Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 5
HIEMILISBLAÐIÐ 133 kom öllum saman um þetta. Við tókum þvf hver um sig börn okkar og hröðuðum okkur sem mest við máttum upp á brunn- torgið, svo að við fengjum lagt börnin í faðm frelsarans, til þess að hann bæði fyrir þeim. En það var nú ekki eins auðsótt og við hugðum. Því að lærisveinar hans, þeir Pétur og Jakob og fleiri, vörnuðu okkur aðgöngu og hugðu að reka okkur burtu. Þeim heflr víst þótt tími Meistarans vera dýrmætari en svo, að bann færi að sinna um smákrakka, sem þeim sjálfum mun hafa þótt fremur litils um vert. En eg sagði við samferða-konurnar, að við skyldum bara herða okkur áfram, ekkert skifta okk- ur af hvað þeir segðu, þeir mundu ekkert eiga með að banna okkur aðgöngu; að minsta kosti skyldum við bera upp erindi okkar við Meistarann sjálfan, og segði hann nei, þá næði það ekki lengra. Og i sama bili kom eg auga á hann. — Já, svo sannarlega sat hann þarna við brunninn og studdi öðrum olnboganum á pallbrúnina. Gegnum hlynviðarlaufið féllu smá-sólargeislar á ásjónu hans og á vefjar- höttinn, sem hann hafði á höfðinu. Mér fanst eg aldrei hafa séð hann jafn ljúfan og bliðlegan, eins og hann var þá. Og þó var nú yfirbragð hans eitthvað svo ákveð- ið og alvarlegt, sem eg hafði ekki tekið eftir áður; og þá mintist eg þess, sem eg hafði heyrt ýmsa vera að tala um, að hann væri á leiðinni upp til Jerúsalem, ogaðnú mundu óvinir hans ekki láta hann komast lifandi burtu þaðan aftur. — Til allar hamingju leit hann nú upp og sá okkur, kallaði til lærisveina sinna og vandaði um við þá, en benti okkur að okk- ur væri velkomið að koma. Það var þegar auðsætt, að honum var ljúft að sinna erindi okkar;' reyndar fanst mér þá, sem við vær- um nokkuð áleitnar, en svo þegar eg sá hve glaður hann var og vingjarnlegur, iðr- aði mig þess ekki. Og nú komum við til hans, hver á fætur annari og lögðum litlu börnin okkar í faðm hans, unz röðin kom einnig að mér. — Og þá var það ofurlltið augnablik — og það var eiginlega þetta, sem eg ætlaði að segja þér — já, ofurlitið augnablik œfi þinnar, er þú, Mirjam, hvildir i faðmi frels- ara vors og nauzt hans eigin fyrirbœna og blessunar. Mirjam sat alveg hreyfingarlaus og horfði hljóð fram undan sér og þrýsti fast um hendi móður sinnar, sem hún hélt um. — Þú hefðir átt að sjá ásjónu hans á þeirri stundu, Mirjam, er hann laut niður að þér og leit á þig. Óumræðileg blíða Ijómaði á svip hans og hann gat ekki stilt sig um að brosa, þegar þú varst að fálma með litlu fingrunum upp um andlitið á honum. En eg var að hugsa um það, að á þessari stundu vœri Jesús að blessa litlu siúlkuna mína eina og enga aðra sál í vlðri veröld. (Frh.). Ætekuóður. Vertu blessuð bernska min, sem býrð mér unaðsstundir. Sumarheita sólin þín seint mun ganga undir. Minning þín er mæt og góð, mér hún svalar lengi, brosir hún þar sem barn eg stóð og bærði hörpustrengi. Þegar mér er létt f lund og Hfið kalt að finna, þá er kært að flýja á fund fyrstu drauma þinna. Þó að alt mér þyki svart og þrótt mig vanti að striða, sýnirðu enn hvar brosir bjart bernskulandið fríða. Mikið hefi’ eg að þakka þér þú hefir fram mig borið og þar sem gangan erfið er enn þú léttir sporíð! Pröslar.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.