Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 4
132
HEIMILISBLAÐIÐ
jurtinni niður við leynidyrnar á múrnum.
Þar var svalt og rólegt. Móðirin settist á
þrepið og bauð Mirjam að setjasf hjá sér.
— Settu þig niður, Mirjam mín, mælti
hún; eg hefi lengi ætlað að segja þér frá
nokkru, og í dag hefir mér fundist sem
einhver innri rödd segði mér, að nú skyldi
eg gera það. Eg hefi oft hugsað um þetta,
en mér hefir ekki fundist vera kominn
timi til að segia þér frá því. Eg var hrædd
nm, að þér þætti einskis um það vert* eða að
minsta kosti að þú gæfir þvi minni gaum,
en eg taldi æskilegt. Og þá var betra að
segja þér það ekki. En í dag hefir þetta
staðið svo ljóst í huga mínum á ný. Það
er ekki heldur að vita hve lengi mín nýtur
við, og gæti þá farið svo, að eg dæi án
þess að fá færi á að segja það við þig. Og
svo þar sem þú varst hjá mér allan dag-
inn, þá fanst mér sem röddin segði við
mig: í dag skaltu gera það, annars verður
ef til vill aldrei af þvi.
Mirjam sat álút og beið.
— Við foreldrar þínir elskum Jesú, vorn
blessaða herra, og við tölum oft um það
okkar í milli, hve heitt við óskum að þú
gerðir það líka.
— Eg geri það lika, svaraði Mirjam og
starði íram undan sér; en honum þykir
ekki vænt um mig.
— Já, eg minnist þess vel, að þú hefir
sagt þetta áður, mælti móðirin, en eg veit
það líka með vissu, að þetta er hinn mesti
misskilningur af þinni hálfu. Og það sem
eg nú ætla að segja þér, lýtur einmitt að
þessu. — Mirjam, láttu skriðdýrið vera.
Það gerir engum mein, en nýtur seinustu
geisla sólarinnar, og það má það gera, al-
veg eins og þú og eg.
Mirjam stundi.
— Eg skal pú ekki vera lengi, hélt móð-
irin áfram; það er ekki langrar stundar
verk að segja frá þessu.
— Sjáðu nú til, Mirjam. Það eru nú
fjórtán ár siðan, eða þar um bil. Eplatrén
voru þá örlítil, þvi að þau eru hér um bil
jafn-gömul þér. Og eg minnist þess, hve
hætt eg var komin þegar þú fæddist.
Mirjam smeygði hendinni inn í lófa
mömmu sinnar.
— þú varst lítil og ólagleg telpa þá, en
skemtileg — það varstu. — Mirjam hló. Og
alt af varstu grett og hrínandi, eins og lítill
grís. En pabba þínum þótti afar-vænt um
þig; eg held meira að segja að honum hafi
aldrei þótt jafn vænt um þig, eins og þegar
þú varst á fyrsta árinu. Og það er þó
sjaldgæft, að mönnum þyki svo vænt um
börn sín meðan þau eru svo lítil.
— Eg meiði hana ekki neitt, sagði Mir-
jam — það var konguló, sem hún var að
hampa og lét hana skríða af annari hend-
inni á sér yfir á hina á víxl, og móðirin
leit á hana og þagnaði um stund. — Og
eg hlusta alt af á það, sem þú segir.
— Þá bar það til einn góðan veðurdag,
að sú fregn ílaug um þorpið, að spámað-
urinn frá Nazaret væri kominn og sæti á
stóra trjábolnum upp við brunninn. Pabbi
þinn og eg höfðum oft heyrt hann prédika,
þar á meðal einu sinni er við fórum há-
tíðarferð upp i Jerúsalem, og í annað skifti
í litlum lundi hinumegin við Jórdan. Þeim
degi gleymi eg aldrei! Haiin stóð upp á
viðarbol, og fyrstu orðin sem hann sagði,
voru á þessa leið: »Veröldin er eins og
brú, sem yður ber að ganga yfir, en ekki
að setjast um kyrt á henni. Æfin varir
stutta stund; notið hana til guðsdýrkunar«.
— Þetta hefir oft orðið mér að umhugsun-
arefni siðan. Og nú kom svo þessi fregn,
að hann væri kominn hingað i þorpið. Eg
varð alveg trá mér numin af gleði, og svo
kom mér skyndilega nokkuð til hugar.
— Mamma, getur þú orðið frá þér nuni-
in af gleði?
— Já, sú var tíðin, Mirjam mín. Og nú
kom mér sem sé það i hug, að fá Jesú til
að gefa litlu dóttur minni blessun sína. Eg
hljóp yfir til nágrannakonu minnar, til þess
að tala um þetta við hana. Par voru þá
staddar nokkrar aðrar mæður, og okkur