Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1919, Qupperneq 2

Heimilisblaðið - 01.08.1919, Qupperneq 2
114 HEIMILISBLAÐID urunum oft og einatt óþægindi og jafnvel orðið öðrum börnum að skaða. En hvernig fer svo á fullorðinsárunum ? Sá tími kemur, að þau verða að fara frá foreldrum sínum úl í heiminn og hafa sig áfram á eigin spýtur, hvort sem þau nú eiga að stunda nám eða vinnu hjá öðruin eða í fáum orðuin: komast á vegu vandalausra manna. Nú vitum vér það allir, sem höfum reynt að hafa unglinga á heimilum vorum, til vinnu eða náms, hve það er fjarska sjaldgæft að vér hittum fyrir trúa og hlýðna unglinga, unglinga, sem gera sér far um að gera ná- kvæmlega eins og fyrir þá er lagt, þegar sagt er við þá lireint og beinl: Svona vil eg láta gera þetta og svona hitt. En þó málturinn sé ekki ávalt viljanum samsvarandi, þá umberum vér það fúslega og segjum þá : »það verður gott. Þú vilt feg- inn vanda þig, þér tekst það líka áreiðan- lega með timanum að leysa það vel af hendi eða gera það eins og það á að vera. Þessum viljagóðu og efnilegu unglingum vilja menn gjarnan halda, og þó að þeir verði að greiða þeim meira kaup, þá er það tilvinnandi. Trúir og hlýðnir unglingar koma sér allstaðar vel og hljóta góðan vitnisburð, sem verður þeim miklu haldkvæmari um æfina, en nokkur geti fyrir séð. Þeir læra líka eitt, því að hver góður húsbóndi hefir ánægju af að leiðbeina þeim, sem sjálfir vilja hafa sig áfram. Þeir eru blessun og fögnuður heimilunum, sem þeir eru á og foreldrum sínum til sóma. Þvi að allir sjá, að þeir hafa fengið gott uppeldi heima og að foreldrarnir hafa skilið hlutverk sitt og leyst það vel af hendi. Alt fer á annan veg, þegar menn eru svo óhepnir að ná í einhverja unglinga, sem eng- an veginn er hægt að tjónka við, af því að þeir hafa aldrei lært að hlýða nokkrum manni; það er eins og vatni sé skvett á gæs, ef eitthvað er við þá sagt til umvöndunar eða leiðbeiningar. Slikir og þvilíkir unglingar eru sannnefnt heimilisböl og dagleg plága; þeir verða heldur aldrei mosavaxnir á heim- ilunum. Því allir vilja auðvitað verða af með þá sem fyrst og vitnisburðinn þeirra tölum vér ekki um; hann er nú ekki næsta loflegur. Það er slæmt fyrir unglingana, þegar menn vilja heldnr vita þá fara en koma. Þeir geta varla lært nokkurn skapaðan hlut sér eða öðrum til gagns, heldur fylgir þeim hvar- vetna óþrifnaður og vesaldómur og kjör þeirra verða því verri, sem lengra líður fram. Og hverjum er þetta svo að kenna? Það er auðvitað ekki hægt að afsaka ung- lingana sjálfa, þvi þegar þeir eru komnir til vits og ára, þá ættu þeir að geta haft dálítið taumhald á sjálfum sér og hegðað sér skyn- samlcga, En mestur ábyrgðarhlutinn fellur þó á foreldrana, er hafa verið svo óskyn- samir að láta börnin alast upp í alt of miklu sjálfræði, meðan þau voru ung. Aíleiðingin var sú, að enginn gat nokkru tauli komið á við þau, er þau stálpuðust. »Beygðu kvistinn, meöan hann er ungur«, segir orðskviðurinn og minstu þess, að göml- um vana er ilt að breyta og »illa gróa göm- ul sár«. Það er synd foreldranna, sem kemur bér niður á börnunum og reyndar foreldrunum jafnframt, því að óhlýðin börn leiða sorg og svívirðingu yfir foreldra sína, svo þar sann- ast spakmælið forna: »Aga þú barn þitt, ann- ars agar það þig«. Óhlýðuiu er áreiðanlega sú ódygðin, sem verst hefir eftirköstin, og þess vegua ætti að brýna það, eins og unt er fyrir þeim, sem hafa börn undir höndum, að vinna gegn þeirri ódj'gð af alefli og ckki láta hana með nokkru móti festa rætur. Því að hún getur lekið svo háskalega skjótum vexti, þegar hún er nú einusinni búin að ná sér niðri. Þenna þátt barnauppeldisins verður að taka fyrir alvarlega frá rótum. Hver, sem það gerir, forð- ar börnum sínum frá mikilli eymd og vol- æði, þegar fram líða stundir, Pjóðvinnr.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.