Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 17

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 17
HEIMILISBLAÐIÐ 141 nú séð rétt ofan í dalverpið, þar sem tjald- ið var reist, og bjarminn frá bálunum mál- «i aðí sandhlíðarnar g'yltar og' blóðrauðar. Ölvaðir menn slöguðu fram og' aftur á milli bálanna. Tapparnir höfðu verið tekn- ir úr hinum stóru vínkútum, og vínið var nú tekið að ólga í blóði þeirra., sem enn var heitt-og í æsingu eftir hryðjuverkin, er þeir höfðu unnið fyr um nóttina. Sum- ir sungu hásum rómi — nakinn dervisb dansaði á rauðglóandi kolum. Gljáandi lík- ami hans hringsnerist í hringiðu af elds- neistum, og utan um hann vafðist blik- andi baugnr tveggja sverða, er hann sveifl- aði kringum sig. Utarlega í tjaldborginm sat einn varðmannanna og lamdi trumbu- kólfum í vömbina á emjandi úlfalda og gaulandi hástöfum hersöng' Zouaianna. Caverly greip ósjálfrátt hönd förunauts síns og þrýsti hana fast. »Tagar er einvaldur yfir þessu fólki, og Sídí Sassí er eigi mætari né meiri, en Tag- ar vill vera láta. Við getum væntanlega leikið á þá og talið þeim trú um, að ég sé Sídí Sassí, sonur Tagars og_ erfingi. En höfðinginn sjálfur er bæði lögin og dórn- arinn. Munið nú eftir því, að þér eruð að- eins þræll Sassís. Og gleymið því, að við erum bæði glataðar sálir.« Hann spretti fingrum. »Umfram alt verðið þér að varast öll mistök, því annars væri oss betra, að við hefðum aldrei fæðst í þenna heim.« Hann gekk nú fram á sandöldu-kamb- inn rétt upp yfir tjaldborginni og kallaði hátt og snjallt, svo rödd hans skar gegn- um háreystina fyrir neðan hann: »Heyr raust mína, faðir minn! Það er ég, Sídí Sassí Kreddache! Ilerra minn og Drottinn, ég fleygi mér fyrir fætur þínar!« VII. Höfðingjasonurinn. Hin djöfullega háreysti þagnaði og gauragangurinn hjaðnaði á svipstundu. Hlátrasköllin og öskrin köfnuðu í miðju kafi. Eyðimerkurpresturinn nam staðar í miðri eldiðunni, sjötíu æðisgengnir her- menn stóðu sem steini lostnir og störðu upp á sandhrygginn. Dauðaþögn sú, er á svipstundu hafði fallið yfir tjaldborgina, var á sinn hátc jafn ægileg og tryllingurinn hefði verið rétt áður. En Caverly stóð í höfðingja- búningi sínum rólegur og ákveðinn uppi á öldukambinum. Svipur hans yfirbragð lýsti fullkomnu kæruleysi og yfirlæti. Ten- ingnum var kastað. Og nú var það hug- rekkið eitt, sem gat aflað honum sigurs. Hann varð að taka á öllu, eins og nú horfði við. Að hika var sama og að tapa. Hann sá nú, að alt komst á hreyfingu framan við hið stóra tjald höfðingjans, Hár maður vexti ruddi sér braut gegn um mannþyrpinguna. Það var Tagar Kredd- ache. Höfðinginn starði upp til háa mannsins á sandhryggnum, og er hann tók til máis, var ekki snefill af geðshræringu í rödn hans, hvorki undrun, gleði né tortrygni. »Ef þú ert Sídí Sassí, eða hver sem þú ert, þá komdu undir eins hingað!« kall- aði hann í skipunarróm. Caverly lyfti hendinni upp að hálsmál- inu og þreifaði eftir litla fílabeins vernd- argripnum, sem höfðingjasonurinn eflaust hafði borið á sér frá fæðingu. Síðan hélt hann af stað hægt og virðulega ofan sand- brekkuna þangað, sem Tagar Kreddache stóð og beið. Rúbínhringurinn glóði á fingri hans, og hin skrautlegu, gimsteinum prýddum hjöltu stutta bogsverðsins blik- uðu og leiftruðu ofan við mittisrefilinn vinstra megin. Bó Treves gekk á eftir Caverly, lítil og niðurlút. Á svipstundu hafði ræningjaflokkur Tagars umkringt þau bæði. Dökkleitir skeggkarlar störðu á þau úr öllum áttum. Caverly þekti hvern ein- an þeirra alt of vel: Motlag hinn eineygða, sem með sínu eina auga sá lengra og skarpara en flestir aðrir með báðum sín- um. Mansor, sem bar í hendi þrælasvip- una tvítunguðu. Alí Móhab, er gekk næst- ur Tagar að völdum og gortaði af því að hafa drepið fjörutíu manns með eigin hendi. Mahmed Taib, hinn eyrnarlausa, er lifði aðeins til þess að hefna sín á Zaad, er einu sinni hafði tekið hann til fanga og skorið af honum eyrun. Achmed og Hamd skylmingarmeistarann, ásamt hin- um slóttuga og halta Zúwalla. — Caver- ly hefði getað kallað á þá með nafni, alla þessa sjötíu ræningja, og helt úr sér skömmum og bölbænum yfir hvern þeirra. En hann bar höfuðið hátt og borgin- mannlega og leit hvorki til hægri né vinstri, er hann ruddi sér braut gegnum þyrpinguna, sem jx)kaði hægt og hægt til

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.