Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 14
142 HEIMILISBLAÐIÐ Magnús hinn góði. Hann hét Magmís, en viðurnefnið féklc hann þegar i fyrstu frímínútunum, sem hann var í skólanum. Drengir eru nú engir englar, eins og þið vitið og sízt, þegar mörgum slær saman Og við hérna erum ekki betri en allir aðrir drengir. Okkur fanst við hafa fylsta rétt til að stríða honum Anton Krog. og það var í marga daga stöðug skemtun hjá okkur. Hann vann lika til þess, því að hann var svo ákaflega óviðfeldinn og montinn. Hann kom i skólann á gljáandi stígvélum og með úrfesti, þó að hann væri ekki nema 11 ára, og hve nær sem hann kom því við, þá raupaði hann af því, hve pabbi hans ætti mikla peninga. En það var nú sök sér. Annað var verra hann var mesta sögu- smetta. Hann hafði rakleiðis sagt kennar- anum, að hann Tycho Holm hefði verið strákurinn, sem kastaði snjókúlunni í silki- hattinn á skólastjóranum í fríminútunum, svo að hatturinii þeyttist langar leiðir út á bala. I3að var ekkert sem rak Anton til að kjafta trá þessu, því að kennarinn spurði engan að því, nema þann, sem efstur var i bekknum okkar. En Auton var reiður Tycho Holm, fyrir það að hann var röskv- astur okkar allra, og svo hefndi hann sín á honum á þennan hátt. Og þetta gálum við með engu móti þolað. Anton átli alt annað en skemtilega daga um þær mundir. Auðvitað réðumst við ekki beinlínis á hann til þess að rifa hann og klóra; en hitt vantaði ekki, að við hótuð- um honum því og mörgu öðru illu, og aldrei liðu frímínútur svo, að við settumst ekki að honum allir bekkjarbræður hans og klemdum hann upp við vegginn og liæddum hanu miskunnarlaust. Þetta gerðist lika þaun daginn, sem Magn- ús kom i skólann fyrsta sinni. Leikurinn stóð þá sem hæst og við lét- um uppnefnin og hótanirnar dynja yðr veslings Anton, þar sem hann stóðy að vanda upp við vegginn allur þrútinn 1 framan af skælum og reiði og sagði með titrandi röddu, að hann skytdi segja skóla- stjóranum og pabba sínum eftir okkur. »Já, reyndu nú það, að slaðra en þa einu sinni, þá skaltu fá að kenna á þessum«! Þetta sagði Tycho Holm og gekk að Anton með reiddan hnefann framan i hann. En þá kom nokkuð fyrir, sem okkm' varði sízt. Drengur kemur og leggur litlu hendina a handlegginn á Tycho Holm og sagði i mjóum og titrandi rómi: »Þú mátt ekki berja hann«. »Hvað, livað? má eg ekki? hrópaði Holm alveg steinhissa og snaraðist að drengnum. »Hver ert þú, snarkringlan þín, sem ætla1' að banna mér það?« »Eg heiti Magnús Berg —. og mamma hetir sagt, að eg — að eg eigi alt af að hjálpa lílilmögnum, sem aðrir leggast á og öllum, sem bágt eiga«. »Nú, mamma þín heíir sagt þér það?« rumdi í Holm, »já, þá verður þú nú að gera svo vel að venja þig af þvi, og svo verðurðu að vara þig á því, að reka nefið 1 það, sem þér kemur ekki við; annars get' urðu komist i hann krappan«. Það var auðséð, að Magnús litli komst 1 bobba við þessar undirtektir; en hann bar sig eins og hetja, og þó að grátstafur kænú í kverkar honum, þá sagði hann: »Þið eruð svo margir um einn og eg eg vil hjálpa honum«. Við fórum allir að skellihlæja að þessu. Og drengir eru nú þeirri ljótu gáfugæddii.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.