Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 13
ÖEIMILISBLAÐIÐ
141
höfum talað, fer eingöngu okkur í
milli. Ef ef hefði ekki séð, hve ástfanginn
þú varst, þá hefði eg auðvitað aldrei haíið
rciáls á þessu. Nú veiztu, hvernig i öllu
Hggur og getur svo hagað þér eftir því«.
Þeir voru nú búnir að ganga á sig lang**
an krók, og komu ekki heim fyr en um
miðnætti.
Nú var kominn síðasti dagurinn, sem
Weidel gisti hjá Dalby lækni.
Stúlkurnar skreyttu stofana lítið eitt, og
sæti gestins við miðdegisborðið var blóm-
um prýtt.
Dalby hafði af ásettu ráði boðið Jörgen
Gadegaard til sín.
Eftir samræðurnar kvöldið áður, talaði
Dalby færra en áður við Weidel, vin sinn.
Það var eins og þeir hefði talað út, eða
logn eins og eftir hvassviðri. Honum var það
heldur ekkert hryggðarefni, þó að Weidel
færi morguninn eftir.
Hann hafði eins og þröngvað sér til að
bæla niður ást sína eða láta að minsta
kosti, eins og hann hefði fult vald á til-
finningum sínum. En þegar liann heyrði
Láru syngja i kirkjunni, þá hvarf honum
öll sú uppgerðar-stilling; náði ástin þá öfl-
ugri tökum á honum en nokkru sinni áður.
Hann var þvi hræddur um sig og þorði
blátt áfram ekki að vera einn síns liðs með
þeím Láru og Weidel — hann mundi
Verða að athlægi í augum þeirra.
Hann hafði orðið hrifinn af ræðu Jörg-
ens. í þeirri ræðu fann hann eitthvað af
hinum fjöruga og hreina andblæ æskunnar
anda á móti sér; sá andblær varð til að
kæla brunann í sálu hans; hafði hann nú
boðið honum heim með sér undir því yf-
‘rvarpi, að hann ætlaði að tala við hann
úm samkvæmið, sem átti að verða hjá
Jörgen daginn eftir.
Og hann iðraði þess ekki. En þar á móti
var þeim hinum ekki meira en svo um
Það, af því að þeim fanst, og það með
réttu, að þessi gestur drægi talsvert úr
þeirri gleði, sem þau höfðu ætlað sér að
fá að njóta á þessu kvöldi.
Dalby mælti fyrir minni Weidels og
þakkaðí honum hjartanlega fyrir þangað-
komu sína, óskaði honum allra fararheilla
og bezta árangurs af náminu erlendis. En
annars var mest talað um jarðarförina og
töluðu þeir mest Dalby og Jörgen. Kvöldið
leið svo, að hvorki var sungið né leikið á
hljóðfæri; á engum var sá hátíðablær, sem
þau höfðu einmitt búist við að verða mundi
og ekki sizt á Láru.
Hún hafði hugsað til kvöldsins með sorg-
blandinni gleði, en samt hafði hún gert sér
far um, að láta gleðina fljóta ofan á; en
það fór þó alt á annað veg en hún hafði
hugsað sér; henni fanst alt af á sér, eins
og eitthvað hefði hrunið til grunna af von-
um sínum á einn eða annan hátt.
Þeir vinirnir báðir og Jörgen virtust blátt
áfram aldrei ætla að verða búnir að ræða
saman. Þær mæðgur ungfrú og frú Dalby
voru svo ástúðlegar í viðmóti, sem hægt
var að hugsa sér, og þó fanst Láru, að hún
hefði aldrei séð það fyr svo greinilega sem
nú, að eitthvað skildi hana og Weidel, sem
ekkerl mannlegt auga gat séð. —
Þegar lokið var tedrykkju þá var lítið
eitt sungið og leikið á hljóðfæri. En þá
fundu þau það bæði, Dr. Weidel og Lára,
að þau vantaði lif í skákina. Hugur þeirra
og hjarta átti ekki heima i söngnum;
þá fyrst, er þau sungu öll saman inndælan
sálm um skilnað Guðs barna hér á jörðu,
að eitthvað kom í Ijós al' því sem þau
höfðu þráð alt kvöldið.
En Lára söng með grátstaf í kverkun-
um. Hún sá nú í huga sér litlu, hnuggnu
stúlkuna, sem stóð utan við stúlknahópinn
í skólannm forðum, hrædd, en þó þrá-
kelknisleg á svipinn; hún var grátandi og
aðstoðarlaus; en hún sá líka hann, sem þá
kom og klappaði á höfuð henni og sagði
með hjartanlegri bliðu: »Vertu ekki angur-
vær, vinan mín litla«.