess að hafa nokkur skilyrði til
að ákveða sjálf, hvenær við viljum stíga
út úr henni aftur. Við getum auðvitað
kvatt og þakkað fyrir okkur, þegar tæki-
færi gefst, en hvenær það verður, má
skollinn vita.«
Hann gekk enn spölkorn og' sagði þvi
næst í hryggum róm: »Nú hefi ég árurn
saman ráfað um heiminn og leitað að hvíld
og friði, en mér virðist eigi ætlað að finna
það.«
Þau gengu nú upp bratta sandöldu og
staðnæmdust allra snöggvast á háhryggn-
um og lituðust um. Tjaldbálin voru nú ekki
langt undan. Þau gátu nú greint hvít-
klæddu mannverurnar, sem eldslogarnir
glömpuðu á, og næturkaldinn bar til þeirra
ægileg- hróp og hávaða. Zouai-arnir heldu
nú sigurhátíð sína.
»Hvernig í ósköpunum gat yður dottið
í hug að leggja í ferðalag- hingað suður?«
spurði Caverly alt í einu.
Bó Treves lét fyrst, eins og hún hefði
ekki heyrt spurningu hans. Hún hlustaði
á háreystið, sem barst til hennar eins og'
geigvænlegt bergmál gegnum eyðimerkur-
kyrðina. Það fór hrollur um hana, og hún
vafði kyrtlinum fastar að sér.
»Mér var farið að leiðast heima,« svar-
aði hún loksins.
»Á yðar aldri?«
»Eg er tuttugu og' tveggja ára.«
»Nú, jæja, það er annað mál. Á þeini
aldri getur maður svo sem orðið dauð-
þreyttur á lífinu.«
Hún lét kaldhæðni hans ekkert á sig fá.
»Alt það sama dag eftir dag, sömu radd-
irnar, sömu andlitin — maður getur svei
mér orðið þreyttur á því. Mig langaði því
til að komast burt þaðan og svipast um
í heiminum.«
»Og verða Lontzen samferða?«
»Eg rakst á hann af tilviljun í Cairó.
Ég hafði ekki séð Carl frænda, síðan ég
var barn. I mínum augum var hann alt-
af vafinn einskonar æfintýraljóma. Ég
vissi, að hann var mesti ferðalangur, og
það þótti mér svo dásamlegt. Hann var
einmitt að undirbúa ferð sína til Gazim
og mér tókst að fá hann til að taka mig
með sér. Það var æfintýraþrá mín, sem
nú átti að ná takmarki sínu.«
»Æjá, — þessi æfintýraþrá, þessi æfin-
týraþrá!« mælti Caverly.
»Ef til vill. Það er annars ekki gott að
vita, hvort það var það eða ekki.« Bó
brosti með samanbitnum vörum. »Það va>'
ef til vill sjálft æfintýrið — hið raunveru-
lega —«
»Maður finnur venjulega það, sem mað-
ur leitar að,« mælti Caverly, »og þegar
maður hefir fundið það, reynist það nærri
undantekningarlaust að vera alt annað, en
maður hélt. Það er sorglegt.«
»Eg er fús til að trúa, að Lontzen hafi
talið sér trú um, að Sídí Sassí myndi geta
verndað yður,« mælti Caverly eftir ofur-
litla þögn. »Annars hefði hann óefað leyft
yður að fara með sér.«
' »Það gat engan grunað, að Sassí mundi
verða drepinn, áður en hann gæti gefið
sig til kynna,« andmælti unga stúlkan.
»Það hefði svo sem ekki gert hvorki frá
eða til« sagði Caverly. »Hvorki Lontzen
né Sassí sjálfur hefðu getað hnikað Tagar
minstu vitund. Tagar hatar kristna menn.
Hann myndi fyr láta flá sig lifandi held-
ur en að leyfa hvítum manni aðgang' acJ
aðalstöð sinni, Gazirn — nema sem þræli.
Sídí Sassí hefði jafnvel engu getað áorkað.
Lontzen hefði verið dauðadæmdur — og
þér líka.«
Þau nálguðust nú dæld þá milli sand-
hryggjanna, þar sem hinir sigur-ölvuðu
Zouai-hermenn höfðu tekið sér náttstað.
Gegnum skörðin í sandöldunum gátu þau