Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 139 annað en að hann, sem heyrt hafði söng seraffanna og engianna, hafl haft opið eyra fyrir söngnum í musterinu á hátíðunum og hafi þá sungið með hinuin«. Nú skildu þau og doktórarnir gengu heim- leiðis í kvöldkyrðinni. Frost var og heiðskírt veður. Þeir kvöddn Láru innilega, en stult- lega, og þó var eins og hún væri orðin þeim hugföst báðum, og livorugan langaði til að rýma henni úr huga sér. Þeir gengu lengi þegjandi. En þar kom, að þeim þótti þögnin þung eða undarleg og Dr. Wejdel varð fyrri til að rjúfa þögn- ina og mælti: »En hvað Lára beflr inndæla söngrödd. Ó, að sú rödd fengi að njóta nægilegrar tamningark . »Já, eg hlaKka beinlínis til að heyra hana syngja í kirkjunni á morgun. Þar fær hún fyrst að njóta sín verulega«. »Já, það held eg líka«, sagði Weidel. »En þú verður að leilca á orgelið«, sagði Dalby. »Eg?« »Já, þú! eg hefi tekið eftir þvi, að þegar þú leikui-, þá verður söngurinn henn- ai' svo töfrandi, að eg heyri hana aldrei há sér eins niðri við önnur lækifæri«, sagði Dalby og nam staðar. »Dr. Weidel varð hljóður við, en til að Svara einhverju, sagði hann: »Já, eg hefi lika þekt hana frá æskuárum og það var öldungis merkilegt, að eg skildi hitta hana kérna«, sagðí Weidel enn fremur, þegar Dalby svaraði engu. »Þér lízt vel á hana? »Hvað áttu við?« »Þú hefir felt áslarhug til hennar, það segi eg þér í allri hreinskilni, vinur minn«. »Og þó að svo væri?« mælli Dalby. »Nei, þú, tala þú eins og þér býr i örjóstk. »Jæja, eg get sagt þér það ósköp vel, þvi alt er sínum vin segjandi. Eg hefi felt ást tit hennar, en get þó aldrei fengið af mér biðja hennar«. »Hvers vegna ?« »Af því að eg get aldrei eða að minsta ekki enn sem komið er, gengið að eiga hana«. »Hver vegna?« »Já, það geturðu víst sagt þér sjálfur, hún er alls ekki trúuð stúlka«, mælti Dalby. »Já, en það getur hún visl orðið«, svar- aði Weidel. »Og eg veit ekki. Til eru þeir menn, sem eg get undir eius fundið það á, að þeir muni verða trúaðir, en svo eru aðrar — eg veit ekki hvað veldur — en eg get séð það á þeim, að erfitt muni 'veita að sigra hjörtu þeirra og| ein í þeírra tölu er ungfrú Jörgensen. Já, að vísu er hún inn- dæl og elskuleg — henni er gefið þetta sér- kennilega, eg veit ekki hvað það er — já mannþokki — hún er yfirlætislaus og kurteis við aðra, en samt er eg hræddur um —«. »Er þetta ekki ímyndun tóm«? sagði Weidel, »eg er nú aldrei að brjóta heilann um slíkt og þvilíkt. Eg held, að hægt sé að leiða hvern mann inn í Guðs ríki; að öðr- um kosti fxnst mér Guð eigi vera máttugx’i en höfðingi þessa heims. En auðvitað vei’ð- ur maðurinn að vilja það sjálfui’. Og þessi unga stúlka — hví skyldi hún ekki vilja það — auðvitað, alt er undir því komið í hvaða höndum hún lendir. Eg held að hún sé viðkæni og bljúg sól, svo að hver sú hönd, sem tekur nægilega á, getur leilt þar fram eitthvað gott, ef honum er annais dálítið sýnt um andlega hjúkrun. »Þú ert of bjartsýnn«, sagði Dalby. »Og þú ert of svarlsýnn« svaraði Weidel. »Það er svo fjarri mér, að eg geti fundið á fólki, hvað það er og hvað það er ekki. Lítist mér á unga síúlku, þá tek eg hana eins og hún er. — eins og hún kernur mér fyrir sjónir. Mér kæmi aldrei til hugar að forvitnast unx það í bæjarskránni, hvar/hún ætti heima eða spyrja, hvers dóttir hún væri —«. »Faðir hennar er nú ef til vill, ekki sem skemtilegastur«, sagði Dalby. »Já, þarna greipstu á kýlinu«. »En þú verðu þó að játa, Weidel, að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.