Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 42
186
HEIMILISBLAÐIÐ
fullviss, aó við va^rum drukknuð; og þá
hafði hann úrvinda af sorg cg örvæntingu
snúið heim aftur til þess að tilkynna af-
drif okkar; en á leiðinni hefði hann dottið
niður í einhverja gryfju og þá hefði hann
sem snöggvast orðið meðvitundarlaus. Svo
hafði hann einhvernveginn klórað. sig upp
úr þessari gjótu, og nú væri hann hingaö
kominn og hérna hefði hann fundið okkur,
bæði heil á húfi; — en auðvitað þurfti hann
nú ekki aö tílkynna okkur þetta, því að
þctð vissum við eins vel og hann sjálfur.
Við gláptum hver á annan, við Gamli,
og það var mjög erfitt um það ?ð dæma,
hvor okkar var ver útleikinn.
»Sjáið«, sagði presturinn og benti á
Gamla: »Þarna er frumritið; og þarna er
i'nnur útgáfa«, bxtti hann við og benti á
mig; »uppprentunin er ág vt; — það var
annars leiðinlegt„ að búið var að finna
prentlistina; við hefðum annars sem bezt
getað auögað he'minn að upj)fin,ningunni«.
Prestkonan sótti nú edik og vatn, og fór
að baða ennið á Gamla; kom þá í ljós, að
sárið var lítiö og ads ekki hættulegt; og
svo fórum við báðir upp í herbergin okk-
ar, til að hafa fataskifti. Það var annars
gott, að ég var þarna, til þess að hjálpa
Gamla, því að hann var svo utan við sig,
hann eiginlega vissi hvorki í þenna heim
né annan. Fyrst ætlaði hann í fötín af
Korpus Júris, cg þegar ég bentí honum á
þessi misgrip, þá ætlaði hann, í jakkann á
undan vestinu. Loksins var hann jjó búinn
að hafa fataskifti og fór niður aftur. Ég
hafði fa+askifti í snatri, og var í þann veg-
inn að fara út úr herberginu, en þá datt
mér alt í einu í hug haninn sæli. »Það er
tími til þess enn þá«, hugsaði ég með mér.
»Eg hefi enn þá ekki fceðið ósigur. Enginn
hefir enn komist á snoðir um fyrirætlun
mína; það er enn þá hocgt að framkvæma
það. Nú veit ég hvernig húsum er háttað,
þarna, fyrir handan. Eg get snöggvast skot-
ist, yfirum og sótt hanann, farið með hann
inn í herbergið cg látið hann þar á vísan
stað; og svo get ég farið inn í stofu til
þe'rra, eins og ekkert sé um að vera —
og Andrea Margrét skal engan grun um
þetta fá, hvað þá heldur aðrir«. Svo hugs-
aði ég mig ekki lengur um þet.ta, en þaut
í harða spretti yfir í hænsnahúsið, athug-
aði vel, hvort Tryggur, Níels eða prestur-
inn væri þar á sveimi, lauk upp hurðinm.
gætti fóta minna, svo þeir lenti ekki ofan
á öndunum og náði hananum, án þess að
nokkur hávaði yrði. Og síðan þaut ég í
sama sprettínum aftur upp á loft og inn
í herbergi bróður míns. Þar stóð stór klæða-
skápur og náði hann nærri því upp í loft.
Uppi á hcnum hugkvæmdist mér að
geyma hanann. Þar var að vísu fremur
þröngt, en ég ýtti dálítið á hausinn á han-
anum og þá komst hann fyrir þarna. Það
fór að vísu hálf illa um hanatetrið þarna,
en haninn var heldur ekkert ungbarn, og
því ver, sem fór um hann, þess fyr myndi
hann gleðja Korpus Juris næsta morgun,
með indælu röddinni sinni. Þegar ég kom
niður aftur, var alt fólkið sezt að kvöld-
verði.
»Heyrio þér, Nikclaj!« sagði prestskon-
an, »viljið þér ekki gera svo vel og segja
okkur, hvað þér voruð að gjöra, þarna fyr-
ir handan — ég á við í hænsnakofanum«.
Mér hafði ekki komið til hugar, að ég
að nýju þyrfti að standa fyrir rétti, út, af
þessu hænsnahússmáli, og ég hafði því ekk-
ert almennilegt svar á reiðum höndum.
Ég reyndi samt að bjarga, mér eins og ég
bezt gat; en ég fann það bezt sjálfur, að
ósannindin, sem, ég bar á borð, voru, mjög
ótrúleg og öll saga mín í molum.
»Nú, jæja«, sagði presturinn., þegar ég
loksins var búinn með söguna. »Dettur yð-
ur nú annars í hug, að ég muni trúa sög-
unni þeirri arna. Nei, ungi. vinur minn.
Mig grunar, hvað muni búa undir þessu
sakleysistjaldi, sem þér eruð að hrófa upp
yfir myrkraleiksvið yðxr. Þér eruð Don
Júan — reglulegur Don Júan — og það er
óttalegt, að þurfa að segja það með sann-