Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 18
142
HEIMILISBLAÐIÐ
hliðar. Það var eigi sýnilegt, að hann ga'fi
þeim nokkurn gaum, en samt fór hrollur
um hann, er þessi þorparalýður glápti á
hann með augunum, og mest af öllu ótt-
aðist hann hið eina leiftrandi auga Mótlags
gamla. Nú var hann kominn inn í miðjan
ljósbjarmann frá bálunum, og enn hafði
enginn látið til sín heyra.
Hann gekk beint fram fyrir Tagar
Kreddache og fleygði sér flötum niður fyr-
ir fætur hans. »Faðir minn!« mælti hann.
Næstu augnablikin þorði hann ekki að
draga andann.
En svo var þessi ægilega bið rofin, er
höfðinginn hrópaði i skipunarróm:
»Stattu upp!«
Nú stóðu þessir tveir menn andspænis
hvor öðrum og horfðust í augu. Háir og
sinastæltir voru þeir báðir, og undir köldu
yfirbragði þeirra tóku þeir mat hver á
öðrum eins og tvö villidýr, er mætast af
tilviljun. Augu Tagars voru köld og
óbreytileg, og þó var Caverly alveg viss
um, að hann hafði þekt aftur bæði hring-
inn og fílabeinsverndargripinn. Alt í einu
rauf hann þögnina, og það skeði svo
skyndilega og óvænt, að jafnvel hermenn
hans hrukku við.
»Bjóðið höfðingjasoninn velkominn!«
hrópaði hann. Hann breiddi út faðminn
og svipur hans varð eins og ofurlítið mild-
ari. »Faðmaðu mig sonur minn!« mælti
hann.
Sverðin ruku úr slíðrum beint í loft upp.
Kliður af syngjandi stáli og drynjandi
raddir rufu á ný eyðimerkur-kyrðina, er
allur hópurinn hrópaði: »Velkominn!«
Tagar steig eitt skref aftur á bak og
leit hvössum rannsóknaraugum á komu-
mann. Það var auðséð, að hann dróg eigi
kensl á strokuþræl sinn. Hann virtist eigi
vera í vafa um, að þessi stæriláti skraut-
klarddi maður væri raunverulega Sídí
Sassí, sonur hans, er nú væri orðinn full-
þroska maður, mikill á vell eins og Kredd-
ache-ættin átti að sér. Nú var aðeins eftir
að komast að því, hverskonar maður væri
orðinn úr höfðingjasyninum.
»Hvaðan kemurðu?« spurði hann.
Caverley kinkaði kolli í norð-vestur. »Eg
kem frá hafi gegnum eyðimörkina.«
»Fylgdarlaus? Gangandi?«
»Fylgdarlið mitt var drepið, og úlföld-
um mínum stolið.«
Tagar hleypti brúnum. »Hverjir gerðu
það?«
»Það ætti þér að vera kunnast um;«
mælti Caverly rólega.
Dauðaþögn féll á mannþyrpinguna um-
hverfis bálin. Menn skotruðu augum hver
til annars, en enginn mælti orð af munni.
Hið skeggaða andlit Tagars var alveg svip-
laust, en glytti í arnaraugu hans undir
þungum brúnunum.
»Voru menn þínir félagar eða vinir þín-
ir?« spurði hann loksins.
»Aðeins fylgdarmenn,« mælti Caverly,
»og þrælar.«
»Þá er alt gott! Úlfaldar þínir og far-
angur er hérna. Þú hefir aðeins mist menn-
ina.« Tagar sveiflaði handleggnum út ýfir
hermannahóp sinn, er þyrptist utan um þá.
»Og þú hefir unnið meira, en þú mistir!-
Nú var okinu létt af hópnum. Þeir ráku
upp glymjandi hlátur, og höfðinginn hló
einnig. »Spaugið hverfur aftur og hittir
Tagar fyrir,« mælti hann góðlátlega.
Skellihlátur glumdi við í hermannahópn-
um. Hyllingarhrópin gullu við á ný, og'
sverðin sungu undir. Zouaiarnir kunnu að
taka gamni, þó að það gengi út yfir þ?
sjálfa. Þeir hlógu af öllu hjarta og skemtu
sér, þar sem það þrátt fyrir alt var eng-
inn skaði skeður.
Höfðinginn varð fyrstur til að setja upp
alvörusvipinn á ný, og þá sljákkaði þegar
gáskinn í hinum.
»En hvers vegna varst þú ekki nær-
staddur, þegar þessi smávægilegi árekstur
varð í nótt? Þú hefðir getað kallað til okk-
ar og sagt til nafns þíns, og þá hefðirðu
sparað okkur alla fyrirhöfnina!« —
»Ég hafði sent lest mína hálfa dagleið
á undan mér að næsta áfangastað,« mælti
Caverly. »Ég nam sjálfur staðar ásamt
þræli mínum til að njóta svefns og hvíldar,
meðan síðdegishitinn var mestur. Ég he'ld.
að fjandinn hafi farið í úlfaldana! Þeir
slitu sig lausa og þutu út í buskann. Ég
og þrælsnáðinn minn urðum því að labba
á stað fótgangandi. Og þegar við loksins
komum á áfangastaðinn, þá var þar um-
horfs, eins og þér er bezt kunnugt.
Hópur hraustra hermanna hafði kom-
ið þangað á undan mér,« bætti Caverly
við alvarlega. »Og þegar ég sá, hvernig
umhorfs var, datt mér alt í einu í hug, að
það hlyti að vera þú, sem þarna hafðir