Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 1

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 1
IX. Reykjavík, í september 1920. 9. tbl. káldiS Matth. Hochumsson. Landsins vors Ijósa Ijóðguð þú ert. Hróðri þeim hrósa hjarta má hvert! Skáldgáfan góða gullfögur skin. Listin að Ijóða löngum er þín! Andrlkust óðsál á ísaslóð. Lengi þitt Ijóðmál lifir hjá þjóð! Yndi' tr þitt ómkvak, af öðrum það ber. Hlttt áttu hugtak t hjarta mér! Boginn þótt bresti og bragdisin góð. Pakka má Presti þúsund mörg Ijóð! Jens Sœmundsson. IVíii myiidlr úr lífi Meistarans. iOítír Olíert Ríeard. V. tnynd: Mirjam.*) Þið hafið vist ekki heyrt um hana Mir- jam litlu? Hún var nú fimtán ára, er þessi saga hófst. Og það voru einnig liðin nærfelt fimtán ár, frá því er Meistarinn mikli dvaldi hér á jörðunni. Og fimtán sinnum höfðu akasíutrén staðið blómum skrýdd síðan er þeir undursamlegu heilladagar liðu. Þeir, sem þá höfðu lifað, svo sem for- eldrar Mirjam, þeir hugsuðu til þeirra sælu- daga eins og verið hefðu fagrir draumar og fanst nú svo óra-langt um liðið. Foreldrar Mirjam voru kristin og bjuggu í þorpi nokkru í Pereu, héraðinu fyrir aust- an Jórdan, þar sem Gyðingar voru vanir að fara um, er þeir fóru trá Galileu til Júdeu, til þess að þurfa ekki að leggja leiðir sfnar um land Samverja. Vesalings Mirjam! Menn söknuðu liðna tímans og sögðu, að nú gerðust engin furðuverk framar. Og þó hafði nú, einmitt á siðasta ári, orðið slikt furðuverk, er vakti undrun og vonbrigði þeirra, er til þektu. Ofur-lítil stúlka var orðin að iturvaxinni mey. Og allir yngispiltar sungu henni lof og dáðust að fegurð hennar. En foreldr- arnir urðu hnuggin — þau söknuðu litlu Nð. ) Mirjam (= Maria) þýðir sársaukí.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.