Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 10
138 HE IM ILISBLAÐIÐ Lára. Sagra nngrar stúlkn. Eftir Vilhelm Dankau. Bjarni Jónsson þýddi. ► ► ► ► ► ► ► »Það hefir nú beinlínis beztu áhrif á mig, þegar eg hejrri unga stúlku tala svona nált- úrlega um náttúrlega hluticc, mælti Dalby læknir. y Yndisleg ró og öruggleiki var nú lcominn yfir huga Láru af samvistunum við þetta fólk. Og henni var það beinlínis unaður að fá að vera svona nærri honum, sem henni fanst vera gæddur þeim kostum, sem hver góður maður hefir að geyma. En það var þó ekki nema um stundar- sakir, sem þessi nautnarró og unaður hvildi yfir henni, því að hún sá, að þau skildi svo mikið, og það gerði hana aftur óró- lega. Hún sá, að hann átti það, sem henni var sem ókendur hlutur, fann, að hann átti heima í ríki, sem hún stóð enn fyrir utan. Ep á þessari rökkurstundu barðist hún gegn öllu þvi, sem vildi slíta þau sundur. Þegar minst varði, settist hann við hljóðfærið og lék fögur tónaljóð eftir þá Bach og Hándel og Hartmann og lýsti með því svo næmum skilningi listamanns á þeirri grein, að kveldstundirnar liðu eins og tuglar flygju. Lára söng margt, en að siðustu æfði hún sig á að syngia »kveðjuna«, sem hún átti að syngja við jarðarförina. Inndælt var þetta kvöld, innihaldsríkt, fræðandi og göfgandi. Enginn vafi lék á þvi, að báðir doklor- arnir lögðu ástarhug á Láru. Stöku sinnum kom það fyrtr, að Láru þótti Dr. Weidel gefa sig helzt til mikið við ungfrú Dalby! þá var sem sverði væri stungið í hjarta hennar. Það var einkum í rökkrinu, áður en Dr. Weidel fór að leika á hljóðfærið; þóttist hún þá hafa séð dokt- orinn seilast eftir hendinni á ungfrú Dalby og taka í hana, en þó var hún ekki hár- viss í þvi. En nú, er hún var að fara heim sin, þá lögðu dáðir doktórarnir jafnt kapp á að fá að fylgja henni heim á leið. Og endirinn varð sá, að þeir fóru báðir i yfir- hafnir sinar, og gátu eigi unt hvor öðrum þess að ganga með henni; svo skildi Lára það að minsta kosti. Lára hafði hið mesta yndi af þessari kvöldgöngu og óskaði hún þess nú hjart- anlega, að leiðin heim væri hálfu lengri og doktórarnir dróu engar dulur á, að þeir óskuðu hins sama. Og þó að.þeir báðir væru að hugsa um að gera lykkju á leið- ina, þá þorði hvorugur þeirra að kveða upp úr með það. Samræðurnar voru fjörugar og frjálsleg- ar. Þeir töluðu mest um sönglistina og hið einkennilega töfravald, sem húu hafði yfir hugum manna. »Söngurinn hefir mikið og veglegt trú- boðserindi að rekacc sagði Dr. Weidel, »miklu meira en niargur hyggur. Oft hefi eg spurt sjálfan mig, þegar eg hefi lesið, að nú ætlaði sá og sá maður eða kona að leggja af stað í kristniboðsför: »Ætli þau kunni að syngja ? Hefir aldrei neinum dott- ið i hug að kenna þeim að syngja? Og þótt þeir geti sungið eins og vanalega ger- ist — hvað stoðar það, ef þeir vita ekki hinar algengustu reglur fyrir því, hvernig kenna eigi öðrum að syngja? Eg hygg, að eg mundi spyrja fyrst og fremst: Iíunnið þið að syngja? Eg vildi óska, að þeir vildu koma til mín, eg skyldi gjarnan kenna þeim það, alveg ókeypis, eg álít það bráðnauð- synlegtcc. Þau Lára og Dalby kváðu hann hafa rétt að mæla. Dalby mælti: »Það er næstum undarlegt að i Nýja testamentinu er svo lítið minst á söng, en í Gamlatestamentinu þvi meira. Þess er eigi nema alls einu sinni getið, að Jesús hafi sungið — ekki einu sinni meðan hann var á barns aldri«. »Satt er það að visu, en óhugsandi er

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.