Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 15
143
HEIMÍLISBLAÐIÐ
að þeir uppnefna hver annan, ef í þá fýk-
ur, eða þeir vilja særa einhvern. Óðara
hrópaði einhver upp í hópnum og sagði:
»Hann er góður! — hann getur heitið
Magnús góði, snáðinn sá arna!« Og þetta
viðurnefni festist svo við Magnús þegar í
stað. Það var ekki af góðum toga spunnið
né af vinarhug, en það varð að heiðurs-
nafni, eins og á Magnúsi konungi góða.
Pví að — það kom í ljós, að í þessum
drenghnokka bjó einhver undramáttur, sem
við hinir gátum ekki annað en borið virð-
ingu fyrir. Ekki var hann ramur að aíli og
enginn var ónýtari en hann í öllu tuski,
og ekki voru gáfurnar neitt framúrskar-
andi; í því hvorugu bar hann af okkur
hinum. Hann var miklu fremur tornæmur
og mátti hafa sig allan við til þess að verða
ekki eftirbátur okkar; en aldrei hætti hann,
fyr en hann kunni alt, sem hann átti
að skila.
Eiginlega skildi enginn okkar, í hverju
kraftur hans væri fólginn; en við fundum
þennan kraft og beygðum okkur fyrir hon-
um. En seinna skildi eg allan leyndardóm-
inn og hann var þetta, að hann litli hnokk-
inn, hafði sétt sér háleitt mark og mið og
kepti rakleitt og hiklaust að því marki.
Fyrsta verkið hans var það að gefa sig
við Anton og kenna honum að hegða sér
sæmilega. Hvernig hann fór að því, get eg
ekki almennilega gert grein fyrir; en vist
er það, að alt frá fyrsta deginum hans í
skólanum, hafði hann hið mesta vald á
Anton. Og góðu áhriíin hans á Anton komú
brátt í ljós: hann hætti að monta og gljá-
stígvélin hurfu af fótum hans, og óbrotnir
leðurskór komu í staðinn, og aldrei sagði
hann eftir okkur upp frá því. .
»Anton er beinlinis orðinn vænsti dreng-
ur«, sagði Tycho Holm einu sinni.
»Já, en eg skal segja þér eitt, Holm, eg
held, að það sé Magnúsi góða að þakka«,
svaraði feorsteinn Foss, »það er hann, sem
hefir kent honum það. Og, heyrðu! eigin-
hafði Magnús rétt fyrir sér. Það var
ekki fallegt af okkur að leggjast svona
margir á móti einum — jafnvel þótt hann
segði eftir okkur«.
Og svona fór um alt, sem Anton snerti.
þegar Magnús lét til sín taka, þá vissúm
við allir, að hann hafði rétt fyrir sér í því,
sem hann sagði og gerði og við höfðum
slæma sámvizku, þegar við fórum ekki að
ráðum hans.
Alt af hefi eg dáðst að þeim kjarki, sem
honum var gefinn til að vaða móti straumn-
um og kljúfa hann; en drengir eiga hægra
með það en fullorðnir menn.
Og það kom alls ekki af þvi, að honum
væri svo létt um það að eðlisfari. Eg veitti
því eftirtekt, að hann átti oft i harðrí og
alvarlegri baráttu við sjálfan sig, áður en
hann réði af að gera það, sem hann hugði
að i'éttast væri, eða þetta, sem við hinir
urðum að kannast við, að væri hið eina
rétta.
En það er áreiðanlegt, að ekkert tók
hann sér eins nærri og það, er uppvist
varð, að einn af bekkjarbræðrum okkar,
Preben, hefði stolið.
Já, við vorum nú í-eyndar tregir til að
kalla það þjófnað; við vildum draga úr
þvi og kalla það hnupl eða hvinsku, trausta-
tak eða bessaleyfi, en hvei'nig sem við fór-
um að, þá varð samt ekki fyrir það synj-
að, að tíu króna seðill hafði vei'ið gripinn
af hoi’ðinu hjá skólastjóranum einu sinni,
þegar honum hafði veiið greitt skólagjald
og — að sá seðill hefði slæðst ofan í vasa
Prebens. Hann hafði nú eiginlega ekkert
verið að hugsa út í það, hvað hann var
að gera; hann sagði það sjálfur, að seðil-
inn hefði hann gripið að eins af því, að
sig hefði langað svo óstjórnlega mikið til
að fara á kvikmyndasýninguna. Þvi að þótt
faðir hans væri vel efnaður maður, þá lét
hann Preben sinn hafa lítið af vasapen-
ingum.
En sama kvöldið, sem Preben var að
koma heim af sýningunni, þá sá hann, að
það, sem hann hafði gert, var hreinn og
beinn þjófnaður — ekkert annað. (Frh.).
\