Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 2
130 HEIMILÍSBLAÐIÖ stúlkunnar sinnar. Þessi fríða meyja, sem gekk um garðinn þeirra, stóð oft tímunum saman og virti fyrir sér stóru, snjókvítu agaveblómin; hún var líka óra-lengi í burtu þegar hún átti að sækja vatn i brunninn, og altaf þurfti hún að vera að líta eftir ein- hverju í litla málmspeglinum sínum. For- eldrunum fanst sem þetta gæti ekki verið stúlkan þeirra og voru áhyggjufull hennar vegna. Það voru lika fleiri en spegillinn, sem sagt höfðu Mirjam að hún væri falleg. Á miðri leið að brunninum, sem ungu stúlkurnar sóttu vatnið i, lá bær, sem var eign auðugs Sýrlendings frá Sesareu, er taldi sig vera kominn af gamalli höfðingja- ætt. Sonur hans, ungur og fallegur prins, dvaldi þar stundum og var þá oft á tigra- veiðum í skógunum við Jórdan. Og hann hafði slegið Mirjam gullhamra, ekki síður en aðrir. Það var snemma kvölds, eitt sinn er hún fór fram hjá með vatnskrukkuna á höfð- inu, vaggandi og letileg í göngulagi, eins og henni var títt, að hann hafði stokkið út yfir girðinguna og gengið í humátt á eftir henni. Hún fór sér ofnr-hægt, eins og liún vildi segja: kondu nær . . . viltu mér nokk- uð? — Fleiri stúlkur voru á leið frá brunn- inum og sögðu þær henni, að þær hefðu lengi tektð eftir því, að hann væri að draga sig eftir henni, og að hún gæti orðið prins- essan hans ef hún vildi. En ein þeirra, sú er Rispa hét, góð stúlka en ólagleg og ófim í limaburði, sagði þegar hinar voru farnar: Honum er þetta ekki alvörumál, Mirjam; hann á vist margar konur uppi í Sesareu, heiðinginn sá arna! En Mirjam hélt að hún segði þetla eingöngu af þvi, að hún gæti ekki unnað sér þess, að fá hann. En þegar Rispa var farin og Mirjam kom- in heim, gleymdi hún að loka litlu leyni- hurðinni í múrnum. Hún nam staðar fyrir innan dyrnar og fór að skoða stóru, hvítu agaveblómin. Þá heyrði hún úti fyrir veikan strengja- slátt og fögur mannsrödd lofaði Mirjam á þessa leið: — Eg hefi aldrei séð sólina skína, fyr en eg sá þig. Eg hefi'sjálfur aldrei verið til, fyr en þú kvaddir mig til lífs. Eitt andar- tak speglaði eg mig í djúpi augna þinna, og þegar eg kom til sjálfs mín aftur, hafði eg verið burtu öldum saman. Gulli mínu öllu hefi eg fleygt á þjóðveginn, því að eg sá að það var ekki annað en sandur i sam- anburði við gullauðinn, sem glóir og gitrar í hárinu á þér. Eg vil aldrei framar stiga fæti minum á fjallamjöllina, þvi að hún er dökk og óhrein í samanburði við þínar skínandi hvítu tennur. Allar rósir sýnast mér vera visnar, síðan eg sá varir þínar. Marmara-líkneskin mín braut eg í sundur, þau voru vansköpuð; eg hafði ekki veitt því eftirtekt fyr en í dag, er eg sá brjóst þilt og hendur. Auga mitt grætur, er eg horfi á þig, og hjartað er í dauðateygjum af gleði. Eg mundi hafa hlegið að hverjum þeim, er sagt hefði að til væri lifandi fíla- bein; en nú, er eg sé hörund þitt, veit eg að það er satt. Veiztu það sjálf, að andi þinn angar eins og ilmjurt? Það er eins og hringt sé þúsund litlum silfurklukkum í loftinu, þegar þú hlærð. ó, þú yndislega, allir fuglar skóganna fagna tilveru þinni! Þannig sló hann Mirjam gullhamra. En hún vissi ekki að hann fór með falsmáh og hann vissi það naumast sjálfur. En eftir þetta kvöld bar enn meira en áður á því, hversu hún var fjarsinna og fráhverf öllu þar heima. Hún hafði rauðgylt hár, sem fátítt var þar um sveitir, og hún skreytti það oft með stórum fjólum. Hún gekk með stutta ökla- festi, svo að hún var smástíg, eins og títt var um lauslátar konur í Samaríu. Hún horfði fögru og gletnislegu augunum lengi á þá er hún mætti og tvírætt bros lék um varir hennar. Augnahárin vorú mikil og hrafnsvört og stungu mjög í stúf við rauð- gylta hárið. Það var eins og svipur hennai bæri vott um þroskaðann og ráðinn hug

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.