Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 8
136
HEIMILISBLAÐIÐ
♦ ♦
♦ Trygð yíö ættjörð og hugsjónir ♦
♦ ♦
♦ eftir ♦
♦ Guðmund Hjaltason. ♦
♦ ♦
■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■
Inngangnr.
»Vertu trúr alt til dauðans, svo skal eg
gefa þér kórónu lífsins«, segir Kristur.
»Vertu trúr við æðstu hugsjón þina (tao),
svo aðhyllast þig allir«, segir Laotse, æðsta
andans Ijós Austur-Asíu, 500 árum f. Kr.
— Biblian og göfugasti spekingur Kínverja
eru samdóma í þessu, eins og svo mörgu öðru.
Mikið afl er í trygðinni. Elsku-trygð er
æðsti kraftur mannsins. Trygðin eflir oss
i öllu góðu, veilir hugsunum og tilfmning-
ingum festu, starfinu stöðngleik og gerir
oss ákveðna, reglusama og áreiðanlega i
öllu.
Trygðin veitir oss sjálfstraustið sanna.
Séum vér trúir við sjálfa oss og aðra, þor-
um vér að treysta sjálfum oss, annars ekki.
Trygðin gerir hugsun vora að ljósu og
fallegu hugsanakerfi. Því vegur trygðarinn-
ar er ljós og jafn og beinn. Trygðin gerir
tilfinningalíf vort að fögru listaverki, venur
þær á að vaxa i beina stefnu. Ótrygðin
hrekur þær til og frá og veiklar þær. Trygg
sál er þvi fögur sál. Hugsanir hennar eru
i samræmi og reglu. Tilfinningar hennar i
góðri samhljóðan. Hún kemst aldrei í mót-
sögn við sjálfa sig.
Trygðarof er altaf stór galli, allaf synd,
oft glæpur.
En ótrygð fullorðinna er þó verri en
ótrygð ungmenna.
Trygðarof æskunnar er oft sprottið af
hverflyndi, sem kemur af ótömdu, en oft
skemtilegu sálarfjöri, En trygðarof eldri
manna eða kvenna er altaf Ijótt og and-
styggilegt og kemur oftast af kaldri eigin-
girni.
Æskuólrygð líkist oft falli Péturs. Eldri
fólks ótrygð líkist svikum Júdasar,
I. Ættjarðartrygð.
Ættjarðarástin er heilög skylda. Heyru®
hvað Jeremías segir við hina herleiddu
ísraelsmenn i Babýlon, Jer. 29, 7. Hann
býður þeim að efla heill staðarins, og sam
var staður sá höfuðborg óvinanna. Hvað þa
heldur að efla hag ísraels! Auðvitað enn-
þá meira.
Ættjörð vor sé ísrael. Ættjörð vor er
forspjaldsskóli eilifðarinnar. Ættjörð er a
vísu lítið hjá eilífðarlandinu. En trúmenska
í smáu elur trúmensku i stóru.
II. Hún kcnnir oss almenna mannelsku-
Ást kveikir af sér ásl eins og Ijósið lj°s>
sé hún sannkristileg. Sé œttjarðarástin eins
og hún á að vera, þá kennir hún oss a
elska líka aðrar þjóðir. Hún er eins og
á að vera, ef vér sjáum og elskum mann
kosti landa vorra hjá útlendingum, og sJa
um eins i hverju þeir eru oss betri. Au
legt er að ætla þjóð sina þjóða bezta.
Ritningin hefir mörg dæmi upp á r£C
við útlendinga.
Salómon unni víst sinni eigin þjóð.
fallega bað hann fyrir öllum öðrum PJ°
um.
Spámennirnir voru manna þjóðræknas
En fallega töluðu þeir máli útlending_
þeirra, sem létu ísrael óáreittan. I*að ge*^
Móses líka. Hann margskipar að faia
með útlenda.
Páll postuli var allra þjóðræknastur.
elskaði samt allar aðrar þjóðir. Grikki
Bómverja líka, þótt þeir væru nú
litlir
vinir þjóðar hans. Hann sá og fann m
beztu mannkosti þjóðar sinnar hjá pelIíl‘ ^
Jóhanna aj Órelans var allra ^velnQl
þjóðræknust. En ant var henni lika
enska fanga, þótt enskir væru höfuðfjan
hennar þjóðar. . a
Beztu þjóðvinir Noregs elskuðu úllen 1
Skáldahöfðinginn Wergeland var mestl
vinur Norðmanna. Hann lagði feikn 1
urnar, bæði í stóru og smáu, til að ma
þjóð sina. Hann gaf t. d. snauðum ó 1 _
sér, hvað þá annað. Hann tók að sér g