Heimilisblaðið - 01.03.1918, Síða 6
HEIMILISBL AÐlfe
38
hann kannske neðan í því, að honum fanst, og
honum hætti þá við að vera nokkuð hranaleg-
ur og önugur við krakkagreyin á milli og móðir
þeirra var líka altaf að jagast i þeim, skamma
þau og slá í þau á víxl, en alt kom fyrir ekki.
Maddama Sörensen áleit sjálfa sig mjög
ógæfusama konu, sem eiginlega færi alls góðs
á mis. — henni fanst vera of lílið gert úr sér
í alla staði, — hún væri þó sannarlega mesta
myndarkona, og i ergu síðri en þessi maddama
Flink með sápuna sina, vatnið og alt hreinlæt-
istalið, — en svona væri það nú í þessum
rangláta heimi, sumir væru fæddir til gæfu,
aðrir til ógæfu. Hitt datt henni aldrei í hug,
að hún ætti máske sjálf sök á einhverju af
þessari armæðu sinni og basli,
Þegar hún svo var komin heim til sín, héldu
þessar hugleiðingar áfram. Henni fanst það
hreint og beint móðgun af maddömu Flink að
vera að tala við sig um hreint loft. vatn
og sápu ogástundun, og ætla að byrla sér
inn, að hægt væri að færa nokkuð í lag með
þessu og þvíliku. En þrátt fyrir alt komu þó
þessi orð ósjálfrátt fram í huga hennar aftur
og aftur og stöðugt var hún að stagast á þeim.
Loks fór hún að hálta og enn komu orðin
henni í huga og svo sofnaði hún út úr hugleið-
ingum um mismuninn á sér og nábýliskonunni
sinni.
Ekki vissi hún, hve lengi hún hefði sofið,
þegar hún alt í einu þóttist heyra undarlegt
hljóð frammi í uppganginum. Hún heyrði
hvern hlunkinn á fætur öðrum, já, svo greini-
lega! Það var eins og eitthvert ferlíki væri að
brölta upp stigann og eins og gúlp og skvettir
innan um dynkina.
Hún settist nú upp í rúmi sfnu til að hlusta,
en þá veit hún ekki fyrri til en hrundið er upp
hurðinni alt í einu og inn kemur stóreflis fata,
lleyti-rennandi full af vatni. Hún gekk á hækj-
um. Öðru megin hafði hún stóreflis stanga-
sápustykki og ryksóp til að styðja sig við, en
hinumegin gólfsóp og hékk stór svampur á
öðrum kilpinum. Fatan sýndist alveg uppgefin
af þessu bjástri og varð nú að staðnæmast til
þess að draga andann, áður en hún gæti feng-
ið svigrúm til þess að litast um,
„Ja, hérna!" sagði vatnið loksins, „aldrei á
minni lífsfæddri æfi hefi eg nú séð slikt og
annað eins!“ og svo gúlpaðist það fram og
aftur um fötuna af óþolinmæði.
„Ja, og eg segi sama og alteins11, sagði gólf-
sópurinn, og svampurinn tók í sama strenginn.
„Hér hefir víst enginn okkar komið nokkru
sinni, síðan þelta hús var bygt“.
„Ja, segið þið mér eitt“, sagði ryksópurinn,
„segið þér mér bara eitt, er hún með öljum
mjalla hún maddama Flink að senda okkur inn
í svona íbúð? Hvar á að byrja og hvar á
að enda? Nú, það var nú lika sannast að
segja, að það var von, að þeim blöskraði.
Gólfið var svart af óhreinindum; kringum
ofninn var fult af ösku og smáspýtum, sumum
hálfbrunnum; á borðinu var svona sitt af
hverju: kartöfluhýði í hrúgum hingað og þang-
að og fiskmauk, hálfjetnar brauðsineiðar, ost-
skorpa, hálfur exportstuðull, mötugur hnífur,
tveir eða þrír handarhaldslausir bollar, gróms-
ugir, og innan um þetta nokkrir sokkagarmar
götóttir, sem maddama Sörensen hafði auðsjá-
anlega ætlað sér að stoppa í, og svo rifrildi af
dagblaði og tóm brennivínstlaska. Þar var
kommóða á þremur fótum og á henni gamall
ljósastjaki með dálitlu kertisskari, og hafði
helmingur af því runnið niður, og niður eftir
öllum stjakanum, og enn til prýðis nokkrar
handarhaldslausar krúsir, sem voru hafðar til
að geyma húsbúseðla* i. Glugginn var stór
og vissi út að stórri grasflöt, en hann var full-
ur af allskonar óþverra og kóngulóuvefur í
hverju horni og rúðurnar svo óhreinar að ekki
sást út um þær. Loftið í stofunni var þungt og
óþverralegt og fúlt og var auðfundið að glugg-
*) í öðrum löndum eru víða til eins konar
lánsstofnanir, þar sem fá má bráðabirgðarlán
út á ýmsa lausafjármuni, íveruföt, sængurföt,
húsgögn o. fl. sem handveð, og er þá ætlasttil
að slík veð sjeu innleyst innan skamms. — I
Kaupmannahöfn þekkja margir landar af afspurn
eða eigin reynd Assistentz-húsið, stofnað 1688,
sbr. kvæði Jóns Thóroddsens: „I Babýlon við
Eyrarsund" o. s. frv.
„Loksins í húsið hjástoðar
hengdum vér sparibrækurnar“ etc.