Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 135 ^jarta. ímyndunarafl þarf hann að hafa til Þess að geta gengið í spor annara og verið samlyndir, og þar sem samlyndið hrestur, verður kærleikurinn að bæta úr skákinni. Sá, sem er mildur, dœmir ekki, móðgast ekki, stekkur ekki upp. Mildin felur þetta i sér: samlyndi, vorkunnsemi, umburð- arlyndi og þolinmæði, Gagnstætt þessu er karðýðgi, dómgirni, sérgæzka og bræði. Mildir eru þeir, sem gefa af gnægtum kjarta sins hverjum hrasandi og þjáðum króður. t*eir bera með sér sólskin til að lýsa upp afskekta, dimma stigu og hugga Þá, sem örvílnaðir er.u. Því meira, sem þeir §efa, því meira fá þeir til að gefa, af því a^ þeir ausa af lindum hins eilífa kærleika. Mildin skapar hvarvetna samrœmi. Fyrir kenni verða eigingirnin gg hlutdrægnin að v‘kja; þá verða menn að hætta að vera sMin fyrir sig sjálfa og engan annan. Þá skýrist hugsun manns, þá verður hún ró- j^gri. Eins er því varið um tilfinningarnar. ”egar einhver hættir að taka tillit til sín sJálfs, þá verða tilfinningarnar hreinni og fypri. í daglega lífinu kemur mildin því til e‘ðar, að vér litum á lífið með gleði og '‘Qaraugum á aðra menn; menn verða kárteisari og innilegri við þá, sem þeir eru Saftivistum við. — En sé maðurinn fullur sjálfselsku, þá Verður mildin hans að einskonar andlegri et>. hann lætur sér á sama standa um gott °§ ilt, siðferðismeðvitund hans verður sljó, u§ Hfsskoðun hans hvorki heil né hálf; aQn verður »vænn«, sem kallað er eða ^inleysismaður, en vantar alt sálarþrek. En sé maðurinn óeigingjarn, þá leiðir Júilciin hann inn i æ dýpri skilning á kær- e’ka Guðs og skyldunum við náungann. . En mildinnar verða menn að afla sér 'Qs og annarar dygðar, með daglegri iðk- n> með daglegri bæn og íhugun — eink- ^ á kveldi hverju. Þvi þegar vér lítum líðu • ^ann og þann starfsdaginn, sem Ur> og athugum i hverju oss hefir sést yfir, athugum alt, sem vér höfum gert eða ógert látið, þá lærum vér af því að dæma aðra vægt. Auðvitað verðum vér þar að auki að sýna mildina í verki, svo sem i því að hjálpa mönnum og skepnum, hvar sem vér getum fengið færi á. Taktu fagn- andi hverju tækifæri, sem þér býðst! Það er hvort sem er svo lítið, sem vér getum gert fyrir aðra, þá fáu daga, sem vér erum þeim samferða. Hjá Kristi skin mildin við oss sem hin heilaga miskunnsemi Guðs: hann hatar syndina en elskar syndarann og Jyrirgejur honum. Hann safnaði börnunum í kring um sig; honum var ekki ami að þeim; hann tók þau í faðm sér og blessaði þau. Enginn var of syndugur eða óhreinn til þess, að hann veitti honum viðtöku. Hann þvoði fætur lærisveina sinna. Hann leyfði bersyndugu konnnni að þjóna sér. Og síðast bað hann fyrir kvölurum sínum: »Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera«. »Verið með sama Kugarfari, sem Jesús Kristur var«. í ÞÍJSUND ÁR. Pú íslandslýður, ó, lit til baka, þótt logheit svíði á hvörmum tár, þvi harmar tíðum og hungurvaka hér háðu strið sitt í þúsund ár. Og frelsisblómin þín fyrnska hylur og frægðarljóminn hlaut banasár: með sorgar-rómi vor saga þylur um sundruug tóma í þúsund ár. En nótt er liðin, nú ljómar dagur! svo lúttu’ ei niður með signar brár; ef Guð þú biður, þá breytist hagur og blómgast friður i þúsund ár. Ef hátt þú stefnir og hræðist eigi og hrindir svefni og þerrar brár og Herrann nefnir til halds á vegi, hann heit sin efnir i þúsund ár. br. Fr.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.