Heimilisblaðið - 01.09.1933, Síða 20
144
HEIMILISBLAÐIÐ
Þorsteinn Friðriksson
skólastjóri.
Hinn 30. maí í vor er það clagsett síð-
asta bréfið, er ég fékk frá Þorsteini sál.
Friðrikssyni; þá var hann svo hraustur,
að hann gat ekki um lasleika í því bréfi,
en 1. júlí var hann liðið lík. I júlí-byrjun
kom ég’ úr ferðalagi norðan úr landi og
frétti þá lát hans.
Haustið 1907 fluttist ég til Hafnarfjarð-
ar. Bjó ég þann vetur í Flensborg', í nokkr-
um hluta íbúðar Jóns Þórarinssonar, sem
fluttist til Reykjavíkur. Helgi Valtýsson
var skólastjóri þann vetur og bjó einnig
í þeirri íbúð, en kona hans dvaldi þá er-
lendis, svo hann, ásamt nokkrum heima-
vistarpiltum þar, voru í fæði hjá mér um
veturinn. Voru það alt samvaldir reglu-
piltar og hin mestu prúðmenni. Og glatt
var oft á hjalla þann vetur.
Einn þessara pilta var Þorsteinn Frið-
riksson. Mátti segja, að hann væri hrók-
ur alls fagnaðar í þessum glaða, en sak-
lausa félagsskap. —
Sterk vináttubönd hnýttust þann vetur
á milli þessara pilta og okkar hjónanna,
og þau vináttubönd munu haldast til
hinztu stundar. Nú er þar fyrsti hlekkur-
inn brotinn.
Þorsteinn var á þeim árum fjörmaður
mikill, með eld æskunnar í brjósti, og
brennandi þrá til þess að verða hverju
góðu málefni að liði og vinna gagn ætt-
jörð sinni. Sérstaklega beindist hugur hans
snemma að því, að leiðbeina æskunni á
rétta braut, og varð hann því mikill styrkt-
armaður ungmennafélagshreyfingarinnar
og binn ötulasti liðsmaður bindindismáls-
ins.
Fyrst eftir að hann lauk prófi við Flens-
borgarskólann, stundaði hann barna- og
unglingakenslu og var nú síðast skólastjóri
í Vík í Mýrdal.
Þorsteinn var fæddur 13. sept. 1888 á
Litlu-Hólum í Mýrdal, og eru foreldrar
hans á lífi, nú aldurhnigin mjög, ásamt
tveimur systkinum, Karólínu, gift kona á
Litlu-Hólum, og Nikulás, raffræðingur í
Reykjavík.
Þorsteinn kvæntist 30. júní 1918 eftir-
lifandi ekkju sinni, Sigurveigu Guðmunds-
dóttur frá Loftsölum í Mýrdal. Eignuðust
þau tvær dætur, sem báðar lifa. Er skarð-
ið stórt og harmur mikill kveðinn að ást-
vinunum. En endurminningarnar slábjörtu
ljósi á skuggabraut sorgar og saknaðar.
Þrátt fyrir mikla vanheilsu, sem hann átti
oft við að stríða, þá vann hann með trú-
mensku og brennandi áhuga verk sinnar
köllunar. Hann elskaði Guð og þjóð sína
og Guði og fósturjörð sinni helgaði hann
líf sitt.
Eg vildi óska, að þjóð vor ætti marga
slíka æskulýðsleiðtoga og barnafræðara,
sem Þorsteinn sál. Friðriksson var.
Guð blessi minningu hans.
J. H.
NORÐURLJÓS.
Ljóssins öldur leiftra um geinb
Ijomar fjöldi stjarna,
lýsa að kvöldi liinzta lieim
hans útvöldu barna.
Ant. H. Sig.