Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 3
HEILRÆÐl B SKIJPS Peter Palladíus var fyrstur evangelisk-lútherskur biskup í Danmörku (f. 1S03, d. 1560). Hann liafði stundað nám í Wittenberg 1531—37 og varð biskup 1537, að undirlagi Bugenhagens. Það var ákaflega vandasamt verk, sem liann tókst á hendur, að koma í framkvæmd, á verklegan hátt, hugmyndum siðbótar- mannanna, í kirkjum og skólum, en liann leysti það af hendi með fráhærri snild og lægni. Hann var á sífeldum ferðalögum, um Sjáland þvert og endi- langt, í sex ár samfleytt, og vísiteraði allar kirkjurn- ar í biskupsdœminu, og suniar oftar en einu sinni, en þær voru um 390. »Vísitasíubók• hefir að geyma mikinn og merkilegan fróðleik um menningarástand, siði og hætti þeirra tírna, því að þar er skilmerki- lega skýrt frá flestu því, sem fyrir biskup liar á þess- um ferðum. Þessi bók hefir verið gefin út í alþýð- legri útgáfu í Danmörku og her þess vitni, að Palla- dius hefir verið heilbrigður í hugsunarhætti, þrótt- mikill og einlægur guðsmaður, gamansamur og glögg- ur á það, hvernig heppilegast var að taka á málum, eftir ástæðum og umhverfi. Um hann er sögð sagan, sem hér fer á eftir, styðst Iiún við frásögn lians sjálls og lýsir dável »aðferð um« hans við siðhótarstarfið. Palladius biskup var á vísitasíu-ferða- lagi um biskupsdæmi sitt. Hann var bú- inn að fara um Sjáland, þvert og endi- langt, og var nú kominn í einhverja af- skektustu og eyðilegustu sveitina á Sjá- lands-Odda. Fylgdarmaður hans var sjá- lenzkur bóndi, hnellinn og harðgerður, sem sat keikur í ekilssætinu og fékst ekki um, þó að veðrið væri hryssings- legt og vegirnir vondir. Þeir voru orðn- ir »saman-hristir«, eins og Danir kalla það, biskup og bóndinn, á þessu langa ferðalagi, úr einni sókninni í aðra, — með þeim hafði tekist einlæg vinátta og gagnkvæin. Þeir töluðu að vísu ekki margt, en bættu þó hvor annan upp. Lars þekti sjálenzku bændurna út og inn, því að hann var einn úr þeirra hóp og vel skynsamur, og biskupi kom að miklu gagni sá fróðleikur, sem hann gat látið honum 1 té, um bændurna. Hins- vegar gat biskup gefið Lars ýmisleg um- hugsunarefni, með því að bera saman gamalt og nýtt, — gömlu pápiskuna og liina nýju Lúthersku kenningu. Lars lagði fátt til þeirra mála, annað en »já« og »a-nú«, en hjá því varð ekki komist, að biskup fyndi það, að djúpar voru enn rætur liins gamla siðar í huga bónd- ans. Þær urðu ekki upprættar í einni svipan, og fékkst biskup ekki um og hafði ekki af því neinar áhyggjur. Lars var »góður fyrir sinn hatt«. Það þurfti aðeins að fara að honum með lagi, og þá gat hann orðið ennþá betri. Odda-sóknin var einhver eyðilegasta og afskektasta sveitin á Sjálandi, eins og áður er sagt. Þar var áveðrasamt og Oddinn gróðurlítill. Treysti fólkið mest á þá björg, sem úr sjónum fékst, en sjósókn var þó þá, eins og nú, erfið og áhættumikil. En þarna bjó harðgert fólk og nægjusamt, fáskiftið og ail hjárænulegt, eins og títt er um fólk í afdölum og á útkjálkum. Lítil, rauð tígulsteinskirkja var utarlega á Oddanum miðjum. Barst nú þaðan djúpur og hátíðlegur klukkna- hijómur, sem kveðja skyldi sóknarbörn- in til kirkjunnar og heilsa jalnframt hin- um fyrsta evangeliska Sjálandsbiskupi. Betur gat biskup ekki óskað sér, að hon- um yrði fagnað. — — — —--------Kirkjan var alveg troðfull af

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.